Author: lensherra

Alþjóðlegi leikhúsdagurinn 27. mars 2005

Alþjóða leikhúsmálastofnunin, ITI,  hefur jafnan fengið virtan leikhúslistamann til að semja ávarp dagsins og það hefur síðan verið þýtt á þjóðtungur aðildarlandanna og birt og flutt þennan dag. Í ár er það franska leikskáldið Ariane Mnouchkine sem er höfundur ávarpsins.   Hjálp ! Leikhús, komdu mér til hjálpar Ég sef. Vektu mig Ég er týndur í myrkrinu, leiddu mig, í það minnsta að kertaloga Ég er löt, láttu mig skammast mín Ég er þreyttur, reistu mig við Mér stendur á sama, lemdu mig Mér stendur enn á sama, hjólaðu í mig Ég er hræddur, hughreystu mig Ég er fáfróð, menntaðu mig Ég er skepna, gerðu mig að manneskju Ég er tilgerðarlegur, komdu mér til að veltast úr hlátri Ég er kaldhæðin, sláðu mig út af laginu Ég er heimskur, breyttu mér Ég er illgjörn, refsaðu mér Ég er ráðríkur og grimmur, berstu gegn mér Ég er smámunasöm, gerðu grín að mér Ég er ókurteis, viltu ala mig upp Ég er mállaus, leystu mig Mig dreymir ekki lengur, segðu mér að ég sé aumingi eða fáviti Ég hef gleymt, helltu Minningunni yfir mig Mér finnst ég gömul og þreytt, láttu Barndóminn vakna Ég er þungur, gefðu mér Tónlistina Ég er leið, náðu í Gleðina Ég er heyrnarlaus, láttu Þjáninguna öskra í óveðrinu Ég er stressaður, láttu Viskuna vitja mín Ég er veik, kveiktu Vináttu Ég er blindur, kallaðu til öll Ljósin...

Read More

Hugleikur og Grace prinsessa

Hugleikur er á leið á alþjóðlega leiklistarhátíð í Mónakó með sýningu sína Undir Hamrinum, sem reyndar heitir Country Matters í þessari styttu ferðaútgáfu. Leiklistarhátíðin í Mónakó er á vegum alþjóða áhugaleikhússambandsins AITA/IATA og hefur verið haldin á fjögurra ára fresti síðastliðin fimmtíu ár eða þar um bil.  Segja má að hátíðin sé nokkurskonar óformlegur hápunktur á alþjóðasamstarfi áhugaleikhússfólks, en þangað er boðið sýningum frá öllum heimshornum sem þykja framúrskarand á sínu svæði. Það er því mikill heiður fyrir Hugleik að hafa fengið boð um að sýna á hátíðinni, en einungis einu sinni áður hefur íslenskt leikfélag tekið þátt í henni, Leikfélag Hafnarfjarðar fyrir tuttugu árum. Alls verða tuttugu og fjórar sýningar á hátíðinni að þessu sinni. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar. Undir Hamrinum, eða Country Matters, eins og hópurinn kýs að kalla sýninguna á erlendri grund, er eftir Hildi Þórðardóttur en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Sýningin er í grunninn einföld og klassísk saga úr íslenskri sveit um fjölskylduleyndarmál og ástir í meinum en efnistökin í þeim litríka ólíkindastíl sem einkennir bæði verk Hugleiks og leikstjórans. Country Matters var fulltrúi Íslands á hátíð NEATA, Norður-Evrópska leiklistarsambandsins, í Eistlandi í fyrra og í framhaldinu var félagið hvatt til að bjóða sýninguna fram sem einn fulltrúa svæðisins á alþjóðahátíðinni. Hugleikur mun sýna sýninguna tvisvar sinnum í hinu glæsilega Princess Grace leikhúsi. Auk þess verður Ágústa ein af...

Read More

Athyglisverðasta áhugaleiksýning

 Fulltrúi dómnefndar Þjóðleikhússins kom á aðalfund Bandalags ísl. leikfélaga þann 7. maí og tilkynnti niðurstöðu dómnefndar. Það var Stúdentaleikhúsið í Reykjavík með sýninguna Þú veist hvernig þetta er sem varð hlutskarpast og óskar Leiklistarvefurinn félaginu innilega til hamingju.     Val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú farið fram tólfta leikárið í röð. Tólf leikfélög sóttu eftir að koma til greina við valið með alls fjórtán sýningar. Dómnefnd Þjóðleikhússins í ár var skipuð Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra, Hlín Agnarsdóttur, leiklistarráðunauti Þjóðleikhússins og Þórhalli Sigurðssyni leikara og leikstjóra við Þjóðleikhúsið. Eftirtalin leikfélög sóttu um með þessar sýningar: Stúdentaleikhúsið með Þú veist hvernig þetta er eftir hópinn og leikstjórann Jón Pál Eyjólfsson Ungmennafélagið Íslendingur með Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason í leikstjórn Björns Gunnlaugssonar Leikfélag Mosfellssveitar með Peysufatadaginn eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Arnar Árnasonar Leikfélag Kópavogs og Hugleikur með Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur Skagaleikflokkurinn með Járnhausinn eftir þá bræður Jón Múla og Jónas Árnason í leikstjórn Helgu Brögu Jónsdóttur Leikfélag Selfoss með Náttúran kallar sem var spunnin af hópnum í leikstjórn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur Hugleikur með Patataz eftir Björn Sigurjónsson í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar Leikfélag Mosfellssveitar með Ævintýrabókina eftir og í leikstjórn Péturs Eggerz Leikfélagið Grímnir með Fiðlarann á þakinu eftir Joseph Stein og Jerry Bock í leikstjórn Ingunnar Jensdóttur Leikfélag Vestmannaeyja með Makalausa sambúð eftir Neil Simon í leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar Leikfélag...

Read More

„Aðeins til tvenns konar leiklist – góð og slæm“

Íslenskt áhugaleikhús fær hrós Í Morgunblaðinu 12. júlí síðastliðinn er viðtal við Danute Vaigauskaite sem var sérstakur heiðursgestur leiklistarhátíðarinna Leikum núna! Hún tjáir þar m.a. skoðun sína á íslensku áhugaleikhúsi sem hún segir að sé "… einstaklega gott og í háum gæðaflokki". Á leiklistarhátíðinni Leikum núna! sem fram fór á Akureyri í liðnum mánuði var sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, forseti NEATA*, Danute Vaigauskaite en hún starfar jafnframt sem forseti leikstjórnardeildar Háskólans í Klaipeda. Í Morgunblaðinu í dag, mánudag 4. júlí er viðtal sem Silja Björk Huldudóttir tók við hana meðan á hátíðinni stóð. Danute lýsir þar m.a. hrifningu sinni á íslensku áhugaleikhúsi: „Áður en ég kom hingað til lands hafði ég séð þrjár ólíkar uppfærslur Hugleiks og eina uppfærslu Leikfélags Kópavogs á alþjóðlegum leiklistarhátíðum erlendis, og litist afar vel á enda um að ræða sýningar í mjög háum gæðaflokki og fagmannlega unnar, bæði m.t.t. leiks og leikstjórnar. Eftir að hafa séð þessar fjórar uppfærslur lék mér eðlilega forvitni á að vita hvort allt áhugaleikhús hérlendis væri í sama gæðaflokki." Danute heldur síðan áfram: „Núna undir lok hátíðarinnar get ég sannarlega fulllyrt að íslenskt áhugaleikhús er einstaklega gott og í háum gæðaflokki. Greinilegt er að metnaður manna er mikill, afstaðan í vinnubrögðum er afar fagmannleg […]. Miðað við hvað áhugaleikhús ykkar er gott og á háu plani á ég erfitt með að ímynda mér að atvinnuleikhús ykkar geti verið betra!“ Danute...

Read More

Dauði og jarðarber

Félag Flóna frumsýndi grínharmleikinn Dauða og jarðarber  laugardaginn 11.  júní  í Gúttó í Hafnarfirði.  Sýningin er farandsýning sem ætlunin er að ferðast með um landið í sumar.   Leikhópurinn Félag flóna. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Gunnar B. Guðmundsson, Snorri Engilbertsson Höfundar; Ágústa Skúladóttir, Björn Thorarensen, Gunnar B. Guðmundsson, Snorri Engilbertsson Félag flóna ferðast um landið með grínharmleikinn Dauði og jarðaber.  Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman). Leikritið er besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.  Sýningin er um ein klukkustund.   Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert