Author: lensherra

Kontrabassinn hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi nýlega leikritið Kontrabassann eftir Patrick Susskind. Njósnapenni Leiklistarvefsins var á staðnum. Kontrabassinn Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Kontrabassann eftir Patrick Susskind um síðustu helgi. Höfundurinn er helst þekktur fyrir skáldsögur sínar og er þar helsta að telja hina mögnuðu sögu Ilminn sem breytti áliti margra á hinum oft lítilsvirtu skynfærum, þeffærunum. Þó Kontrabassinn nái tæplega slíkum áhrifum er verkið þó ágætlega og á köflum mjög vel skrifaður einleikur. Eina persóna verksins er Kontrabassaleikarinn sem við fylgjumst með undirbúa sig fyrir tónleika. Áhorfendur fá innsýn í líf hans þar sem hann tjáir sig um það er nærri honum stendur, ekki síst hljóðfærið volduga sem blasir við áhorfendum í miðri stofunni meðan á sýningunni stendur. Við fræðumst m.a. um þetta merkilega hljóðfæri sem auk ýmissa annarra eiginleika nær tónum, öðrum hljóðfærum dýpri. Kontrabassaleikarinn kemur áhorfendum fyrir sjónir sem sjálfsöruggur og afslappaður í fyrstu en gegnum eintalið flettir hann smám saman ofan af sjálfum sér. Minnimáttarkenndin og óöryggið brýst smám saman framan fram ekki síst í samskiptum hljóðfæraleikarans við hljóðfæri sitt. Kontrabassinn er vafalaust skrifaður með það í huga að leikarinn nái sambandi við við áhorfendur með því a beina tali sínu beint til þeirra. Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri fer þó aðra leið hér með því að kynna til sögunnar aukaleikara, gullfiskinn Depil sem sýndi reyndar stórgóðan leik sem mótleikari aðalleikarans. Þessi aðferð gæti hæglega gengið af sýningunni dauðri en hér...

Read More

Leikfélag Dalvíkur – Kverkatak

„Bullandi reimleikar í Ungó“ er fyrirsögnin á gagnrýni Guðrúnar Höllu Jónsdóttur um sýningu unglingadeildar Leikfélags Dalvíkur. Kverkatak, sem er skrifað og leikstýrt af formanni félagsins Júlíusi Júlíussyni, var frumsýnt 13. nóvember og hefur verið uppselt á allar sýningar síðan. Hér er gagnrýni Guðrúnar Höllu. Bullandi reimleikar í Ungó Kverkatak er fyrir það fyrsta stórvirki hvernig sem á það er litið, fyrsta verk höfundar í fullri lengd, fyrsta stóra leikstjórnarverk sama Júlíusar og fyrsta stóra unglingaverkið sem LD setur upp svo ég viti til. Það að ráðast í slíkt stórvirki, að halda leiklistarnámskeið fyrir unglinga sem á síðan að ljúka með fullburða sýningu, er mikil bjartsýni. Að lofa því að skrifa fullburða verk sem sett yrði upp eftir sömu formúlu og önnur verk hjá félaginu, hvort heldur litið er til vinnu við leikmynd, ljós, hljóðmynd, leikskrá, búninga eða annað, og standa við það, ber Júlíusi og Leikfélagi Dalvíkur gott vitni og mun gefa þeim góðan mannskap í þessu unga fólki í framtíðinni. Það eru um 40 krakkar sem taka þátt í sýningunni og þar af helmingurinn á sviðinu. Það sem er svo skemmtilegt við baksviðsvinnu verksins er að vana liðið hefur ekki tekið yfir verkin, heldur hefur umsjón og unglingarnir vinna verkið.   Kverkatak fjallar um krakka í litlum bæ úti á landi sem hafa ekki margt við að vera en eru þó langt í frá þjökuð af leiðindum. Þau...

Read More

Hugleikur á síðum buxum

Hugleikur hélt sína árlegu jólaskemmtun í Kaffileikhúsinu föstudaginn 13. desember undir heitinu Klundurjól. Var þar leikið og sungið af list eins og venjan er. Útsendari Leiklistarvefs var þar viðstaddur og hér má sjá hvort Hugleikarar komu honum í jólaskap. Hugleikur á síðum buxum Sú hefð hefur skapast hjá Hugleik að bjóða upp á jóladagskrá í desember með leik og söng. Að þessu sinni var dagskráin þriðji hluti af dagskrárröðinni „Þetta mánaðarlega“ sem hófst í október. Að vissu leyti bar dagskráin þess einnig merki þar sem öllu meiri alvörublær var yfir henni en jólaskemmtunum Hugleiks undanfarin ár. Þessar jólavökur undanfarin ár hafa verið í léttar og afslappaðar og þáttakendur skemmt sér ekki síður en áhorfendur. Það má þó ekki skilja svo að dagskráin hafi ekki verið skemmtileg en yfirbragðið var vissulega annað en áður. Eins og venjulega var blandað saman leik og tónlist. Tónlistin var blanda af gömlum „standördum“ sem þeir þekkja sem komið hafa á fyrri jólaskemmtanir Hugleiks en einnig komu ný lög við sögu. Þórunn Guðmundsdóttir á bróðurpartinn í tónlistinni og drjúgan hluta af textunum einnig og fer enginn í grafgötur með hæfileika hennar á þeim sviðum. Það fara fá leikfélög í skóna Hugleiks í tónlistarmálum enda var tónlistin hvortveggja vel samin og fagmannlega flutt. Hinsvegar verð ég að játa að ég saknaði léttleikans sem einkennt hefur tónlist Hugleiks hingað til. Nú var fagmennskan í fyrirrúmi og fyrir...

Read More

Hversdagslegt kraftaverk á Akureyri

Leikfélag Akureyrar frumsýndi föstudaginn 13. desember leikritið Hversdagslegt kraftaverk eftir rússneska leikskáldið Évgení Schwarz í leikstjórn landa hans Vladimir Bouchlers og þýðingu Rebekku Þráinsdóttur. Júlíus Júlíusson brá sér bæjarleið til að sjá verkið og hér má sjá hvernig honum líkaði. Hversdagslegt kraftaverk hjá LA KraftaverkLeikfélag Akureyrar frumsýndi föstudaginn 13. desember leikritið Hversdagslegt kraftaverk eftir rússneska leikskáldið Évgení Schwarz í leikstjórn landa hans Vladimir Bouchlers og þýðingu Rebekku Þráinsdóttur. Um er að ræða frumsýningu verksins í Evrópu. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þá leið að töframaður nokkur hefur breytt birni í ungan mann með þeim álögum að ef prinsessa kyssir hann breytist hann aftur í björn. Auðvitað hittir ungi maðurinn prinsessu og auðvitað fella þau hugi saman. Spurningin er hvort ungi maðurinn þorir að afhjúpa eðli sitt með því að kyssa prinsessuna. Hversdagslegt Kraftaverk er síðasta verk höfundar og af mörgum talið hans besta. Mörg verka Schwarz eru endurgerðir uppúr ævintýrum H.C. Andersen en þekktasta, og til vill dæmigerðasta, verk hana er Drekinn sem varð mjög umdeilt því margir þóttust vita að Drekinn væri tákngervingur Stalíns. Hversdagslegt Kraftaverk er hins vegar ævintýralegur gamanleikur um ástina og er ætlað að höfða jafnt til barna sem fullorðinna. En snúum okkur að sýningunni. Kraftaverk2Það var eins og það vantaði talsvert upp á kraft, gleði og einbeitingu hjá hluta hópsins á þessari sýningu. Heilt yfir var sýningin býsna skemmtileg en það hefði kannski...

Read More

Kraftmikil og flott sýning hjá Verzló

Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands frumsýndi á dögunum söngleikinn Made in USA eftir Jón Gnarr í leikstjórn Jóhanns G. Jóhannssonar. Þetta er heilmikið „show“ að hætti Verzló og hvergi til sparað í umgjörð. Söngleikjaunnandinn Lárus Vilhjálmsson brá sér á sýninguna og hér má lesa hvernig honum þótti til takast hjá Verzlingum. Kraftmikil og flott sýning hjá Verzló Ég skrapp á sýningu Verzló á dögunum á „Made in USA“ eftir Jón Gnarr í leikstjórn Jóhanns G. Jóhannssonar og skemmti mér vel. Þótt að handritið um íslenska skiptinemann sem kynnist krökkum í amerískum listaskóla (aka Fame) sé frekar rýrt í roðinu og bjóði ekki upp á mikla persónusköpun, þá þjónar það þeim tilgangi að tengja saman flott sjónarspil söng og dansatriða. Jón Gnarr fer þá leið að gera létt grín að hinni dæmigerðu bandarísku (og íslensku) dægurmenningu og stundum vottar fyrir smá broddi, eins og til að mynda í kostulegri þjóðremburæðu í lokin. En í söngleik þar sem aðalatriðið er að skemmta manni er náttúrulega fáránlegt að biðja um einhvern Ibsen eða Tennesse Williams svo að ég er bara ansi sáttur við handritið eins og það er. Leikstjórnin á verkinu er ágæt, sérstaklega í hópatriðum og skiptingum. Stundum fannst mér þó sum leikatriðin heldur uppstillt og með óeðlilegri mynd. Jóhann hefur þó mjög góða stjórn á þessum stóra hóp og nær út fínum leik hjá flestum þeirra. Tónlist, dans og útlit er í...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert