Kontrabassinn hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar
Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi nýlega leikritið Kontrabassann eftir Patrick Susskind. Njósnapenni Leiklistarvefsins var á staðnum. Kontrabassinn Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Kontrabassann eftir Patrick Susskind um síðustu helgi. Höfundurinn er helst þekktur fyrir skáldsögur sínar og er þar helsta að telja hina mögnuðu sögu Ilminn sem breytti áliti margra á hinum oft lítilsvirtu skynfærum, þeffærunum. Þó Kontrabassinn nái tæplega slíkum áhrifum er verkið þó ágætlega og á köflum mjög vel skrifaður einleikur. Eina persóna verksins er Kontrabassaleikarinn sem við fylgjumst með undirbúa sig fyrir tónleika. Áhorfendur fá innsýn í líf hans þar sem hann tjáir sig um það er nærri honum stendur, ekki síst hljóðfærið volduga sem blasir við áhorfendum í miðri stofunni meðan á sýningunni stendur. Við fræðumst m.a. um þetta merkilega hljóðfæri sem auk ýmissa annarra eiginleika nær tónum, öðrum hljóðfærum dýpri. Kontrabassaleikarinn kemur áhorfendum fyrir sjónir sem sjálfsöruggur og afslappaður í fyrstu en gegnum eintalið flettir hann smám saman ofan af sjálfum sér. Minnimáttarkenndin og óöryggið brýst smám saman framan fram ekki síst í samskiptum hljóðfæraleikarans við hljóðfæri sitt. Kontrabassinn er vafalaust skrifaður með það í huga að leikarinn nái sambandi við við áhorfendur með því a beina tali sínu beint til þeirra. Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri fer þó aðra leið hér með því að kynna til sögunnar aukaleikara, gullfiskinn Depil sem sýndi reyndar stórgóðan leik sem mótleikari aðalleikarans. Þessi aðferð gæti hæglega gengið af sýningunni dauðri en hér...
Read More