NEATA hátíð í Eistlandi
Hugleikur sýndi nýverið leikritið "Undir hamrinum" á leiklistarhátíð NEATA í bænum Viljandi í Eistlandi. Einnig voru með í för nokkrir stjórnarmenn BÍL sem sátu aðalfund NEATA og kynntu sér framkvæmd hátíðarinnar. Mánudagur 2. ágúst 4:00 – 14:30Fall er fararheillAð misstíga sig í fyrsta skrefi þarf ekki að þýða að maður komist ekki á áfangastað. Vegabréf týndust, bíllyklar læstust inni í bílum og fólk svaf yfir sig en Hugleikarar og viðhengi komust samt til Kastrupflugvallar á tilsettum tíma og enginn sár til langframa. Ferðinni er heitið til Eistlands á 3. NEATA leiklistarhátíðina en þangað er stefnt norrænum og baltneskum leiklistarhópum og jafnvel einhverjum fleirum. Fulltrúi Íslands á hátíðinni er Leikfélagið Hugleikur sem ætlar að sýna leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur. Eins og við var að búast var nokkur spenna og eftirvænting í hópnum sem mætti á Umferðamiðstöðina klukkan 4.30 í morgun og steig þar upp í rútu. Ferðin í faðm Leifs Eiríkssonar var tíðindalítil og eftir tilheyrandi innkaup og "screwdriverdrykkju" til heiðurs erkigaflaranum Gunnari Birni ver haldið í loftið með Snorra Þorfinnssyni. Flugið var tíðindalítið og Kastrup heilsaði með blíðviðri og dönskum almennilegheitum. Þar uppgötvaðist "hotspot" eða heitur reitur eins og það kallast á íslensku. Það er fyrir óinnvígða svæði þar sem hægt er að komast í þráðlaust samband við hið stóra Internet. Það þótti sjálfsagt að nýta heita reitinn til að koma fyrstu fréttum af frægðarför Hugeikara heim...
Read More