Author: lensherra

Metsölulisti Bandalagsins, fyrri hluti – mest seldu leikritin 2002

Það er viðurkennd staðreynd að það borgar sig ekki (þ.e. fjárhagslega) að gefa út leikrit á Íslandi og þess vegna eru leikrit almennt ekki gefin út á prenti. En örvæntu eigi leikhúsáhugamaður, til eru ráð, því eins og flestir þeir sem heimsækja Leiklistarvefinn vita, á Bandalag íslenskra leikfélaga heimsins stærsta safn leikrita á íslenskri tungu. Þar er að finna bróðurpart þeirra leikrita sem leikin hafa verið hérlendis frá upphafi leiklistar og hingað leita flestir sem vantar af einhverjum ástæðum leikrit. Bandalagið selur hverjum sem kaupa vill handrit og það er því áhugavert að skoða hvaða leikrit og hvaða höfundar eru vinsælust hjá íslenskum leikritakaupendum. Undirritaður yfirritari skrifstofu Bandalagsins fór í saumana á þessum málum og tók saman lista yfir metsöluleikrit og metsöluhöfunda ársins 2002. Hér í fyrri hluta þessarar úttekar er gert grein fyrir vinælustu leikritunum en síðar verða höfundum gerð skil. Rannsóknarvinna fyrir úttektina var hæfilega vísindaleg, stuðst var við sölunótur þar sem næstum alltaf er tilgreint hvaða leikrit voru keypt. Þau örfáu tilfelli þar sem gleymst hefur að geta nafns leikrits ættu ekki að skekkja niðurstöðurnar að neinu marki. Tekið skal fram að þegar keypt voru fleiri en eitt eintak af verki í einu (eins og t.d. þegar leikfélög láta skrifstofuna ljósrita fyrir sig sýningarhandrit) er það aðeins talið sem eitt „hitt“. Í leikritasafninu voru þegar þetta er ritað 2341 titlar, allt frá einni blaðsíðu og upp...

Read More

Topp 10 listar Þorgeirs Tryggvasonar

Hér er að finna hina bráðskemmtilegu topp 10 (og 5) lista Þorgeirs Tryggvasonar. Nú árið er hálfnað 10 tilhlökkunar efni 2002-03 2001-02 eftir á að hyggja Gömul tilhlökkunarefni 10 tilhlökkunarefni 2001-02 Tíu eftirminnileg kvöld Fimm ergelsi Eftir á að hyggja 10 einþáttungar 10...

Read More

Nú árið er hálfnað,

leikárið altsvo. Í haust gerði ég tilhökkunarlista um leikárið í atvinnuleikhúsunum og nú er rétt að fara yfir hann. Hvað stóð undir væntingum, hvað klikkaði og af hverju missti ég? Og eru einhverjir óvæntir hápunktar sem ekki komust á listann í haust en glöddu geðið samt?   Rakstur Þjóðleikhúsleikárið Nú hafa duttlungar örlaganna hagað því svo að flest það mest spennandi á efnisskrá Þjóðleikhússins á eftir að birtast. Þau tvö íslensku leikrit sem frumsýnd hafa verið voru bæði eftirlegukindur af fyrri leikárum. Viktoríu og Georg tókst mér að missa af, en hef heyrt að það hafi verið býsna gott. Rakstur er ekki leiðinlegt, og fyrir hugleikara eins og mig, sem hafa lúmskt gaman af klunnalegum flækjum og melódramatísku efni, er það prýðis skemmtun þó það sé annkanalegt sem boðberi "nýrrar stefnu" í verkefnavali hússins. En við bíðum spennt eftir þeim Kjartani, Sigríði Margréti, Hávari og Bjarna.   Sölumaðurinn Ekki get ég sagt að uppfærsla Leikfélags Reykjavíkur hafi hrifið mig. Mér fannst hún of upptekin af því að koma boðskap verksins til skila í stað þess að vera innlifuð mynd af persónunum og vandræðum þeirra. Hún minnti mig á setningu sem höfð er eftir höfundinum, væntanlega meint sem ráðlegging til leikara í verkum hans: Just play the text, not what it reminds you of.   Grettir og Rakarinn Missti af báðum. Skamm, skamm! Íslenskt Það skemmtilegasta af nýju íslensku sem...

Read More

Topp tíu tilhlökkunarefni í atvinnuleikhúsinu í vetur

Nýja stefnan í Þjóðleikhúsinu Hin hefðbundna “blandípokastefna” sem Þjóðleikhúsið hefur fylgt af menningarlegri skyldurækni frá öndverðu fær kærkomið frí í ár og leikárið er byggt upp af nýjum íslenskum og (mis) nýlegum erlendum verkum. Ekkert eitt verk vekur áhuga umfram annað, og ég hefði heldur kosið að sjá nýjasta verk MacDonaghs, The Lieutenant of Inishmore heldur en hinn öllu slappari halta Billa, sem Húsvíkingar gerðu aukinheldur ágæt skil fyrir nokkrum árum, En hvað um það – stefna hússins er skýr og áhugaverð. Vilhjálmur snýr aftur Síðasta leikár var Shakespeare-frítt (ef við gleymum Títusi og mér finnst við eigum að gera það). Nú verður hins vegar boðið upp á a.m.k þrjár uppfærslur og hafa þær allar eitthvað áhugavert við sig. Rómeó og Júlía í Borgarleikhúsinu verður í nýrri þýðingu Hallgríms Helgasonar, Vetrarævintýri er í flutningi Nýjasviðshóps Benna Erlings, sem hefur ekki klikkað enn, og Hamlet er…. jú alltaf Hamlet. Kannski verða þær allar klúður, annað eins hefur nú gerst í stormasömu sambandi íslensks leikhúss við kallinn. Ég ætla samt ekki að missa af neinni þeirra. Peter Enquist Hinn sænski íslandsmeistari í Godotsýningafjölda, maðurinn á bak við Ormstungu og Lofthrædda örninn snýr aftur! Enn er ekki opinbert hvað hann mun setja á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur en mér er slétt sama, þetta er mest spennandi leikstjóri sem sviðsetur verk á Íslandi á næsta leikárinu og hananú! Sölumaður deyr Eitt af fimm...

Read More

Leiksýningar ársins

Jæja, nú er vetur úr bæ (sjöníuþrettán!), frumsýningum allt að því lokið að sinni og tími til að blása úr nös og líta yfir farinn veg. Einhvernveginn er mér orðið tamt að hugsa í listaformi og því ákvað ég að setja saman einn slíkan um þær sýningar sem orkuðu sterkast á mig af þeim sem ég sá í vetur. Hafa ber í huga að auðvitað sá ég ekki nándar nærri allar sýningar sem frumsýndar voru á leikárinu. Eins var ég þátttakandi í tveimur, sem ég held að ekki sé ofsagt að hefðu báðar ratað inn á listann hefði ég setið í salnum en ekki húkt baksviðs eða uppi á priki að freta í fagott og berja xylófóna. Allavega læt ég listann vaða og hvet um leið aðra til að fylgja fordæminu og gera á sinn hátt upp leikárið eins og það horfir við viðkomandi. Sýningunum er raðað í tímaröð eftir því hvenær ég sá þær. Leikfélag Kópavogs: Hinn eini sanni Ég hef séð þessa sakamálaparódíu Toms Stoppards nokkrum sinnum og aldrei séð hana virka fyrr en í Kópavoginum í haust, þó ég hlægi enn upphátt þegar ég les hana, sem ég geri reglulega. Allt veltur á að reyna ekki að búa til "fynd", heldur lifa sig inn í klisjurnar af alefli. Það var gert hér, á öllum sviðum, í leikmynd, gerfum, búningum, leikmunum og síðast en ekki síst í...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed