Leikfélagið Grímnir sýnir Blóðsystur í Vatnasafninu að Bókhlöðustíg 19 í Stykkishólmi

Leikritið Blóðsystur var samið af Guðmundi L. Þorvaldssyni og ungmennahóp Leikfélags Kópavogs 2010. Leikstjóri er Árný Leifsdóttir.
Í þessu gamanleikriti er skyggnst inn í Klaustur til systranna og fylgst með því hvað drífur á daga þeirra, en heyrst hefur að sést hafi til vampýra í klaustirinu.

Verkið er klukkutíma langt.
Miðaverð er 2000 kr. – athugið enginn posi!
Miðapantanir: Hafrún í síma 8630078 eftir kl 16.
Ekki er hleypt inn eftir að sýningar eru hafnar.
Takmörkuð bílastæði eru við Vatnasafnið, bent er á bílastæði við Ásbyrgi.