Í heimsókn hjá Hugleik
Hugleikur bauð fólki í heimsókn í Iðnó og þar voru allar sortir í boði. Hörður Sigurðarson fór og gæddi sér á veitingunum. Hvorki meira né minna en „Sjö sortir“ voru á boðstólum þegar undirritaður leit í „heimsókn“ til Hugleiks í Iðnó í gærkvöldi. Sortirnar sjö voru afrakstur námskeiðs sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur þar sem unnið var með sjö einþáttunga eftir jafnmarga Hugleikara og jafnmargir Hugleikarar sem leikstýrðu verkunum. Rúnar Guðbrandsson hafði yfirumsjón með bakstrinum og sá til þess að ekkert brynni við. Það sem Hugleikur bauð upp á var ekki leiksýning í þeim skilningi og því ekki...
Read More