Author: lensherra

Einn fyrir alla og allir fyrir einn á Húsavík

Leikfélag Húsavíkur æfir verkið Ávaxtakörfuna um þessar mundir. Verkið er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og tónlistin er samin af Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni. Margir þekkja Ávaxtakörfuna þar sem aðeins ávextir mega búa en þó leyfist einu litlu jarðarberi að dvelja þar, með því skilyrði að sjá um að allt sé hreint og fínt í körfunni. En þegar gulrót birtist allt í einu í körfunni fer allt á annan endann. Alls taka níu leikarar þátt í sýningunni og fjögurra manna hljómsveit. Þarna eru á ferðinni bæði þaulreyndir leikarar og tónlistarmenn og aðrir sem eru að stíga sín fyrstu spor á sviðinu...

Read More

Leikfélag VMA sýnir hurðafarsann Bót og betrun

Leikfélag VMA frumsýnir Bót og betrun eftir Michael Cooney fös. 3. febrúar. Verkið er sprenghlægilegur hurðafarsi um svindl, svik og pretti í félagslega kerfinu. Aðalpersóna verksins er Erik Swan sem eftir að hafa verið sagt upp í vinnunni, grípur til þess ráðs að svíkja peninga út úr félagslega kerfinu á mjög svo vafasömum forsendum. Hann ætlar að láta af svikunum en það reynist þrautin þyngri enda flæktur í ótrúlegan lygavef. Leikfélag VMA hefur undanfarin ár sýnt mörg vinsæl leikrit og að þessu sinni er verkefnið kolbrjálaður hurðafarsi í leikstjórn hinnar margreyndu Sögu Geirdal Jónsdóttur. Leikfélagið ráðleggur gestum að spenna magavöðvana þegar þeir mæta...

Read More

 Obbosí, eldgos! 

Obbosí, eldgos!, alvörulaus ærslaleikur með undirliggjandi náttúruvá og tengingu við handanheima lítur dagsins ljós á fjölum Halaleikhópsins föstudaginn 10. febrúar. Leikurinn flytur okkur beint inn í mikilvægustu atvinnugrein landsins um þessar mundir. Við erum stödd á bóndabæ langt frá höfuðborginni þar sem boðið er uppá bændagistingu. Allt á bænum er lífrænt vottað. Þar hefur heimasætan fengið snjalla viðskiptahugmynd til að reyna að glæða ferðamannastrauminn með auglýsingu í Bændablaðinu. Gestirnir fá góðan afslátt af gistingu og mat, ef þeir í staðinn veita einhverja þjónustu á meðan þeir dvelja. Um sama leyti fer að gjósa í nágrenninu auk þess sem þrjár...

Read More

Leikfélag Reyðarfjarðar

Netfang: leikfelagreydarfjardar@outlook.com Formaður: Draumey Ósk Ómarsdóttir Netfang draumeyosk@gmail.com Sími 8937627 Varaformaður: Stefanía Hrund Guðmundsdóttir Netfang: stefaniahrund97@gmail.com Sími 7742660 Gjaldkeri: Guðlaug Björgvinsdóttir Netfang: gullalitla@gmail.com Sími 8449666 Ritari: Lilja Hrönn Fjölnisdóttir Meðstjórnandi: Steingrímur...

Read More

Styrkir á ráðstefnu um barna- og unglingaleikrit í Helsinki

Dagana 22.-24. apríl 2023 verður haldin ráðstefna í Helsinki um barnaleikrit fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Í boði eru styrkir til fararinnar fyrir tvo þátttakendur frá Íslandi. Greitt verður fyrir flug og gistingu í 2-3 nætur. Ráðstefnan er ætluð fyrir höfunda, leiklistarkennara og aðra sem starfa við leiklist með og fyrir börn. Fulltrúar barna munu taka þátt í ráðstefnunni og gefa sitt sjónarhorn.  Skipuleggjandi ráðstefnunnar er Huginn/Munin sem er samstarfsverkefni 8 félagasamtaka í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið verkefnisins er að styðja við leikritaskrif ætluð fyrir uppsetningar með börnum.    Frekari upplýsingar er að finna á vefnum https://huginmunin.nu/konferens/ og einnig...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert