Þegar allt er komið í kring – kíkt á sjö gömul tilhlökkunarefni
Í haust birti ég lítinn lista, sem má lesa hér, yfir viðburði sem ég hlakkaði til á leikárinu sem í hönd fór. Um miðjan vetur fór ég yfir fjögur tilhlökkunarefnanna og sagði kost og löst á afrakstrinum. Þá úttekt má lesa hér. Nú er leikárinu að ljúka og tími til kominn að kveða upp úr um afganginn. Nýja sviðið í Borgarleikhúsinu Óhætt er að segja að tilhlökkunin með veldi Benedikts Erlingssonar á nýja sviðinu hafi breyst í einbera ánægju. Eftir stórskemmtilega Godot-sýningu haustsins, þar sem nefndur Benedikt fór með annað aðalhlutverkanna, tóku við tvö verkefni undir leikstjórn hans. Myndaður var leikhópur sem vann að báðum sýningunum og það er skemmst frá því að segja að bæði Fyrst er að fæðast og And Björk, of course… verða að teljast til hápunktana í leikhúslífi vetrarins. Hér fóru saman spennandi verk, samhentur leikhópur og áræðin og frumleg listræn forysta. Vonandi verður framhald á þessu í haust. Bravó Benni! Veislan Sýningin sú hefur svo sannarlega verið umtöluð, bæði fyrir sakir áhrifamáttar og annars, en listakskáldinu hefur illu heilli ekki tekist að krækja sér í miða. Óvæntir bólfélagar Það virðist ljóst að uppfærsla Hlínar Agnarsdóttur á Viktoríu og Georg frestast til hausts eins og títt er um sýningar á minni sviðum Þjóðleikhússins. Boðorðin 9 fóru hinsvegar á svið Í Borgarleikhúsinu. Sviðsetningin var flott, en heldur þótti mér verkið í lakari kantinum í höfundaverki Ólafs, og bætti...
Read More