Hugleikur tekinn á beinið
Hugleikur frumsýndi í gær fimmtudag dagskrá númer tvö í dagskrárröðinni „Þetta mánaðarlega“. Útsendari Leiklistarvefsins fór á stúfana og hér má sjá hvað honum fannst. Hugleikur í feiknarformi Önnur sýningin í einþátttungaröð Hugleiks „Þessu mánaðarlega“ var frumflutt í Kaffileikhúsinu fimmtudaginn 14. nóvember. Eftir þá fyrstu sem sýnd var í október var undirritaður þeirrar skoðunar að Hugleikur ætti meira inni en þar kom fram, svo ekki sé meira sagt. Hugleikur stenst illa frýjunarorð og setti að þessu sinni á svið sjö þætti af krafti og glæsibrag. Í stuttum þáttum á borð við þá sem hér voru á borð bornir er ekkert áhlaupaverk að ná tökum á áhorfendum, skapa sannfærandi persónur og búa til trúverðuga og áhrifaríka umgjörð. Þetta tókst þó í flestu því sem boðið var upp á og vel það. Dagskráin hófst á einleik eftir Hrefnu Friðriksdóttur sem nefnist Dans. Vel skrifaður texti og skínandi leikur Fríðu B. Andersen í öruggri og hugmyndaríkri leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar skiluðu mjög vel heppnari sýningu. Þátturinn fjallar um aðstæður sem flestir eflaust kannast við og áhorfendur kunnu greinilega að meta það sem þeir sáu, margir eflaust meðvitaðir um að þeir væru að hlægja að sjálfum sér. Stórgóð byrjun á dagskránni sem eflaust kom salnum í rétta skapið fyrir það sem á eftir fylgdi. Næst á svið var Petra eftir Fríðu B. Andersen. Hafdís Hansdóttir var hreint dásamleg í bráðfyndnum þætti í leikstjórn Höllu Rúnar Tryggvadóttur....
Read More