Author: lensherra

Leiklistarskóli BÍL 2025

STARFSTÍMI SKÓLANS ER 21. – 29. JÚNÍ 2025 AÐ REYKJASKÓLA Í HRÚTAFIRÐI. — Smella hér til að sækja um!* —   (*Opnað fyrir skráningu 1. mars kl. 17.30) 3. apríl fá umsækjendur svar við umsókn. ATH! Staðfestingargjald að upphæð 40.000 kr. þarf að vera greitt til að umsókn sé samþykkt!    KVEÐJA FRÁ SKÓLANEFND Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og áttunda sinn. Skólinn blómstrar sem aldrei fyrr og við sjáum fram á mikla sköpun, metnað og gleði í sumar. Að þessu...

Read More

Rokksöngleikurinn Ólafía hjá Eflingu

Leikdeild Eflingar frumsýnir laugardaginn 15. febrúar rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere. Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere. Söngleikurinn fjallar um líf ungs fólks í dag og áreiti sem það verður fyrir, vímuefni, útlitsdýrkun, samfélagsmiðla og tvískinnungshátt fullorðna fólksins. Hressandi tónlist og fjör í bland við alvarlegri atburði í sýningu sem spannar allan tilfinningaskalann. Atriði í sýningunni geta valdið óhug hjá mjög ungum börnum. Sýnt eru í Félagsheimilinu á Breiðumýri í Reykjadal. Kvenfélag Reykdæla verður með vöfflu- og veitingasölu fyrir sýningu og í hléi en leikhúsið er sett...

Read More

Námskeið í sýningarstjórnun og tækni leikhússins

Helgina 15. og 16. mars stendur Þjóðleikhúsið fyrir námskeiðum í sýningarstjórnun annars vegar og tækni leikhússins hins vegar. Námskeiðin verða kennd af sýningarstjórum og tæknimönnum hússins og verða kennd í Þjóðleikhúsinu. Skráning er á vef Þjóðleikhússins.  Nánar um námskeiðin: Sýningastjóranámskeið Laugardaginn 15. Mars kl. 09:30 – 15:00 og sunnudaginn 16. Mars kl. 09:30 – 15:00 Námskeiðið fer fram í Þjóðleikhúsinu. Fjöldi nemenda takmarkast við 15 manns.  Verð: 28.000 Námskeið sem hentar vel fyrir nefndarmeðlimi leikfélaga sem og þeim sem vilja dýpka þekkingu sína á verkefna- og sýningarstjórnun og efla færni sína í skipulagi, samskiptum og lausnamiðaðri hugsun í lifandi...

Read More

Átta konur hjá Leikfélagi Selfoss

Leikfélag Selfoss vinnur nú hörðum höndum að 88. uppsetningu félagsins. Æfingar hófust í desember sl. og stefnt er á frumsýningu þann 14.febrúar. Rakel Ýr Stefánsdóttir leikstýrir verkinu sem heitir Átta konur og er „glæpsamlegur gamanleikur“ eftir franska leikskáldið Robert Thomas. Þýðing og aðlögun var í höndum Sævars Sigurgeirssonar. Við kynnumst glæsilegri eiginkonu, tveimur ungum og uppreisnargjörnum dætrum hennar, örvæntingarfullri mágkonu, gráðugri tengdamóður, ráðsettri ráðskonu með duldar hliðar og þjónustustúlku með ómótstæðilegan sjarma. Húsbúndinn virðist sofandi í rúmi sínu, en er það svo? Þegar sjö óstýrilátar konur koma saman og sú áttunda bætist við, getur allt gerst. „Það hefur verið...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert