Erindi Vigdísar Jakobsdóttur á málþinginu Leikstjórn í áhugaleikhúsi 29.9.2001
Komið þið sæl. Áhugaleiklistin er frjór jarðvegur. Jarðvegur sem svo mörg okkar sem kosið hafa að gera leiklistina að ævistarfi eru sprottin úr. Ég á áhugahreyfingunni og Litla leikklúbbnum á Ísafirði ótrúlega margt að þakka.Þar kynntist ég maka mínum, þar eignaðist ég marga af mínum bestu vinum, þar kviknaði áhuginn á listinni og það varð aftur til þess að ég fór í háskólanám í leikstjórn og gerði hana að ævistarfi mínu. Þegar ég kom heim úr námi frá Bretlandi tók áhugahreyfingin mér opnum örmum og varð minn fyrsti vinnuveitandi. Þar fékk ég tækifæri, og hef fengið tækifæri, sem ég hef ekki fengið annarsstaðar. Ég lít í raun þannig á að ég standi í nokkurri skuld við áhugahreyfinguna og vil henni allt hið besta. Ég lít líka á áhugahreyfinguna sem framtíðarstarfsvettvang fyrir mig, samhliða störfum í atvinnuleikhúsi. Sérstaða íslensks áhugaleikhúss hefur einmitt í gegnum tíðina falist í þessum nánu tengslum við atvinnumennskuna. Í öðrum löndum myndi áhugleiklistin hér teljast „semi-professional" en ekki „amateur", og fyrir vikið er standardinn á íslenskri áhugaleiklist hærri en víðast annars staðar. „Við spilum ekki í sömu deild“, eins og Toggi orðaði það hér áðan. Eitt af því sem hefur aðeins verið rætt innan Leikstjórafélagsins er sú stefna sem hefur borið á undanfarinn áratug eða svo, að áhugafólkið sjálft sjái um leikstjórn sinna verkefna. Eftir mjög lauslega könnun á verkefnum síðustu ára, þá sýnist mér að...
Read More