Author: lensherra

Starfsárið kynnt hjá Þjóðleikhúsinu

Á annan tug frumsýninga verða í Þjóðleikhúsinu í vetur, nýtt leikrými –  Kassinn – verður tekið í notkun, Leikhúskjallarinn rís úr öskustónni, gamla hæstaréttarhúsið að Lindargötu 3 fær nýtt hlutverk… það leika ferskir vindar um Þjóðleikhúsið í vetur. Stóra sviðið Það verða fimm ólík og metnaðarfull verk á Stóra sviðinu í vetur. Fyrsta frumsýning vetrarins er nýtt verk eftir Ólaf Hauk Símonarson, Halldór í Hollywood sem byggir á Ameríkuárum Halldórs Laxness 1927-1929. Með hlutverk Nóbelskáldsins fer Atli Rafn Sigurðarson en leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Jólafrumsýningin er hinn forboðni ávöxtur leikhúsjöfranna Bertolts Brecht og Kurts Weill, Túskildingsóperan, sem fyrst var frumsýnd í Berlín 1928. Leikstjóri er Stefán Jónsson sem kemur nú til starfa í Þjóðleikhúsinu sem leikstjóri. Meðal leikenda eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Egill Ólafsson, Brynhildur Guðjónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson. 9. febrúar verður Virkjunin eftir Nóbelsverðlaunahafann Elfriede Jelinek frumsýnd en þar segir frá mestu virkjunarframkvæmdum í sögu Austurríkis. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir en leikgerð er í höndum Maríu Kristjánsdóttur. Þýðandi er Hafliði Arngrímsson. Átta konur og einn karlmaður munu hertaka sviðið 30. mars í glæpsamlegum gamanleik með söngvum. Átta glæsilegar leik- og söngkonur og hinn frábæri látbragðsleikari Kristján Ingimarsson fara á kostum í leikstjórn Eddu Heiðrúnar Backman og aðlögun Sævars Sigurgeirssonar með fönkuðum rythma Samúels J. Samúelssonar í Jagúar. Christoph Schlingensief, "enfant terrible" í þýsku leiklistar- og menningarlífi, snýr aftur til Íslands og frumsýnir...

Read More

Leiklistarnámskeið í Sandgerði

Púlsinn ævintýrahús auglýsir 11. vikna leiklistarnámskeið fyrir fullorðna. KREMIÐ – Leiklistarskóli fyrir 20 ára og eldri.Kennarar eru í fremstu röð leikhúsfólks á Íslandi ;Árni Pétur Guðjónsson – Að koma út úr skelinni. Listin að leika.Sigurður Skúlason – Lærðu að flytja mál þitt. Framsögn.Bryndís Ásmundsdóttir – Spuni. Persónusköpun. Listin að leika.Aino Freyja – Líkaminn talar. Dansleikhús.Ágústa Skúladóttir – Að búa til leiksýningu. Sköpun.Viltu vinna með leiklist og þroska hæfileika þína enn frekar?Þá áttu heima í þessum hópi! Þetta er alhliða leiklistarskóli fyrir reynda og óreynda í leiklist. Ýmsir fagaðilar eru fengnir til þjálfa marga þætti í þér, efla þig og styrkja sem leikara og sem manneskju.Mánudagakl. 20:00 – 22:3011. vikna námskeið hefst 12.septemberVerð kr. 30.000Skráning á www.pulsinn.is Púlsinn ævintýrahúsVíkurbraut 11245...

Read More

Heimsmet í leiklist?

Draugasetrið á Stokkseyri sendi nokkra af sínum bestu fulltrúum til að hrella Reykvíkinga á Menningarnótt í boði Tryggingarmiðstöðvarinnar. Þeir fóru hamförum í höfuðborginni og eru líkur jafnvel taldar á að þeir hafi sett heimsmet. Á tveim vikum var stórum hluta af neðstu hæð Morgunblaðshallarinnar gömlu breytt í heimkynni þekktra þjóðsagnapersóna. Þar voru Djákninn á Myrká, Þorgeirsboli, sjódraugur, Mórar og Skottur. Á stærsta sviðinu var leikið örleikritið Uppvakningurinn sem fór að sjálfsögðu fram í kirkjugarði. Kuklari vekur upp draug – draugur skilur ekki íslensku og ræðst á kuklara – kuklari nær að sleppa og sækir prestinn – presturinn neglir drauginn niður aftur með Biblíunni. Tólf fræknir leikarar úr Flóanum fóru með hlutverk drauganna og vissu að ef að aðsóknin að sýningunni yrði stöðug og óslitin frá kl. 13 til kl. 21 þá gætu flestir þeirra ekki náð neinu hléi allan þennan tíma. Og viti menn. Nokkru áður en opnað var myndaðist löng biðröð við innganginn og allan daginn náði svo röðin Aðalstrætið á enda og tók gesti um klukkutíma að komast inn. Við þessar aðstæður var þá aðeins um eitt að ræða: THE SHOW MUST GO ON !! Aðeins Mórarnir og Skotturnar gátu skipst dálítið á og þannig náð að fá sér smá hressingu og kíkja á klósettið. Sjódraugurinn drukknaði og gat því ekki verið að þamba vatn. Þorgeirsboli var í mjög þungri múnderingu og tókst honum þrisvar að hleypa út mesta dampinum svo lítið...

Read More

Allt fyrir andann

ALLT  FYRIR  ANDANN Það mælti mín móðir Að mér skyldi kaupa Fleyg af fegursta víni En lát’eins og leikstjórinn – lítið mig staupa’ En ég stressast svo þegar ég sýni. Og botnlanginn brostinn Og bévítans sárin Í maganum, hvað ég er kvalinn Og gómana gleypti’ En ég gat gegnum tárin Brosað samt út í salinn. Því ég er einskis dóttir, ég er einskis son Ég er ykkar systkin, það er engin von Í heiminum fyrir handan Bandalagið Sem elding leiftri inní mér Mitt annað heimili er hér Er allt fyrir andann Bandalagið. Og víst er að vörðinn Við vandlega...

Read More

Freyvangsleikhúsið

Formaður Jóhanna S.Ingólfsdóttir jsing0411@gmail.com 8673936 Gjaldkeri: Hafþór Önundarson haffionna@gmail.com Sími: 8656990 Ritari: Katrín Ósk Steingrímsdóttir katrinosk87@gmail.com Sími: 8479803 Meðstjórnandi: Aðalbjörg Þórólfsdóttir Sími: adalbjorg1969@gmail.com Vefur Frevangsleikhússins  Félagið starfar í...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert