Author: lensherra

Gaman að sjá allt ganga upp

Meðlimir Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa sl. aldarfjórðung rekið leikhópinn Fire and Ice Theatre. Fulltrúi Leiklistarvefsins heimsótti leikhópinn og fékk að fylgjast með upptökum á tveimur útvarpsleikritum tengdum jólunum sem útvarpað verður uppi á velli síðar í vikunni. Vandfundið er það bæjarfélag hér á landi þar sem ekki má finna starfandi áhugaleikfélag sem sett hefur upp leiksýningar árlega jafnvel síðustu áratugina, ef ekki lengur. Þess vegna hefði það ekki átt að koma undirrituðum á óvart að komast að því fyrir skemmstu að hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli væri starfandi blómlegur áhugaleikhópur, Fire and Ice Theatre, enda minnir samfélagið á Keflavíkurflugvelli um...

Read More

Námskeið í tengslum við Pétur Gaut

Í febrúar og mars stendur Þjóðleikhúsið fyrir námskeiði fyrir almenning í tengslum við sýningu leikhússins á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen. Pétur Gautur verður opnunarsýning Kassans, sem er nýtt leiksvið í Þjóðleikhúsinu. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að opna þátttakendum heim leikhússins og gefa þeim innsýn inn í aðferðir þess. Pétur Gautur er eitt af meistarverkum Henriks Ibsens, snilldarlegur ljóðleikur sem aflaði skáldinu heimsfrægðar. Verkið kom fyrst út á bók árið 1867 en tæpum áratug síðar var það frumflutt og hefur reglulega verið sett upp í frægum uppsetningum í helstu leikhúsum heims síðan þá, enda hefur hin margbrota titilpersóna verksins og knýjandi spurningar um það sem skiptir máli í lífinu og kjarna mannsins heltekið jafnt leikhúslistafólk sem áhorfendur í gegnum tíðina. Mannlegt innsæi höfundarins nýtur sín hér til fulls og ímyndunarafl og hugmyndaauðgi hans fara á óviðjafnanlegt flug, í verki sem er leiftrandi af húmor. Leikstjóri sýningarinnar verður Baltasar Kormákur, sem hefur vakið athygli fyrir frumlegar og myndrænar leiksýningar, bæði á klassískum verkum á borð við Hamlet og Draum á Jónsmessunótt, sem og nýrri verkum. Má þar nefna nýlegustu uppsetningu hans í Þjóðleikhúsinu á Þetta er allt að koma, sem hlaut Grímuna-Íslensku leiklistarverðlaunin 2003. Gretar Reynisson, sem gerir leikmynd sýningarinnar á Pétri Gaut, hlaut jafnframt Grímuna fyrir Þetta er allt að koma. Í titilhlutverkinu verður Björn Hlynur Haraldsson, ungur leikari sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir leik...

Read More

Öskubuska í Óperunni

Óperan Öskubuska (La Cenerentola) eftir Rossini verður frumsýnd í Íslensku óperunni 5. febrúar 2006. Texti óperunnar er eftir Jacopo Ferretti og var Öskubuska frumsýnd í Róm 25. janúar 1817. Öskubuska er reglulega á fjölum helstu óperuhúsa víðsvegar um heiminn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sett upp hér á landi. Listrænir stjórnendur og einsöngvarar Leikstjóri er Paul Suter og sviðs – og búningahönnuður er Season Chiu. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky. Hlutverk Öskubusku syngur Sesselja Kristjánsdóttir og hlutverk prinsins Ramiro syngur Garðar Thór Cortes. Stjúpfaðirinn Don Magnifico er sunginn af Davíð Ólafssyni og hlutverk stjúpdætranna eru sungin af Hlín Pétursdóttur sem Clorinda og Önnu Margréti Óskarsdóttur sem Tisbe. Einar Guðmundsson syngur hlutverk heimspekingsins Alidoro sem er lærimeistari prinsins og Bergþór Pálsson syngur hlutverk Dandini, þjón prinsins. Söguþráður í stuttu máli Söguþráður óperunnar byggir á ævintýrinu velþekkta um Öskubusku. Í óperunni er það reyndar vondi stjúpfaðirinn Don Magnifico og hégómlegu dætur hans tvær, Clorinda og Tisbe, sem gera Öskubusku lífið leitt. Það er svo heimspekingurinn Alidoro sem kemur í stað álfkonunnar góðu og sér til þess að Öskubuska komist á dansleikinn í höllinni. Eins og í mörgum góðum óperum eru það dulargervin sem gegna mikilvægu hlutverki í óperunni Öskubusku. Prinsinn Ramiro og þjónninn Dandini hafa skipti á hlutverkum. Stjúpsysturnar Clorinda og Tisbe eru því uppteknar af því að koma sér í mjúkinn hjá þjóninum, sem er dulbúinn sem...

Read More

Brúðkaupið heldur áfram

Seinni hluti leikárs Leikfélags Akureyrar hefur verið stokkaður upp og sýningartími Fullkomins brúðkaups framlengdur vegna fjölda áskorana. Frumsýningu Maríubjöllunnar verður flýtt og nýtt leikrými verður tekið í notkun en frumsýningu Litlu hryllingsbúðarinnar verður seinkað.   Vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir miðum á Fullkomið brúðkaup og fjölda áskorana hefur seinni hluti leikársins 2005-2006 hjá LA verið endurskipulagður og stokkaður upp. Ákveðið hefur verið að halda áfram sýningum á Fullkomnu brúðkaupi í janúar og febrúar. Til að gera þessa breytingu möglega þarf að fresta frumsýning á söngleiknum Litla hryllingsbúðin en hún verður frumsýnd þann 23. mars. Frumsýningu á Maríubjöllunni er á hinn bóginn flýtt til 17. febrúar en sú sýning verður frumsýnd í nýju leikrými sem LA tekur í notkun og getur því gengið samhliða sýningum á Fullkomnu brúðkaupi.   Sýningum á Fullkomnu brúðkaupi átti að ljúka um áramótin enda sýnir LA nú eftir nýju sýningarfyrirkomulagi, þar sem hvert verk er sýnt þétt í tiltekinn tíma en aukasýningum bætt við eftir því sem þörf er á. Í tilfelli Fullkomins brúðkaups hefur þetta þó ekki nægt, því troðfullt hefur verið á allar sýningar og aukasýningar sem bætt hefur verið við hafa allar selst upp jafnóðum. Sýningin hefur verið sýnd allt að fimm sinnum í viku hverri en ekkert lát er á aðsókn. Til að mæta óskum áhorfenda er því brugðist við með því að hliðra til dagskrá eftir áramót sem gerir leikhúsinu kleift...

Read More

Síðustu sýningar fyrir jólin

Leikhúsin gera hlé á sýningum síðustu dagana fyrir jól en leikhúsunnendur geta ennþá fundið eitt og annað áhugavert á fjölunum. Hugleikur sýnir Jólaævintýrið í Tjarnarbíói á laugardag og sunnudag og Leikfélag Hafnarfjarðar verður með aukasýningu á Hinni endanlegu hamingju í gamla Lækjarskóla á föstudginn. Leikfélag Akureyrar sýnir þrjár sýningar á Fullkomnu brúðkaupi um næstu helgi, í Þjóðleikhúsinu er Leitin að jólunum sýnt á næstum hverjum degi til 22. desember og þar verður einnig Edit Piaf-dagskrá mánudaginn 19. Í Borgarleikhúsinu er sýning Nemendaleikhússins á Þrem systrum sýnd tvisvar um helgina og í Iðnó sýnir Hilmir Snær Ég er mín eigin kona þrisvar frá fimmtudegi til sunnudags. Leikhópurinn Á senunni sýnir Ævintýrið um Augastein í Tjarnarbíói fimm sinnum frá miðvikudegi til sunnudags og Möguleikhúsið ferðast þessa dagana milli leik- og grunnskóla með hina gamalkunnu sýningu Smiður jólasveinanna. Stoppleikhópurinn ferðast líka um þessar mundir milli skóla með jólaleikritið Síðasta stráið. Leiklistarvefurinn hefur ekki upplýsingar um fleiri leiksýningar til jóla en ef þú, lesandi góður, veist meira, endilega sendu okkur þá línu á info@leiklist.is. Heimildir: viðburðadagatalið á leiklist.is og Mbl.Efri myndin er af Freysteini, hinum framliðna guðsmanni úr Hinni endanlegu hamingju Leikfélags Hafnarfjarðar en sú neðri úr Jóladagatali...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 8:45 — 12:00, Saturday - Sunday: Closed

Vörur

Nýtt og áhugavert