Author: lensherra

Fólkið í blokkinni í Freyvangi

Æfingar eru hafnar á Fólkinu í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson hjá Freyvangsleikhúsinu. Fólkið í Blokkinni er hjartnæm saga af skrautlegu lífi fólks í blokk sem ákveður að setja upp söngleik og efniviðurinn er það sjálft. Fjölskyldan Tryggvi og Solla með unglingana sína tvo Söru og Óla eru ekki hin hefðbundna fjölskylda en hvað er hefðbundið? Hárfinnur hárfíni er í forsvari fyrir hljómsveitina Sóna sem æfir stíft í kjallaranum á meðan Robbi húsvörður reynir ólmur að koma í veg fyrir að söngleikurinn komist á koppinn og hefur almennt allt á hornum sér. Sjarmörinn Hannes reynir allt hvað hann getur að...

Read More

Stelpuhelgi að Melum

Leikfélag Hörgdæla er um þessar mundir að hefja æfingar á leikritinu Stelpuhelgi eftir Karen Schaeffer í þýðingu Harðar Sigurðarsonar. Leikritið Stelpuhelgi er stórskemmtilegur farsi þar sem vinkonurnar Meg, Carol, Dot ásamt Ellie dóttur Meg hittast í bústaðnum hjá Dot. Markmið helgarinnar er að hafa gaman, skiptast á sögum, drekka áfengi og fara yfir næstu bók í bókaklúbbnum, lausar við alla karlmenn. Það fer svo að flækjast þegar gengur á áfengið og vinkonurnar eru allar búnar að bjóða hver sínum karli í eftirpartý þvert á hugmyndir gestgjafans. Leikstjóri sýningarinnar verður Gunnar Björn Guðmundsson en hann er margreyndur leikstjóri með yfir...

Read More

Jólakveðja BÍL

Opnuartímar Þjónustumiðstöðvvar BÍL um hátíðarnar verða sem hér segir: 23.-27. desember – Lokað Opið 28. og 29. desember. 30. desember- 3. janúar – Lokað Athugið að vefverslun Leikhúsbúðarinnar er ávallt opin. Pantanir eru sendar út næsta...

Read More

Karíus og Baktus í Freyvangi

Leikritið Karíus og Baktus þarf vart að kynna fyrir Íslendingum enda hefur þessi saga um “kallana” tvo sem búa í holunum í tönnunum fylgt börnum þjóðarinnar frá 1965. Þeir voru hinsvegar að fara á svið í fyrsta skipti hjá Freyvangsleikhúsinu. Þeir Ormur Guðjónsson og Eyþór Daði Eyþórsson leika þá bræður Karíus og Baktus og fara þeir á kostum sem tanntröllin sem þykja fátt skemmtilegra en að borða sætindi og höggva í tennur. Sögumaðurinn kemur líka fyrir á sviði og er hann leikinn af hinum þaulreynda Jóni Friðrik Benónýssyni(Bróa). Svo er tannburstinn, sem er leikin af Ingimar Badda, fer hann hamförum...

Read More

Aladdín og töfralampinn í „Borgarleikhúsinu“

Leikfélagið Borg í Grímsnesi frumsýnir nýja leikgerð á sögunni um Aladdín og töfralampann laugardaginn 12. nóvember. Leikritið er skrifað af Sindra Mjölni og leikstýrt af Hafþóri Agnari Unnarssyni. Sagan um Aladdín er ein sú þekktasta úr hinum heimsfræga sagnabálki sem flestir þekkja sem Þúsund og ein nótt og Antoine Galland þýddi úr arabísku og gaf út snemma 18. öld. Í þessu sérsaumaða leikriti um Aladdín og töfralampann, þurfa vinirnir Aladdín og Badrúlbadúr að bjarga ríkinu og bestu vinkonu prinsessunnar frá illum galdramanni. Þau fá óvænta hjálp frá andanum í töfralampanum, apa, kexrugluðum soldáni og fleiri óvæntum karakterum. Sýnt er...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert