Author: lensherra

Erindi Þorgeirs Tryggvasonar á málþinginu Leikstjórn í áhugaleikhúsi 29.9.2001

Leikstjórn í áhugaleikhúsi – Faglegt öryggi eða listrænn metnaður Þegar ég tók að mér að flytja framsögu á þessu málþingi þurfti ég að byrja á að setja niður fyrir mér hvaðan ég myndi nálgast viðfangsefnið – leikstjórn í áhugaleikhúsi. Ég er nefnilega í þeirri stöðu að horfa á leiklist áhugamanna úr nokkuð mörgum áttum þessi misserin. Átti ég að horfa á leikstjórn út frá nýfenginni reynslu minni sem leikstjóri í áhugaleikhúsi? Eða væri betra að nýta reynslu mína sem leiklistargagnrýnandi til tveggja ára til að gefa einhvers konar yfirlit yfir það sem ég hef séð á þeim tíma? Báðir þessir vinklar væru kannski fróðlegir, en á endanum fannst mér að ég yrði að tala út frá því sjónarhorni sem skiptir mig mestu máli, frá sjónarhóli þátttakanda í áhugaleikhúsi í víðasta skilningi. Frá því ég fékk leiklistarbakteríuna illræmdu í kringum 1985 hef ég staðið á sviði, setið í stjórn leikfélags, skrifað í leiklistarblaðið og á Leiklist.is, sótt námskeið í leik og leikstjórn, skrifað leikrit, samið tónlist, stjórnað höfundasmiðju, setið í varastjórn bandalags íslenskra leikfélaga og starfað í þjónustumiðstöð samtakanna. Það er sem áhugaleikhúsmaður sem ég mun reyna að átta mig á samlífi leikstjóra og leikhóps á forsendum áhugaleikhússins næstu mínúturnar, með lykilorðin listrænar kröfur og nýsköpun að leiðarljósi. Reynsla mín sem leikstjóri og gagnrýnandi nýtist síðan auðvitað líka og hefur áhrif á allt sem ég segi. Á síðasta aðalfundi Bandalags...

Read More

Erindi Vigdísar Jakobsdóttur á málþinginu Leikstjórn í áhugaleikhúsi 29.9.2001

Komið þið sæl. Áhugaleiklistin er frjór jarðvegur. Jarðvegur sem svo mörg okkar sem kosið hafa að gera leiklistina að ævistarfi eru sprottin úr. Ég á áhugahreyfingunni og Litla leikklúbbnum á Ísafirði ótrúlega margt að þakka.Þar kynntist ég maka mínum, þar eignaðist ég marga af mínum bestu vinum, þar kviknaði áhuginn á listinni og það varð aftur til þess að ég fór í háskólanám í leikstjórn og gerði hana að ævistarfi mínu. Þegar ég kom heim úr námi frá Bretlandi tók áhugahreyfingin mér opnum örmum og varð minn fyrsti vinnuveitandi. Þar fékk ég tækifæri, og hef fengið tækifæri, sem ég hef ekki fengið annarsstaðar. Ég lít í raun þannig á að ég standi í nokkurri skuld við áhugahreyfinguna og vil henni allt hið besta. Ég lít líka á áhugahreyfinguna sem framtíðarstarfsvettvang fyrir mig, samhliða störfum í atvinnuleikhúsi. Sérstaða íslensks áhugaleikhúss hefur einmitt í gegnum tíðina falist í þessum nánu tengslum við atvinnumennskuna. Í öðrum löndum myndi áhugleiklistin hér teljast „semi-professional" en ekki „amateur", og fyrir vikið er standardinn á íslenskri áhugaleiklist hærri en víðast annars staðar. „Við spilum ekki í sömu deild“, eins og Toggi orðaði það hér áðan. Eitt af því sem hefur aðeins verið rætt innan Leikstjórafélagsins er sú stefna sem hefur borið á undanfarinn áratug eða svo, að áhugafólkið sjálft sjái um leikstjórn sinna verkefna. Eftir mjög lauslega könnun á verkefnum síðustu ára, þá sýnist mér að...

Read More

Einleikir

Einleikir Það þarf enginn að ganga þess dulinn að einleikir eru í tísku. Þetta er öllum ljóst sem voru á einþáttungahátíð Bandalagsins í Stykkishólmi síðastliðið vor, og öðrum er bent á að kíkja í síðasta leiklistarblað. Af níu þáttum voru fjórir einleikir, hvorki meira né minna. Ekki er gott að segja hvað veldur, en óneitanlega eru einleikir meðfærilegir til flutnings milli landshluta og oft, en þó ekki alltaf, einfaldir í uppsetningu. Frægur breskur leikari benti einu sinni á að það versta við að leika einleik væri að fá einn allar nóturnar, en kosturinn væri að það væri ódýrt fyrir leikstjórann að bjóða leikhópnum í mat. En allavega: einleikir eru „inni“, og því best að gefa smá yfirlit yfir þá sem til eru hjá Bandalaginu. Damerne først… Einleikir eru líklega eina leikritategundin sem er til í meira úrvali fyrir konur en karla. Hvort þetta er vegna þess að konur séu málgefnari en karlar skal ósagt látið, en margir þessir leikir eru framúrskarandi og skal nokkurra getið. Af styttri þáttum ber fyrstan frægan að telja Nóbelstrúðinn Dario Fo. Hann skrifaði ásamt eiginkonu sinni Franca Rame, nokkur afbragðsgóð eintöl sem sum hver eru til hjá Bandalaginu. Aðallega í söfnunum Kona og Dónalega dúkkan. (Dario hefur reyndar líka skrifað frábær eintöl fyrir karla, en þau eigum við því miður ekki. Vill einhver vera svo vænn og þýða þau strax!) Mig langar að nefna...

Read More

Amatørkunstens særlige kvaliteter

Amatørkunstens særlige kvaliteter – tiden læger alle sår, men hvad med arrene? (Bert Brecht) Lad os blive klar over, hvad det er, vi taler om: Hvad er en amatør? Hvad er kunst i forbindelse med amatørbegrebet? Og hvordan er forholdet mellem kvalitet og kvantitet? Af Jacob Oschlag, konsulent i Dansk Amatør Teater Samvirke. Amatør er et valg En teateramatør er en person, der har valgt at arbejde med teater i sin fritid. Der er altså ikke sagt noget om kvalitet eller manglende kvalitet, der er blot fastslået, at teateramatøren ikke har gjort sin interesse til sit erhverv. Helt enkelt: Den eneste, efter min mening, holdbare definition på forskellen mellem amatører og professionelle er, om man får penge eller ej. Jeg blev engang interviewet i et døvemagasin i TV om mit arbejde som instruktør. Det var i anledning af, at jeg havde haft et kursus med døve amatørskuespillere, og jeg startede med at sige: “Jeg er professionel instruktør, dvs. jeg får penge for at arbejde med teater.” Uheldigvis er det sådan, at tegnet for “professionel” og tegnet for “at få penge” på døvesprog er det samme, så for den døve seer, må det have set ud, som om der stod en mand og sagde “Jeg får penge – jeg får penge”. Hvad er amatørbegrebet set i lyset af kunst Måske kunne man også spørge: “Hvad er kunst set i lyset...

Read More

Breytingar á Leiklistarvefnum

Nýr og betri vefur Glöggir lesendur taka eflaust eftir því að Leiklistarvefurinn hefur tekið breytingum. Ástæðan er sú að samið hefur verið við nýjan þjónustuaðila og  tekið hefur verið í notkun nýtt umsjónarkerfi fyrir vefinn. Þessu fylgja auknir möguleikar og væntanlega enn betri þjónusta við ykkur. Ef þið viljið kynna ykkur helstu breytingar, lesið meira hér fyrir neðan. Nýtt spjallkerfi Nýtt spjallkerfi hefur verið tekið í notkun sem er þjálla í notkun en það gamla og býður ýmsa möguleika sem það gamla hafði ekki. Innskráning Til að geta tekið þátt í spjallinu þurfið þið nú að skrá ykkur inn. Eftir sem áður getið þið tekið þátt í spjalli undir dulnefni að eigin vali. Til að skrá ykkur á vefinn þurfið þið að smella á Búa til aðgang í dálkinum til vinstri. Þar setjið þið fullt nafn, virkt netfang, umbeðið notandanafn og lykilorð og sendið inn. Tölvupóstur verður sendur á netfangið og þarf að svara honum til staðfestingar. Notendanafni og lykilorði getið þið breytt síðar ef þið viljið. Lesendur spjallsins munu sjá stutta notendanafnið sem þú velur þér en aðeins vefstjóri mun hafa aðgang að öðrum upplýsingum. Spjallið verður opið og frjálst að öðru leyti en eftir sem áður eru menn beðnir að gæta almenns velsæmis. Þegar þú hefur skráð þig inn geturðu smellt á tengilinn Mínar upplýsingar vinstra megin og skoðað eða breytt eigin upplýsingum á borð við notandanafn og...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert