Leiklistarnámskeið á Ísafirði
Kómedíuleikhúsið stendur fyrir leiklistarnámskeiði í Edinborg á Ísafirði dagana 16. – 18. september. Um er að ræða spunanámskeið þar sem unnið verður með röddina og líkamann. Búnar verða til senur og í lok námskeiðs verður endað með lítilli sýningu. Kennari er Steinunn Knútsdóttir, kennari við Leiklistardeild Listaháskóla Íslands sem hefur getið sér gott orð í leikhúsinu síðastliðin ár meðal annars með leikhóp sínum Lab Loki og víðar. Námskeiðsgjald er 6.500.-kr. og skráning og nánari upplýsingar má fá hjá Kómedíuleikhúsinu í síma: 891 – 7025. Vefur Kómedíuleikhússins á Ísafirði er á ...
Read More