Næstkomandi sunnudag, 26. apríl frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Barið í brestina. Leikritið er skrifað af Guðmundi Ólafssyni og var það upprunalega sýnt af Leikfélagi Ólafsfjarðar árið 2001. Sögusviðið er sambyggð heilbrigðisstofnun og elliheimili og fá áhorfendur innsýn inn í líf starfsmanna og vistmanna, en auk þess ber á góma færeyskur knattspyrnumaður og magaskoðunartæki. 15 leikarar eru á sviðinu, en alls koma um 30 manns að sýningunni. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson.
Frumsýnt verður sunnudaginn 26. apríl á opnunardegi Sæluviku Skagfirðinga, en Leikfélag Sauðárkróks hefur sett upp sýningu hverja Sæluviku undanfarin 73 ár.
Sýningin hefst kl. 20 og er sýnt í Bifröst við Skagfirðingabraut.
Sýningarplan er eftirfarandi :
FRUMSÝNING sunnudag 26/4 kl. 20
2. sýning þriðjudag 28/4 kl. 20
3. sýning fimmtudag 30/4 kl. 20
4. sýning föstudag 1/5 kl. 17
5. sýning sunnudag 3/5 kl. 20
6. sýning þriðjudag 5/5 kl. 20
7. sýning fimmtudag 7/5 kl. 20
8. sýning föstudag 8/5 kl. 23 (miðnætursýning)
9. sýning laugardag 9/5 kl. 17
LOKASÝNING sunnudag 10/5 kl. 20
Miðaverð er 2500 kr.
Miðaverð fyrir hópa, eldri borgarar og örykja 2200 kr.
MIÐASALA Í SÍMA 849 9434.
Meðfylgjandi mynd tók Berglind Þorsteinsdóttir
Heimasíða félagsins: http://skagafjordur.net/ls/