Author: lensherra

Leikfélag Hafnarfjarðar – Vetrarstarfið í gang

Leikfélag Hafnarfjarðar ætlar ekki að slá slöku við, þó svo að síðasta vetur hafi þar verið slegið félagsmet með fjölda uppsetninga. Vetrarstarfið er að hefjast og fyrsta uppsetning vetrarins verður nýtt verk eftir Lárus Vilhjálmsson sem ber heitið Freysteinn gengur aftur. Miðvikudagskvöldið 21. september kl. 20:00 verður haldinn fundur í húsakynnum leikfélagsins í gamla Lækjarskóla vegna þessa fyrsta verkefnis og eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni hvattir til að láta sjá sig. Ný stjórn hefur tekið til starfa í Leikfélagi Hafnarfjarðar en nýr formaður er Ingvar Bjarnason. Ný stjórn félagsins vonast til að sjá sem flesta á miðvikudaginn í...

Read More

Fyrirlestrahelgi hjá Leiklistarskóla Bandalagsins

Við minnum á að skráningafrestur á fyrirlestrahelgi í Hafnarfirði, 1.-2. október, rennur út á miðvikudag, 21. september. Heiti námskeiðsins er Hinar þúsund þjalir leikstjórans eða Tæknipungapróf fyrir leikstjóra  eða Allt sem leikstjórinn þarf að vita um tæknimál en hefur ekki þorað að spyrja um. Nánari upplýsingar hér. Skráning í síma 551 6974 og í tölvupósti á netfangið...

Read More

Fundur í Stúdentaleikhúsinu í kvöld

Nú fer starf Stúdentaleikhússins á haustönn að hefjast, og verður upphafsfundur haldinn mánudagskvöldið 12. september klukkan 20:00 í stofu 132 í Öskju. Þar geta allir sem einhvern áhuga hafa á að taka þátt í leiklist komið og kynnt sér hvað við ætlum að gera í haust. Mikilvægt er að allir sem vilja vera með í haust mæti á þennan fund. Áhugi á því að leika þarf ekki að vera skilyrði fyrir því að vera með okkur, því það vantar alltaf fólk í búninga-, leikmyndar-, tækni- og markaðsstörf. Einnig má hafa samband við Erling í tölvupósti. Vekjum einnig athygli á vef Stúdentaleikhússins sem nú hefur fengið andlitslyftingu. Myndin er úr einni af sýningum Stúdentaleikhússins frá síðasta leikári, Þú veist hvernig þetta er, en hún var valin athygliverðasta  áhugaleiksýning síðasta leikárs af...

Read More

Aðalfundur 7. og 8. maí 2005

1.Fundur settur. Fundarstjórar: Ingólfur Þórsson og Regína Sigurðardóttir Fundarritarar: Dýrleif Jónsdóttir og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir Fundarmenn kynna sig: Leikfélagið Grímnir, Erna B. Guðmundsdóttir Leikfélagið Grímnir, Halldóra B. Ragnarsdóttir Leikfélagið Grímnir, Margrét Ásgeirsdóttir Freyvangsleikhúsið, Guðrún Halla Jónsdóttir Freyvangsleikhúsið, Ingólfur Þórsson Halaleikhópurinn, Jón Eiríksson Hugleikur, Ármann Guðmundsson Hugleikur, Hrefna Friðriksdóttir Hugleikur, Hulda B. Hákonardóttir Hugleikur, Þorgeir Tryggvason Leikfélag Dalvíkur, Júlíus G. Júlíusson Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Björgvin Gunnarsson Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Einar Rafn Haraldsson Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Freyja Kristjánsdóttir Leikfélag Hafnarfjarðar, Dýrleif Jónsdóttir Leikfélag Hafnarfjarðar, Jón Stefán Sigurðsson Leikfélag Hafnarfjarðar, Lárus H. Vilhjálmsson Leikfélag Húsavíkur, Ása Gísladóttir Leikfélag Húsavíkur, Regína Sigurðardóttir Leikfélag Hörgdæla, Fanney Valsdóttir Leikfélag Kópavogs, Huld Óskarsdóttir Leikfélag Kópavogs, Hörður Sigurðarson Leikfélag Mosfellssveitar, Guðrún Esther Árnadóttir Leikfélag Mosfellssveitar, Gunnhildur Sigurðardóttir Leikfélag Ragnæinga, Margrét Tryggvadóttir Leikfélag Selfoss, Árni Grétar Jóhannsson Leikfélag Selfoss, Ingvar Brynjólfsson Leikfélag Selfoss, Sigríður Karlsdóttir Leikfélagið Sýnir, Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Leikfélagið Sýnir, Hrund Ólafsdóttir Leikklúbburinn Saga, Ingmar B. Davíðsson Leikklúbburinn Saga, Ragna Gestsdóttir Umf. Reykdæla, Sigríður Harðardóttir Umf. Reykdæla, Þórvör Embla Guðmundsdóttir Þjónustumiðstöð, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir Þjónustumiðstöð, Vilborg Árný Valgarðsdóttir 2. Kjörbréf afgreidd.   Regína Sigurðardóttir, eini kjörnefndarmaðurinn á fundinum, fékk Emblu Guðmundsdóttur sér til aðstoðar. 3. Menningarstefna Bandalagsins.   Júlíus Júlíusson las. Engar umræður urðu. 4. Intaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá.   Guðrún Halla Jónsdóttir gerði grein fyrir stöðu mála. Leikfélag Ólafsvíkur hafði sótt um inngöngu og stjórn samþykkt umsókn þess fyrir sitt leyti. Fundurinn samþykkti. Félög sem...

Read More

Haustfundur 9. og 10. október 2004

Haldinn á Hótel KEA á Akureyri 9. – 10. október 2004 Einar Rafn Haraldsson, formaður og fundarstjóri setti fund. Fundarmenn kynntu sig: Einar Rafn Haraldsson, formaður, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum Guðrún Halla Jónsdóttir, varaformaður, Freyvangsleikhúsinu, Eyjafirði Lárus Vilhjálmsson, ritari, Leikfélagi Hafnarfjarðar Hörður Sigurðarson, meðstjórnandi og lénsherra, Leikfélagi Kópavogs Júlíus Júlíusson, meðstjórnandi, Leikfélagi Dalvíkur Margrét Tryggvadóttir, varastjórn, Leikfélagi Rangæinga, Hvolsvelli Guðrún Esther Árnadóttir, varastjórn, Leikfélagi Mosfellssveitar Ármann Guðmundsson, varastjórn, Hugleik, Reykjavík Vilborg Árný Valgarðsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, starfsmaður, Reykjavík Gunnhildur Sigurðardóttir, skólameistari, Leikfélagi Mosfellssveitar María Gunnarsdóttir, Freyvangsleikhúsinu Ingólfur Þórsson, Freyvangsleikhúsinu Dýrleif Jónsdóttir, Freyvangsleikhúsinu Elísabet Friðriksdóttir, Freyvangsleikhúsinu Árni Friðriksson, Freyvangsleikhúsinu Hrefna Friðriksdóttir, Hugleik, Reykjavík Örn Sigurðsson, Halaleikhópnum, Reykjavík Ása Hildur Guðjónsdóttir, Halaleikhópnum, Reykjavík Freyja Kristjánsdóttir, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, Egilsstöðum Snorri Emilsson, Leikfélagi Seyðisfjarðar Lilja Kristinsdóttir, Leikfélagi Seyðisfjarðar Gunnar Björn Guðmundsson, Leikfélagi Hafnarfjarðar Brynhildur Guðmundsdóttir, Leikhópnum Veru, Fáskrúðsfirði María Óskarsdóttir, Leikhópnum Veru, Fáskrúðsfirði Kristín Guðjónsdóttir, Leikfélagi Blönduóss Hólmfríður Jónsdótttir, Leikfélagi Blönduóss Hrund Ólafsdóttir, Leikfélagi Kópavogs Guðrún Lára Pálmadóttir, Leikfélaginu Sýnir Hallveig Ingimarsdóttir, Leikfélagi Djúpavogs Ása Gísladóttir, Leikfélagi Húsavíkur Anna Ragnarsdóttir, Leikfélagi Húsavíkur Dómhildur Antonsdóttir, Leikfélagi Húsavíkur Regína Sigurðardóttir, Leikfélagi Húsavíkur Fanney Valsdóttir, Leikfélagi Hörgdæla Guðmundur Steindórsson, Leikfélagi Hörgdæla Hólmfríður Helgadóttir, Leikfélagi Hörgdæla Sesselja Ingólfsdóttir, Leikfélagi Hörgdæla  Pétur R. Pétursson, Leikfélagi Mosfellssveitar Ólöf A. Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar Birgir J. Sigurðsson, Leikfélagi Mosfellssveitar Þóra Margrét Birgisdóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar Ragna og Hafliði, Leikklúbbnum Sögu Einar Rafn reifaði verkefni haustfundar. Dagskrá: 1. Undirbúningur vegna leiklistarhátíðar á...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed