Author: lensherra

10 einþáttungar

Í tilefni af fyrirhugaðri einþáttungahátíð gróf ég lítillega í heilabörkinn og rifjaði upp nokkra einþáttunga sem teljast mega athygliverðir. Ég held mig við topptíuformið, en auðvitað slæðast fleiri titlar með í forbífartinni. Drottins dýrðar koppalogn eftir Jónas Árnason. Brilljant þáttur, kannski besta verk Jónasar, en útheimtir helling af köllum. Táp og fjör eftir sama kall er líka gott. Skemmtiferð á vígvöllinn eftir Arrabal. Hlægilegt og grimmt lítið leikrit, eins og títt er um verk þessa spænska absúrdista. Svo má líka kíkja á Bæn, eftir sama höfund. Löng jólaveisla eftir Thornton Wilder. Frumleg grunnhugmynd, frábær útfærsla: bráðskemmtilegt verk. Ekki endilega jólaleikrit þrátt fyrir nafnið. Hlæðu, Magdalena, Hlæðu eftir Jökul Jakobsson. Jökull skrifaði fullt af flottum einþáttungum og þessi er nefndur sem gott dæmi. Stutt, fyndið, og all-óhugnanlegt verk fyrir tvær leikkonur. Björninn eftir Anton Tsjekhov. Alger snilld eins og við var að búast úr skurðstofu dr. Tsjekhovs. Bónorðið er líka gott, og einleikurinn ótrúlegi Um skaðsemi Tóbaksins. Á rúmsjó eftir Slawomir Mrozek. Þrír menn á bát verða að táknmynd fyrir mannfélagið allt, valdabaráttu, flokkadrætti og ofbeldi, dulið og nakið. Leggur einhver í þetta stykki eftir ógleymanlega sýningu Lettanna á Akureyri í fyrra? Beðið eftir Lúdó eftir Hjörleif Hjartarson. Skifað í innblæstri frá höfundasmiðju í Leiklistarskóla Bandalagsins í Svarfaðardal og gott eftir því. Örstutt en þeim mun dýpra og bíður upp á endalausa túlkunarmöguleika. Vögguþula eftir Samuel Beckett. Stórmeistari smáverkanna verður...

Read More

Jólabækur leikarans

Nú eru allir líklega búnir að fá nóg af mærð um öll snilldarverkin á jólabókamarkaðnum. Í tilefni af því setti ég saman lista af tíu skemmtilegum bókum sem tengjast leiklist á einn eða annan hátt. Þetta er ekki listinn yfir tíu ómissandi bækur sem allir verða að hafa í fórum sínum. Hann kemur síðar. Hér eru fyrst og fremst á ferð skemmtilegar bækur sem koma að leikhúsinu úr ýmsum áttum, stundum næsta óvæntum. Tempest-toast Leikfélagið í Salterton hyggst setja upp Ofviðrið eftir Shakespeare og hinn rúðustrikaði gjaldkeri félagsins ákveður að nú sé komið að því að hann fái að spreyta sig á fjölunum. Afleiðingar þess eru einungis einn þráðurinn í þessari makalausu sögu eftir kanadíska sagnameistarann Robertson Davies. Íslenskir áhugaleikhúsmenn sem vilja kynnast bræðrum og systrum í Könödu ættu að lesa þessa bók. Acting up Þegar breska leikskáldið David Hare (Vilji Emmu, Bláa herbergið og Ofanljós) þreytti frumraun sína sem leikari í einleik sínum, Via Dolorosa, hélt hann góðu heilli dagbók yfir þessa nýstárlegu reynslu. Útkoman er aldeilis frábær greining á glímu leikarans, skrifuð af manni með innsæi sprottið af áratuga reynslu af leikhúsinu, en samt í sporum byrjandans. Shooting the actor Simon Callow kannast fólk líklega helst við  í hlutverki glaðbeitta hommans sem deyr í Fjögur brúðkaup og jarðarför. Þessi stólpaleikari er líka snjall rithöfundur og þessi bók segir frá stormasamri samvinnu hans við júgóslavneska kvikmyndagerðarmanninn Dusan Makavejev...

Read More

Ófelía er úng og settleg mey…

… söng Megas um árið. Það er hinsvegar ekkert settlegt við Hamlet-uppfærslu Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, sem nýlega var aflýst eftir að þrír leikarar sögðu sig frá verkinu. Ástæðan var sú ákvörðun leikstjórans Stefan Bachmann (sjá mynd) að skipa konu með Downs-heilkenni í hlutverk Ófelíu.  Þótti leikurunum þremur sem andlegri heilsu konunnar stafaði hætta af vinnubrögðum leikstjórans og vildu ekki vera aðilar að því. Eða svo segja þau, en Danmörk logar af deilum, og heilindi allra hlutaðeigandi eru dregin í efa. Svo sannarlega snúið mál sem snertir réttindi þroskaheftra, listrænt frelsi leikstjóra (og leikara), stjórnkænsku leikhússtjórans, muninn á dönsku og þýðversku leikhúsi (leikstjórinn er svissneskur) og gildi tilrauna í leiklist og hvar siðferðis- og velsæmismörk þeirra tilrauna liggja. Meðal þeirra sem lagt hafa orð í belg er Lars Von Trier, sem ekki er vanur að blanda sér í menningarumræðuna. Hann talar enga tæpitungu heldur vill láta reka leikarana sem gengu út. Sjálfur hefur hann náttúrulega notað Downs-fólk eftirminnilega í sjónvarpsseríunni Riget (Lansanum). En hefur líka á sér orð fyrir að víla ekki fyrir sér að ganga tilfinningalega í skrokk á leikurum sínum. Nokkrar slóðir með efni um þessa áhugaverðu deilu: Ein yfirlitsgrein Um leikstjórann Viðtal við leikstjórann Ein vel skrifuð...

Read More

Erindi Rúnars Guðbrandssonar á málþinginu Leikstjórn í áhugaleikhúsi 29.9.2001

Eiga áhuga- og atvinnuleikhúsfólk samleið? Ég varð dálítið hissa þegar Vilborg bað mig um að vera með framsögu á þessu málþingi þar sem ég hef verið búsettur erlendis undanfarin ár. Mér fannst ég vera kominn svolítið úr tengslum við íslenskt áhugaleikhús, væri svona „yesterdays news“ þar sem hlutirnir breytast sífellt og tíminn líður hratt á gervihnattaöld. Ég vissi ekki alveg hversu mikið ég væri inn í málunum en ákvað samt að koma og hugsa aðeins upphátt um samspil áhugaleikhússins og atvinnuleikhússins þar sem mér hefur alltaf þótt áhugavert að skoða það frá ýmsum hliðum. Ef maður byrjar á byrjuninni, skoðar þessi orð áhugaleikhús og atvinnuleikhús eða „áhugamennska“ og „atvinnumennska“ þá finnst mér „áhugamennska“ fallegra orð. Það er jákvætt orð, felur í sér að fólk hafi áhuga á því sem það er að gera. Maður verður bara að vona að þeir sem stunda „atvinnumennsku“ hafi líka áhuga á því sem þeir eru að gera. Sem er nú stundum, ef ekki oftast. En svo notum við stundum önnur orð sem við fáum að láni úr útlensku, tölum um „professionalisma“ og „amateurisma“ og þau eru merkingarhlaðin á svolítið annan hátt. Við notum þau stundum eins og lýsingarorð og tölum um að einhver sé meira „professional“ en annar. Svo notum við „amateur“ í niðrandi merkingu, segjum að einhver sé bölvaður amatör. Þá er það spurningin, hvar liggja þessi skil, hvenær er einhver „professional“...

Read More

Erindi Guðjóns Sigvaldasonar á málþinginu Leikstjórn í áhugaleikhúsi 29.9. 2001

Ég var beðinn um að halda þetta erindi hérna vegna þess að ég er alltaf með kjaftinn uppi, hef skoðanir á öllu, er alltaf að skipta mér af. Stundum hafa skoðanir mínar vakið pirring, jafnvel reiði. Ég hef t.d. heyrt að ákveðið leikfélag á landinu hafi gefið út skotveiðileyfi á mig. So. Við búum við tjáningarfrelsi og þegar ég læt skoðanir mínar í ljósi eru þær ekki endilega réttar né réttmætar, þetta eru mínar skoðanir og ég skammast mín ekkert fyrir þær, enda hefur markmiðið hjá mér ævinlega verið að að reyna að bæta leiklistarstarfsemi í landinu. Við megum vera stolt af leiklistinni í landinu, við erum öll sprottin úr áhugahreyfingunni á einn eða annan máta. Við værum ekki að þessu ef við hefðum ekki áhuga á leiklist, jafnvel haldin ástríðu sem oft kemur okkur áfram í það að verða atvinnumenn í þessu fagi. Við þurfum öll að hafa metnað til að bera gagnvart hverju því verkefni sem við störfum að. Það á ekki að skipta máli um hvernig sýningu er að ræða, ef allir leggjast á eitt með að gera sitt besta gerast oftast kraftaverk. – gera áhugaleikfélögin nægilegar listrænar kröfur til leikstjóranna? Áhugaleikfélögin í landinu eru fjölmörg, gerólík og byggja á mismunandi grunni, reynslu og hefða í hverju leikfélagi fyrir sig. Því er ekki alltaf réttmætt að bera saman verkefnaval á milli félaganna. Það er ekki það...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert