Í ár heldur Halaleikhópurinn upp á 15 ára afmæli sitt. Í tilefni af því frumsýnir hópurinn nú nýtt íslenskt verk. Leikritið heitir Batnandi maður og er eftir Ármann Guðmundsson sem jafnframt er leikstjóri.

Frumsýnt verður laugardaginn 24. febrúar í Halanum, Hátúni 12.

batnandi2.gifVerkið fjallar á gráglettinn hátt um sjómanninn Sigmar sem fengið hefur nóg af sjómennsku og sér tækifæri þegar hann lendir í vinnuslysi til þess að láta úrskurða sig öryrkja og njóta þannig lífsins á kostnað skattborgaranna.

Sýningar verða
Frumsýning    laugardaginn 24. febrúar
2. sýning        laugardaginn 3. mars        
3. sýning        laugardaginn 10. mars
4. sýning        föstudaginn 16. mars
5. sýning        laugardaginn 17. mars

Sýningar hefjast klukkan 20.30

Miðaverð er 1500 kr.
Fyrir börn yngri en 12 ára 1000 kr.
Hópafsláttur fyrir 10 eða fleiri í hóp 1200 kr.
Miðapantanir á midi@halaleikhopurinn.is og í síma 552-9188.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Halaleikhópsins