Álagabærinn á Reyðarfirði
Laugardaginn 6. nóvember síðastliðinn frumsýndi Leikfélag Reyðarfjarðar leikritið Álagabærinn eftir Ármann Guðmundsson. Leikritið gengur mikið út á stutt atriði, mörg með söng. Þetta gerði það að verkum að mér fannst ég á stundum vera að horfa á þorrablót og varð eitthvað hvumpinn á tímabili. Eftir sýninguna sá ég svo í leikskrá að Ármann Guðmundsson segir í stuttum pistli „…að þegar verkið fór að taka á sig mynd, var það í hálfgerðum þorrablótsstíl. Áherslan er lögð á skemmtigildið en þættir eins og sagnfræðilegt heimildargildi og fagurfræðileg uppbygging voru látnir mæta afgangi.“ Á margan hátt er þetta afskaplega raunsönn lýsing á þessari sýningu. Þarna eru farsakennd atriði með tilheyrandi hlaupum, ýktar persónur og svipbrigði í stíl við það. Kannski er það einmitt grunnhugsunin á bak við þetta verk, einhverskonar ýkjugrín. Mér finnst það sosum allt í lagi, einmitt á þorrablóti, en kannski ekki viðeigandi á leiksviði. Leikarar stóðu sig þó vel í þessu verki, pössuðu inn í þennan söguþráð og voru á sinn hátt passlega klisjulegir. Grósserinn Þjóðólfur var skemmtilegur og söng einna best af þeim sem voru í þessum hluta sýningarinnar. Kengbeinn, bæjarstjóri, var vandræðalegur eins og hann hefur átt að vera í meðförum Gunnars Theodórs Gunnarssonar. Elías Geir og Fjóla Sverrisdóttir voru fín sem fólkið sem bíður og bíður og reynir svo að smella sér á auðfenginn skyndigróða með viðeigandi afleiðingum. Gunnar Ragnar Jónsson var mælingamaðurinn Styrmir Álsson og...
Read More