Author: lensherra

Blíða og Dýrið á Blönduósi

Leikfélag Blönduóss hefur legið í dvala í hartnær áratug en nú verður aldeilis breyting þar á. Leikfélagið setur nú á svið fjölskyldusýninguna Dýrið og Blíða eftir Nicholas Stuart Gray. Ungur og ferskur leikhópur tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum.  Eins og forynja félagsins, G. Eva Guðbjartsdóttir orðar það þá hefur félagið „…verið að safna á sig köngulóavef undanfarin ár enda hefur ekki verið sett upp síðan 2014 og eru þetta því stór skref að stíga að byrja upp á nýtt nánast, með nýjan leikhóp. En núna erum við heldur betur búin...

Read More

Hugleikur sýnir Húsfélagið

Leikfélagið Hugleikur frumsýnir leikritið Húsfélagið laugardaginn 15. apríl næstkomandi. Verkið kemur sjóðheitt úr hinni afkastamiklu höfundasmiðju félagsins. Áratugum saman hafa húsfélög stigaganga A og B í Fögruhlíð 84 unnið hlið við hlið í sátt og samlyndi en aðskilin þó. Nú er kominn tími til að sameina þau í eitt og þá er friðurinn úti. Erjur, forboðnar ástir, gönguhópar, silfurskottur, brask, slúður og, já, Brennu-Njálssaga, ásamt öllum þeim vandamálum sem við mætum í samneyti við nágranna fléttast hér saman í sprenghlægilega satíru sem enginn má missa af. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir verkinu en hann á farsælan feril að baki og hefur...

Read More

Rocky Horror í Eyjum

Leikfélag Vestmannaeyja sýnir um þessar mundir hið magnaða verk Rocky Horror eftir Richard O’Brien, en verkið var sýnt þar seinast fyrir rúmum 20 árum síðan. Er þetta verk númer 183 og mikið hefur verið lagt í að gera það hið glæsilegasta. Leikstjóri verksins er Árni Grétar Jóhannsson. Ljósahönnuður er Björn Elvar Sigmarsson. Hljóð er í höndum Harðar Þórs Harðarsonar. Hljómsveitin Molda sér um tónlistarflutning ásamt vel völdum kempum. Tónlistarstjóri er Helgi Rassmusen Tórzhamar og Jórunn Lilja Jónasdóttir sá um söngþjálfun. Í aðalhlutverkum eru Albert Snær Tórshamar, Árni Þorleifsson, Valgerður Elín Sigmarsdóttir, Ingunn Silja Sigurðardóttir, Zindri Freyr Ragnarsson Caine, Arnar...

Read More

Fyrsta leiksýning Leikfélags Flateyrar í áratug

Leikfélag Flateyrar var endurvakið eftir nokkurn dvala á síðasta ári og frumsýndi í gær sína fyrstu leiksýningu í hátt í áratug. Hassið hennar mömmu eftir Nóbelsskáldið  Dario Fo varð fyrir valinu sem fyrsta sýning hins endurvakta leikfélags. Sýningin er sprenghlægilegur farsi sem gerist á Ítalíu 1976 og eru leikararnir allt ungir og upprennandi nýir Flateyringar sem hafa gengið í Lýðskólann á Flateyri síðustu ár. Tugir Flateyringa og velgjörðarmanna hafa lagt hönd á plóg til að láta sýninguna a verða að veruleika og er útkoman lífleg og skemmtileg sýning sem kitlar hláturtaugarnar. Leikstjórann er fenginn úr næsta firði, en það er...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert