Author: lensherra

Hvunndagshetja í Kópavogi

Leikfélag Kópavogs frumsýndi í Hjáleigunni um sl. helgi leikverk, sem hlotið hefur nafnið „Allra kvikinda líki“ og er unnin af leikstjórum og leikhóp upp úr breska teiknimyndablaðinu VIZ. Fulltrúi leiklistarvefsins var á staðnum. Leikfélag Kópavogs Allra kvikinda líki, unnið upp úr teiknimyndablaðinu VizLeikstjórn: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson og Hrund ÓlafsdóttirSýnt í HjáleigunniLeikfélag Kópavogs frumsýndi í Hjáleigunni um sl. helgi leikverk, sem hlotið hefur nafnið „Allra kvikinda líki“ og er unnin af leikstjórum og leikhóp upp úr breska teiknimyndablaðinu VIZ. Segir þar frá mjög svo sérkennilegum ævintýrum Jóa nokkurs sem býr á bóndabæ hjá Möggu frænku sinni ásamt hundinum Júdasi. Sýning...

Read More

Undan ægivaldi ömmu

Ný íslensk leiksýning, Dauð og jarðarber, sem að sögn aðstandenda er grínharmleikur, var á fjölunum í Gúttó í Hafnarfirði í gær. Leiklistarvefurinn átti auðvitað mann á staðnum. Félag flónaDauði og jarðarber Sýnt í Gúttó í HafnarfirðiLeikstjórn: Ágústa Skúladóttir   Grínharmleikurinn Dauði og jarðarber var sýndur almenningi í fyrsta sinn á laugardag. Sýningin fjallar um tvo bræður sem lifað hafa í í skugga ömmu sinnar sem er stjórnsöm í meira lagi. Þegar hún óvænt geispar golunni breytist líf þeirra svo um munar og bræðurnir þurfa að fara taka ákvarðanir um eigið líf sem reynist þeim ekki auðvelt. Dauði og jarðarber...

Read More

Kontrabassinn

Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir um þessar mundir einleikinn Kontrabassann eftir Patrick Süskind í þýðingu Hafliða Arngrímssonar og Kjartans Óskarssonar í leikstjórn Gunnars B. Gunnarssonar. Greinarhöfundur tók hús á þeim Gunnari B. Guðmundssyni leikstjóra og Halldóri Magnússyni stórleikara eitt síðkvöld í nýliðinni viku þar sem þeir voru við æfingar á Kontrabassanum eftir Patrick Süskind sem Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi síðastliðinn laugardag. Þeir fengust með lagni til þess að setjast niður og svara nokkrum spurningum yfir kaffibolla. Mín fyrsta spurning er hvað hefði komið til að þeir völdu að setja upp Kontrabassann. Gunnar er fljótur til svars enda ræðinn með afbrigðum. „Tja, Tolli kom nú eiginlega fyrst til mín með hugmyndina og spurði hvort ég hefði áhuga. Hann hafði gengið með þetta í maganum í dálítinn tíma. Þetta var búið að vera draumur hjá mér í mörg ár svo hann kom þægilega aftan að mér með þetta. Ég er mikill aðdáandi Suskind, hef lesið öll verkin hans, sem reyndar er frekar auðvelt því verkin eru nú heldur fá“.  Svo glotta þeir báðir í kampinn. En hvað skyldi það hafa verið í verkum Suskind sem höfðaði til þeirra? Jú, þau fjalla öll um einmanaleika, vonir og þrár. Nú er sem undirritaður heyri í kátu fjallastelpunum í dömubinda auglýsingunum koma valhoppandi hönd í hönd yfir engjarnar. „Þetta eru allt helvítis aumingjar, vælukjóar og kellingar“. Það er bassaleikarinn sjálfur sem rífur plötuna af fóninum og rekur...

Read More

Leikdómar á vefnum

Þorgeir Tryggvason sem er leiklistaráhugamönnum að góðu kunnur, hefur starfað sem leiklistargagnrýandi á Morgunblaðinu síðan árið 2000. Hann hefur nú gert alla sína leikdóma á umræddu tímabili aðgengilega á vef sem hann nefnir Úr glerhúsinu. Einnig má í því sambandi benda á að hægt er nálgast leikdóma sem birst hafa á Leiklistarvefnum...

Read More

Fyrri vefir vikunnar

Vefur vikunnarHugleikur í Reykjavík fagnaði 20 ára afmæli þann 24. apríl og opnaði af því tilefni nýjan vef félagsins. Þar er að finna hafsjó af upplýsingum um starfsemi félagsins frá upphafi og þá einstaklinga sem að því hafa komið ásamt söngtextum úr leikritum og ýmislegt fleira. Sjón er sögu ríkari. Vefur vikunnar – Leiklistarnám á vefnum Vefur vikunnar býður nám í leiklist á vefnum. Í námsskránni kennir ýmissa grasa. Lítið á hana hér. Vefur vikunnarHotReview er bandarískur vefur helgaður leiklistargagnrýni og -umfjöllun. Þó hann sé nokkuð New-York-sentrískur er samt ýmislegt skarplegt skrifað þarna um ný leikrit, nýjar uppfærslur eldri verka og annað sem áhugamenn um leikhús nenna einir að lesa. Sjá vefinn hér.Vefur vikunnar – Playback TheatrePlayback Theatre er nokkurskonar félagssálfræðilegt leikhús sem gengur í stuttu máli út á að leiknir eru atburðir úr lífi áhorfenda. Fyrirbrigðið er lítt þekkt hérlendis en þeir sem vilja fræðast meira um það geta litið á vefinn International Playback Theatre Network. Vefur vikunnarÍ tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á Ríkarði III eftir Shakespeare er vefur vikunnar helgaður þessum umdeilda kóngi. Eða nánar tiltekið félagsskap sem hefur það að markmiði að endurreisa mannorð hans, sem verk Shakespeares hefur átt stærstan þátt í að sverta síðastliðin fjögur hundruð ár. Vefur félagsins er efnisríkur mjög og þar er saga Rósastríðanna og Ríkarðs Plantagenet, hertoga af Glostri, rakin og leiðrétt. Lesið og sannfæristVefur vikunnar The Playwright’s Cooperative er félagsskapur leikskálda sem bjóða...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert