Leikfélagið Frjálst Orð sýnir einleikinn Beðið eftir gæsinni eftir Ásgeir Hvítaskáld í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. október klukkan 20:00 og sunnudag 9. október klukkan 20:00 og á Akranesi í Gamla Kaupfélaginu laugardaginn 8. október klukkan 20:30. Þessi einleikur var frumfluttur á bæjarhátið Egilsstaða á Ormsteiti í ágúst s.l. við frábærar móttökur.
Jón Vigfússon leikur örvæntingafulla veiðimanninn sem hræðist mest af öllu að vera kallaður „einnar gæsar veiðmaður“. En gæsin er slugnin og hefur áhrif á hugarheim veiðimannsins. Sýningin teku um 60 mínútur. Rödd gæsadrottningarinnar leikur Steinunn Rut Friðriksdóttir.
Leikfélagið Frjálst Orð er staðsett á Egilsstöðum og hefur staðið að leiksýningum, gefið út hljóðleikrit, heimildarmyndir og leikna kvikmynd.
Ásgeir Hvítaskáld hefur í mörg ár verið erlendis og unnið að leiklist og sögusköpun.
{mos_fb_discuss:2}