Lápur, Skrápur og jólaskapið á Ísafirði
Litli leikklúbburinn frumsýndi jólaleikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið eftir Snæbjörn Ragnarsson, í leikstjórn Tinnu Ólafsdóttur um liðna helgi en þetta er fyrsta verkið sem Tinna leikstýrir. Uppselt var á báðar sýningarnar um helgina og fóru leikhúsgestir uppfullir af jólaskapi af sýningunni. Miðasala er í fullum gangi á sýningarnar á næstu helgi og hægt að kaupa miða á vef félagsins. Lápur, Skrápur og jólaskapið er sannkölluð fjölskyldusýning, þar sem börn á öllum aldri tengd aðstandendum sýningarinnar sátu æfingar og syngja nú lögin úr sýningunni heima hjá sér (að minnsta kosti er það raunin á heimili formannsins). Lápur, Skrápur og jólaskapið...
Read More