Author: lensherra

Fátæka leikhúsið frumsýnir

Fátæka leikhúsið frumsýnir, sunnudagskvöldið 14.ágúst Kl. 20.00, leikritið Rósinkrans og Gullinstjarna eru dauðir eftir Tom Stoppard. Snorri Hergill Kristjánsson þýddi verkið. Leikstjóri er Karl Ágúst Þorbergsson og er þetta hans fyrsta leikstjórnarverkefni.   Leikurinn gerist í hliðarvængjum Hamlets á Helsingjaeyri. Rósi og Gulli hafa verið boðaðir af Kládíusi til að komast að hvað hrjáir unga prinsinn en heldur eru þeir félagar áttavilltir. Á vegi þeirra verður leikhópur undir forystu stórfurðulegs stórleikara sem”vísar þeim veginn”. Stoppard veltir hér upp spurningum um tilvist og tilgang mannsins og leikhússins. Með hlutverk hinna áttavilltu félaga fara Hannes Óli Ágústsson og Friðgeir Einarsson en með hlutverk leikarans fer Snorri Hergill. Önnur hlutverk eru í höndum Hinriks Þórs Svavarssonar, Bjarts Guðmundssonar, Ástbjargar Rutar Jónsdóttur, Þorbjargar Helgu Dýrfjörð, Atla Sigurjónssonar, Jóns Stefáns Kristjánssonar, Halldórs Marteinssonar, Hjalta Kristjánssonar og Leifs Þorvaldssonar. Sýningar eru í húsnæði Stúdentaleikhússins í Tónlistarþróunarmiðstöðinni að Hólmaslóð 2. Fátæka leikhúsið er nýr leikhópur sem sprettur upp sem sumarverkefni nokkurra aðila úr stúdentaleikhúsinu og eins og nafnið gefur til kynna er um einstaklega fátækan hóp að ræða. Engir styrkir eru á bak við verkefnið og er stefnuskráin einföld, að búa til leikhús fyrir ekkert og setja upp einstaklega hráar sýningar í nánast berstrípuðu umhverfi. Engu hefur verið kostað til að setja upp þessa sýningu. Sýningar verða: Sunnudag 14. ágúst kl. 20.00 Fimmtudag 18. ágúst kl. 20.00 Föstudag 19. ágúst kl. 20.00 Sunnudag 21. ágúst kl....

Read More

NEATA hátíð í Eistlandi

Hugleikur sýndi nýverið leikritið "Undir hamrinum" á leiklistarhátíð NEATA í bænum Viljandi í Eistlandi. Einnig voru með í för nokkrir stjórnarmenn BÍL sem sátu aðalfund NEATA og kynntu sér framkvæmd hátíðarinnar. Mánudagur 2. ágúst 4:00 – 14:30Fall er fararheillAð misstíga sig í fyrsta skrefi þarf ekki að þýða að maður komist ekki á áfangastað. Vegabréf týndust, bíllyklar læstust inni í bílum og fólk svaf yfir sig en Hugleikarar og viðhengi komust samt til Kastrupflugvallar á tilsettum tíma og enginn sár til langframa. Ferðinni er heitið til Eistlands á 3. NEATA leiklistarhátíðina en þangað er stefnt norrænum og baltneskum leiklistarhópum og jafnvel einhverjum fleirum. Fulltrúi Íslands á hátíðinni er Leikfélagið Hugleikur sem ætlar að sýna leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur. Eins og við var að búast var nokkur spenna og eftirvænting í hópnum sem mætti á Umferðamiðstöðina klukkan 4.30 í morgun og steig þar upp í rútu. Ferðin í faðm Leifs Eiríkssonar var tíðindalítil og eftir tilheyrandi innkaup og "screwdriverdrykkju" til heiðurs erkigaflaranum Gunnari Birni ver haldið í loftið með Snorra Þorfinnssyni. Flugið var tíðindalítið og Kastrup heilsaði með blíðviðri og dönskum almennilegheitum. Þar uppgötvaðist "hotspot" eða heitur reitur eins og það kallast á íslensku. Það er fyrir óinnvígða svæði þar sem hægt er að komast í þráðlaust samband við hið stóra Internet. Það þótti sjálfsagt að nýta heita reitinn til að koma fyrstu fréttum af frægðarför Hugeikara heim...

Read More

Afmælissýning í Loftkastalanum

Loftkastalinn fagnar 10 ára afmæli sínu næstkomandi föstudag, þann 12. ágúst. Það var í ágúst 1995 sem starfsemi leikhússins hófst eftir að vélsmiðjunni í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg hafði verið breytt í hefðbundið leikhús með sætum fyrir 400 áhorfendur. Nú tíu árum síðar er Loftkastalinn enn stærsta einkarekna leikhúsið. Fyrsta verkefni Loftkastalans var söngleikurinn Rocky Horror í leikstjórn Baltasars Kormáks sem sýndur var yfir 60 sinnum á fyrsta leikárinu. Um 500 þúsund gestir hafa síðan lagt leið sína á fjölmarga viðburði í húsinu bæði leiksýningar og tónleika. Oftar en ekki hafa sýningar Loftkastalans verið með þeim vinsælustu ár hvert. Á sérstakri afmælissýningu á Tónleiknum BÍTL á föstudaginn verður 500 þúsundasti áhorfandinn verðlaunaður sérstaklega. Gríðargóð aðsókn hefur verið að þeim sýningum sem sýndar hafa verið í Loftkastalanum á þessu ári. Á fyrstu þremur mánuðum ársins komu um 15.000 áhorfendur í leikhúsið sem er metaðsókn. Yfir 60 viðburðir voru í húsinu á þessum tíma. Ef sýningar frá öllu leikárinu, frá hausti 2004 fram á sumar 2005 eru taldar með lætur nærri að um 30.000 manns hafi sótt viðburði í húsinu sem alls er þá orðnir yfir 100 talsins á leikárinu öllu. Sýningum lauk í janúar á einni vinsælustu leiksýningu ársins 2004, Eldað með Elvis, en þá hafði sýningin verið á fjölunum í eitt ár og yfir 10.000 manns séð hana. Auk þess var sýningin færð upp á Akureyri og þar sáu...

Read More

Keðjuleikrit á Vefnum

Keðjuleikrit breska Þjóðleikhússins verður sífellt skrítnara og skemmtilegra. Fylgist með daglega á http://www.nationaltheatre.org.uk/nt25/chainplay/ og svo er hægt að taka þátt í vangaveltum um stykkið og höfundana...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert