Author: lensherra

NEATA hátíð í Eistlandi

Hugleikur sýndi nýverið leikritið "Undir hamrinum" á leiklistarhátíð NEATA í bænum Viljandi í Eistlandi. Einnig voru með í för nokkrir stjórnarmenn BÍL sem sátu aðalfund NEATA og kynntu sér framkvæmd hátíðarinnar. Mánudagur 2. ágúst 4:00 – 14:30Fall er fararheillAð misstíga sig í fyrsta skrefi þarf ekki að þýða að maður komist ekki á áfangastað. Vegabréf týndust, bíllyklar læstust inni í bílum og fólk svaf yfir sig en Hugleikarar og viðhengi komust samt til Kastrupflugvallar á tilsettum tíma og enginn sár til langframa. Ferðinni er heitið til Eistlands á 3. NEATA leiklistarhátíðina en þangað er stefnt norrænum og baltneskum leiklistarhópum og jafnvel einhverjum fleirum. Fulltrúi Íslands á hátíðinni er Leikfélagið Hugleikur sem ætlar að sýna leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur. Eins og við var að búast var nokkur spenna og eftirvænting í hópnum sem mætti á Umferðamiðstöðina klukkan 4.30 í morgun og steig þar upp í rútu. Ferðin í faðm Leifs Eiríkssonar var tíðindalítil og eftir tilheyrandi innkaup og "screwdriverdrykkju" til heiðurs erkigaflaranum Gunnari Birni ver haldið í loftið með Snorra Þorfinnssyni. Flugið var tíðindalítið og Kastrup heilsaði með blíðviðri og dönskum almennilegheitum. Þar uppgötvaðist "hotspot" eða heitur reitur eins og það kallast á íslensku. Það er fyrir óinnvígða svæði þar sem hægt er að komast í þráðlaust samband við hið stóra Internet. Það þótti sjálfsagt að nýta heita reitinn til að koma fyrstu fréttum af frægðarför Hugeikara heim...

Read More

Afmælissýning í Loftkastalanum

Loftkastalinn fagnar 10 ára afmæli sínu næstkomandi föstudag, þann 12. ágúst. Það var í ágúst 1995 sem starfsemi leikhússins hófst eftir að vélsmiðjunni í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg hafði verið breytt í hefðbundið leikhús með sætum fyrir 400 áhorfendur. Nú tíu árum síðar er Loftkastalinn enn stærsta einkarekna leikhúsið. Fyrsta verkefni Loftkastalans var söngleikurinn Rocky Horror í leikstjórn Baltasars Kormáks sem sýndur var yfir 60 sinnum á fyrsta leikárinu. Um 500 þúsund gestir hafa síðan lagt leið sína á fjölmarga viðburði í húsinu bæði leiksýningar og tónleika. Oftar en ekki hafa sýningar Loftkastalans verið með þeim vinsælustu ár hvert. Á sérstakri afmælissýningu á Tónleiknum BÍTL á föstudaginn verður 500 þúsundasti áhorfandinn verðlaunaður sérstaklega. Gríðargóð aðsókn hefur verið að þeim sýningum sem sýndar hafa verið í Loftkastalanum á þessu ári. Á fyrstu þremur mánuðum ársins komu um 15.000 áhorfendur í leikhúsið sem er metaðsókn. Yfir 60 viðburðir voru í húsinu á þessum tíma. Ef sýningar frá öllu leikárinu, frá hausti 2004 fram á sumar 2005 eru taldar með lætur nærri að um 30.000 manns hafi sótt viðburði í húsinu sem alls er þá orðnir yfir 100 talsins á leikárinu öllu. Sýningum lauk í janúar á einni vinsælustu leiksýningu ársins 2004, Eldað með Elvis, en þá hafði sýningin verið á fjölunum í eitt ár og yfir 10.000 manns séð hana. Auk þess var sýningin færð upp á Akureyri og þar sáu...

Read More

Keðjuleikrit á Vefnum

Keðjuleikrit breska Þjóðleikhússins verður sífellt skrítnara og skemmtilegra. Fylgist með daglega á http://www.nationaltheatre.org.uk/nt25/chainplay/ og svo er hægt að taka þátt í vangaveltum um stykkið og höfundana...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert