Author: lensherra

Kokteill Halaleikhópsins

Halaleikhópurinn sýnir um helgina leiklesturssýninguna Kokteil eftir Guðjón Sigvaldason sem einnig leikstýrir. Sex sprækir Halar leika / leiklesa sumir eru splunkunýir á sviðinu aðrir reynslunni ríkari. Leikstjórinn dró fram 3 eldri stuttverk eftir sjálfan sig, sem flutt hafa verið áður, en voru skrifuð fyrir 6 til 9 ára leikara, en höfundi langaði að prófa að vinna þau með eldri leikurum, sem tilraun. Höfundur samdi síðan tvö ný verk auk eintala fyrir hópinn til að setja þetta saman sem Kokteil þann sem þér er til boða núna Sýningar verða laugardaginn 1. mars kl. 20.00 og sunnudaginn 2. mars kl.17.00. Miðaverð...

Read More

Sex í sveit í Árnesi

Leikdeild UMFG leggur þessa dagana lokahönd á undirbúning fyrir sýningar á hinu geysivinsæla leikverki Sex í sveit. Leikstjórn er í höndum  Bjarkar Jakobsdóttur. Frumsýnt verður í Árnesi föstudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:00.  Verkið sem er eftir Marc Camoletti í íslenskri þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnars Jónssonar, er bráðskemmtilegur farsi sem gerist í íslenskum sumarbústað þar sem óvæntar uppákomur, flækjur og misskilningur valda ótal vandræðalegum – og hlægilegum – aðstæðum. Leikararnir sex geta vart beðið með að stíga á svið og tryggja áhorfendum kvöld fullt af hlátri og góðri stemmningu. Björk Jakobsdóttir er reyndur leikstjóri og leikkona sem hefur komið víða við í...

Read More

Land míns föður í Freyvangi

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Land míns föður föstudaginn 28. febrúar. Verkið er leikrit með söngvum um stríðsárin í Reykjavík, hernámið og það sem því fylgdi. Kjartan Ragnarsson skifaði verkið sem er með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Hvaða áhrif hafði hernámið á íslendinga, einstaklinga og þjóðlífið í heild? Athyglin beinist að unga parinu Báru og Sæla og fólkinu í kringum þau. Þau eru að hefja búskap þegar stríðið skellur á. Sæli kýs að fara frekar á sjóinn en í bretavinnuna, en Bára og móðir hennar opna þvottahús sem þjónar hernum. Bára kynnist breskum liðsforingja og í fjarveru Sæla fella þau hugi...

Read More

Sex í sveit á Húsavík

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Sex í sveit í Samkomuhúsinu lau. 1 .mars næstkomandi. Verkið Sex í sveit eftir Marc Camoletti er hefðbundinn gamanleikur með alls konar misskilningi, flækjum, lygum, framhjáhaldi og almennu fjöri. Valgeir Skagfjörð leikstýrir hjá LH að þessu sinni.  Sex í sveit fjallar um hjónin Benna og Þórunni sem fara í bústaðinn sinn í Eyjafirði. Hann var búinn að skipuleggja „stráka-helgi“ með besta vini sínum og reyndar viðhaldinu sínu líka á meðan Þórunn ætlaði að vera fyrir austan hjá mömmu sinni. Þegar Þórunn hins vegar kemst að því að Ragnar besti vinur Benna er á leiðinni snýst henni...

Read More

Epli og eikur í Hörgárdal

Leikfélag Hörgdæla á Melum æfir nú söngleikinn Epli og eikur sem frumsýndur verður þann 27. febrúar. Söngleikurinn er skrifaður af Þórunni Guðmundsdóttur og var það fyrst sýnt af leikfélaginu Hugleik í Reykjavík árið 2007. Söngleikurinn Epli og Eikur fjallar um óhefðbundin ástarsambönd og glæpsamleg áhugamál nokkurra einstaklinga sem fléttast saman í sprenghlægilegan og flókinn eltingaleik. Leikstjóri sýningarinnar er Jenný Lára Arnórsdóttir. Leikfélag Hörgdæla er virkt áhugafélag í Hörgársveit sem hefur sett upp sýningar á Melum frá árinu 1928, en það var ekki fyrr en árið 1997 sem leikfélagið var formlega stofnað. Frumsýning er fimmtudaginn 27. febrúar en sýnt verður...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed