Metsölulisti Bandalagsins, fyrri hluti – mest seldu leikritin 2002
Það er viðurkennd staðreynd að það borgar sig ekki (þ.e. fjárhagslega) að gefa út leikrit á Íslandi og þess vegna eru leikrit almennt ekki gefin út á prenti. En örvæntu eigi leikhúsáhugamaður, til eru ráð, því eins og flestir þeir sem heimsækja Leiklistarvefinn vita, á Bandalag íslenskra leikfélaga heimsins stærsta safn leikrita á íslenskri tungu. Þar er að finna bróðurpart þeirra leikrita sem leikin hafa verið hérlendis frá upphafi leiklistar og hingað leita flestir sem vantar af einhverjum ástæðum leikrit. Bandalagið selur hverjum sem kaupa vill handrit og það er því áhugavert að skoða hvaða leikrit og hvaða höfundar eru vinsælust hjá íslenskum leikritakaupendum. Undirritaður yfirritari skrifstofu Bandalagsins fór í saumana á þessum málum og tók saman lista yfir metsöluleikrit og metsöluhöfunda ársins 2002. Hér í fyrri hluta þessarar úttekar er gert grein fyrir vinælustu leikritunum en síðar verða höfundum gerð skil. Rannsóknarvinna fyrir úttektina var hæfilega vísindaleg, stuðst var við sölunótur þar sem næstum alltaf er tilgreint hvaða leikrit voru keypt. Þau örfáu tilfelli þar sem gleymst hefur að geta nafns leikrits ættu ekki að skekkja niðurstöðurnar að neinu marki. Tekið skal fram að þegar keypt voru fleiri en eitt eintak af verki í einu (eins og t.d. þegar leikfélög láta skrifstofuna ljósrita fyrir sig sýningarhandrit) er það aðeins talið sem eitt „hitt“. Í leikritasafninu voru þegar þetta er ritað 2341 titlar, allt frá einni blaðsíðu og upp...
Read More