Vitleysingar fyrir alla – leikdómur
Leikgleði og mikill kraftur eru við völd á stóra sviðinu í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þessa dagana. Þar er í boði að sjá leikritið Vitleysingana eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem Ólafur Jens Sigurðsson leikstýrir. Leikararnir tíu úr Leikdeild UMFG bregða sér þar í gerfi vinahóps Vitleysinganna sem eiga margt óuppgert við lífið og hópinn, þar sem þeir flækjast um í tíma og rúmi, meðan varpað er ljósi á vanhæfni þeirra. Vitleysingarnir er rúmlega tuttugu ára gamalt verk, sem var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Kolsvört neðanmittis kómedía, um vini sem vilja vera ríkir og frægir, en eiga í sígildum vandræðum...
Read More