Author: lensherra

Leiklistarnámskeið á Ísafirði

Kómedíuleikhúsið stendur fyrir leiklistarnámskeiði í Edinborg á Ísafirði dagana 16. – 18. september. Um er að ræða spunanámskeið þar sem unnið verður með röddina og líkamann. Búnar verða til senur og í lok námskeiðs verður endað með lítilli sýningu. Kennari er Steinunn Knútsdóttir, kennari við Leiklistardeild Listaháskóla Íslands sem hefur getið sér gott orð í leikhúsinu síðastliðin ár meðal annars með leikhóp sínum Lab Loki og víðar.  Námskeiðsgjald er 6.500.-kr.  og skráning og nánari upplýsingar má fá hjá Kómedíuleikhúsinu í síma:  891 – 7025. Vefur Kómedíuleikhússins á  Ísafirði er á ...

Read More

Pakkið á fjalirnar að nýju

Föstudaginn 9. september verður leikritið Pakkið á móti eftir Henry Adam tekið til sýninga á ný hjá LA. Leikritið verður einungis sýnt í september. Leikritið vakti verðskuldaða athygli þegar það var frumsýnt síðastliðið vor og komust færri að en vildu. Pakkið á móti hlaut hins vegar alveg nýja merkingu eftir hryðjuverkaárásirnar á London 7. júlí s.l. Fréttir af árusunum standa óhugnanlega nærri verkinu og má því lofa væntanlegum áhorfendum nú í september óvenjulegri leikhúsupplifun. Leikritið hefur hvarvetna vakið athygli enda í senn drepfyndið og áleitið.  Líf Nigels er bara déskoti fínt. Hann er svona rólegur gaur sem fær sér jónu og horfir á sjónvarpið. Það er því djöfulli skítt þegar gjörspillt lögga neyðir hann til að leggja gildru fyrir hálfbróður sinn sem er víst eftirlýstur hryðjuverkamaður! Sérstaklega þar sem hann hefur ekki séð bróður sinn í 7 ár – og er slétt sama. Pakkið á móti var frumsýnt hjá LA á síðasta ári og vakti mikla athygli enda er þetta verk sem ekki er hægt að láta sér standa á sama um. Stungið er á ýmsum kýlum og áleitnum spurningum velt upp, en þó umfjöllunarefni verksins sé alvarlegt eru efnistökin drepfyndin. Pakkið á móti stendur skuggalega nærri fréttum af hryðjuverkaárusunum á Bretland nú í sumar. Fréttir líðandi stundar eru oft lygilegri en sagan sem sögð er á sviðinu… Fyrstu sýningar eru föstudaginn 9. september og laugardaginn 10. september. Leikritið...

Read More

Rússarnir koma

Þjóðleikhúsið tekur á móti RAMT-leikhúsinu frá Moskvu dagana 8.-11. september. Leikhúsið setur upp tvær sýningar hér á landi; Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekov og Að eilífu eftir Árna Ibsen. Rossisky Akademicesky Molodezhny Teater – Leikhús æskunnar RAMT-leikhúsið var stofnað árið 1921 af þjóðarlistakonunni Natalíu Sats. Hún var jafnframt listrænn stjórnandi leikhússins á árunum 1921-1937. Á þessum árum hét leikhúsið "Moskvuleikhús barnanna" og var til húsa í gömlu kvikmyndahúsi. Árið 1936 fékk leikhúsið inni í sögufrægri byggingu við Leikhústorgið í Moskvu, til vinstri við Bolsjoij-leikhúsið og til hliðar við vetrarsal "Litla leikhússins" í Moskvu. Þessi bygging hafði þá þegar öðlast sess í lista- og menningarlífi Rússa. Á árunum 1924-1936 starfaði í húsinu leikhússtúdía Listaleikhússins í Moskvu (MXATII) undir stjórn leikarans Mikhails Tsjekov. Sá leikhópur var leystur upp af yfirvöldum og byggingin fengin Moskvuleikhúsi barnanna. Við leikhúsið hafa m.a. starfað heimsfrægir leikstjórar á borð við Efros, Tovstongov og Oleg Efremov en hann hóf starfsferill sinn þar. Frá 1992 hefur leikhúsið verið "Leikhús æskunnar". Þar eru gerðar tilraunir með ný form leikhúslistarinnar en þó undir merkjum hefða og gilda Stanislavskíj-skólans. Efnistökin eru sótt í klassískar heimsbókmenntir, erlendar og innlendar, sem og í samtímaleikrit og sögur. Alexej Borodin, þjóðarlistamaður Rússlands, hefur nú stýrt leikhúsinu í ríflega 20 ár og hefur kjörorð þess verið listræn einlægni og nálægð. Sýningarnar Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekov. Fögur lífsnautnakona og óðalseigandi á stærsta kirsuberjagarði í Rússlandi. En hvað dugar...

Read More

Dauði og jarðarber – Síðustu sýningar

Eftir ferðalag um allt land í sumar er Félag flóna komið á höfuðborgarsvæðið með grínharmleikinn Dauða og jarðarber. Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman). Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður sem búið hafa hjá ömmu sinni alla ævi. Bræðurnir komast að því sér til mikillar skelfingar á afmælisdag ömmunnar að hún hefur geyspað golunni.   Eftir ferðalag um allt land í sumar er Félag flóna komið á höfuðborgarsvæðið með grínharmleikinn Dauða og jarðarber. Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman). Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður sem búið hafa hjá ömmu sinni alla ævi. Bræðurnir komast að því sér til mikillar skelfingar á afmælisdag ömmunnar að hún hefur geyspað golunni.  Hæfileikar bræðranna hafa verið bældir niður af krafti af ömmu gömlu og hún staðið í vegi fyrir því að þeir geti látið drauma sína rætast.  En nú er hún gamla amma dauð og bræðurnir þurfa ekki að búa á bænum lengur.  Spurning um hvað tekur við?  Á að halda búskap áfram að hætti ömmunar eða láta ferðaeðlið taka yfirhöndina og láta drauma sína rætast.  Bræðrunum eru allir vegir færir eða hvað? Aðeins verða nokkrar sýningar í Möguleikhúsinu við Hlemm og verða þær sem hér segir: Miðvikudag 7. september Föstudag 9. september Laugardag 10. september Sýningar hefjast kl 21:00 Sýningin er um ein klukkustund.  Miðapantanir eru í síma 695-4358 g...

Read More

Spennandi dagskrár stóru leikhúsanna

Stóru atvinnuleikhúsin hafa nú birt dagskrá sína fyrir leikárið og kennir að vanda margra grasa. Sitt sýnist hverjum eins og gjarnan vill vera og ekki kemur á óvart að Varríus hefur sína skoðanir eins og sjá má hér.  Lesendur geta tjáð skoðun sína á dagskránum með því að taka þátt í könnuninni hér á...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed