Fjórréttað hjá Leikfélagi Kópavogs
Tilraunaeldhús Leikfélags Kópavogs frumsýndi nú fyrir skemmstu sýninguna Fjórréttað sem er, eins og nafnið gefur lítillega til kynna, fjögur verk sem mynda eina sýningu. Þrjú verkanna eru eftir félaga í LK í samvinnu við leikstjóra ein er eftir útlending nokkurn. Ármann Guðmundsson var á staðnum og ákvað að tjá sig opinberlega um það sem var á boðstólnum. Tilraunaeldhús sem bragð er af – Fjórréttað hjá Leikfélagi Kópavogs Ilse, Gaui Nú þegar sumarið er um það bil að skella á með öllu sínu sólskini og veðurblíðu eru flest leikfélög skriðin í hýði til að safna kröftum fyrir næsta leikár. Önnur eru þó enn spriklandi af fjöri og Leikfélag Kópavogs er eitt af þeim, frumsýndi föstudaginn 9. maí fjögur leikverk og þar af þrjú samin af meðlimum leikfélagsins í samvinnu við leikstjóra. Herlegheitin eru sýnd undir formerkjum Tilraunaeldhúss LK. Það var nú reyndar alls ekki ætlunin að skrifa um þessa sýningu þegar ég mætti í Félagsheimili Kópavogs á föstudagskvöldið en eftir að hafa séð sýninguna fann ég einhverja innri hvöt og ákvað að „hrifla“ smá um hana í þeirri von að bjarga einhverjum frá því að missa af stórskemmtilegri sýningu. Fyrsta verkið var eina „ófrumsamda“ verk kvöldsins, Leikæfing eftir Peter Barnes í þýðingu Ingunar Ásdísardóttur. Það var Þorgeir nokkur Tryggvason sem sat í leikstjórastólnum og stýrði þeim Einari Þór Samúlessyni og Helga Róbert Þórissyni í jarðbundnasta verki kvöldsins. Sýningin var afar...
Read More