Starfsárið kynnt hjá Þjóðleikhúsinu
Á annan tug frumsýninga verða í Þjóðleikhúsinu í vetur, nýtt leikrými – Kassinn – verður tekið í notkun, Leikhúskjallarinn rís úr öskustónni, gamla hæstaréttarhúsið að Lindargötu 3 fær nýtt hlutverk… það leika ferskir vindar um Þjóðleikhúsið í vetur. Stóra sviðið Það verða fimm ólík og metnaðarfull verk á Stóra sviðinu í vetur. Fyrsta frumsýning vetrarins er nýtt verk eftir Ólaf Hauk Símonarson, Halldór í Hollywood sem byggir á Ameríkuárum Halldórs Laxness 1927-1929. Með hlutverk Nóbelskáldsins fer Atli Rafn Sigurðarson en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Jólafrumsýningin er hinn forboðni ávöxtur leikhúsjöfranna Bertolts Brecht og Kurts Weill, Túskildingsóperan, sem fyrst var frumsýnd í Berlín 1928. Leikstjóri er Stefán Jónsson sem kemur nú til starfa í Þjóðleikhúsinu sem leikstjóri. Meðal leikenda eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Egill Ólafsson, Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson. 9. febrúar verður Virkjunin eftir Nóbelsverðlaunahafann Elfriede Jelinek frumsýnd en þar segir frá mestu virkjunarframkvæmdum í sögu Austurríkis. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en leikgerð er í höndum Maríu Kristjánsdóttur. Þýðandi er Hafliði Arngrímsson. Átta konur og einn karlmaður munu hertaka sviðið 30. mars í glæpsamlegum gamanleik með söngvum. Átta glæsilegar leik- og söngkonur og hinn frábæri látbragðsleikari Kristján Ingimarsson fara á kostum í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman og aðlögun Sævars Sigurgeirssonar með fönkuðum rythma Samúels J. Samúelssonar í Jagúar. Christoph Schlingensief, "enfant terrible" í þýsku leiklistar- og menningarlífi, snýr aftur til Íslands og frumsýnir...
Read More