Leikhúsbrellur og förðun – opið námskeið hjá Hugleik
Hugleikur stendur fyrir tveggja daga námskeiði í leikhúsbrellum (special effects) í förðun lau. 21. og sun. 22. október. Þátttakendur læra að nota latex og vax við sáragerð og aðrar leikhúsbrellur. Þau læra um bestu aðferðir og val á réttum litum fyrir marbletti, sár, hrukkur og fleira. Vilji þátttakendur fræðast um fleiri atriði í leikhúsförðun gefst færi á umræðum og mögulega sýnikennslu tengt þeim. Leiðbeinandi er Ninna Karla Katrínar en hún hefur hefur mikla reynslu af leikhúsförðun og er m.a. með diplómu í listförðunarfræði frá MASK Makeup & Airbrush Academy. Skipulag námskeiðs: Laugardagur kl. 11-15 – Ninna verður með sýnikennslu í...
Read More