Leikfélag Hveragerðis æfir nú af kappi leikritið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er Sigurður Blöndal sem enn á ný leggur Leikfélaginu til krafta sína. Fyrsta leikritið sem hann leikstýrði fyrir 10 árum síðan var Týnda teskeiðin, líka eftir Kjartan. Hann leikstýrði einnig  Emil í Kattholti, Dýrunum í Hálsaskógi og Kardemommubænum hjá Leikfélaginu sem öll hafa náð metaðsókn. Leikritið er sprenghlægilegur farsi sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Frumsýning verður 12. mars kl. 21.00.

Leikarar eru 11  og með helstu hlutverk fara Hafdís Guðmundsdóttir, Aðalheiður Ásgeirsdóttir, Guðmundur Erlingsson og Viktoría Kristinsdóttir. Til gamans má geta þess að tvær dætur Viktoríu þær Þórey og Aðalheiður fara einnig með hlutverk í leiknum. Þórey sem er ung að aldri fór með eitt af aðalhlutverkum í sýningunni Galdra Lofti sem sýnd var fyrir áramót og vakti verðskuldaða athygli.

Sýningar verða:
2. sýning sunnudagur 13. mars kl. 20
3. sýning fimmtudagur 17. mars kl. 20
4. sýning föstudagur 18.mars  kl. 20
5. sýning sunnudagur 20. mars kl. 20
6. sýning fimmtudagur 24. mars kl. 20
7. sýning föstudagur 25. mars kl. 20
8. sýning sunnudagur 27. mars kl. 20
9. sýning fimmtudagur 31. mars kl. 20

Miðaverð 2000 kr., 1500 kr. fyrir ellilífeyrisþega öryrkja og hópa (10 eða fleiri).
Miðapantanir í síma 774 4363

{mos_fb_discuss:2}