Í gegnum tíðina hjá Eflingu
Leikdeild Eflingar frumsýnir gamanleikritið Í gegnum tíðina 1. mars næstkomandi. Í verkinu er sögð er saga íslenskrar bændafjölskyldu og lenda fjölskyldumeðlimir í hinum ýmsu aðstæðum. Inn í sýninguna fléttast fjölmörg þekkt lög frá árunum 1950-1980. Leikstjórn er að þessu sinni í höndum Hildar Kristínar Thorstensen en hún býr í Hörgárdal. Hún hefur víðtæka reynslu á listasviðinu og alþjóðlega en hún lærði m.a. í Finnlandi, Englandi og Frakklandi og hefur það dugað vel til að temja hinn þingeyska lýð! Tónlistarstjóri er Pétur Ingólfsson en hann hefur alloft verið með puttana við stjórnvölinn hjá leikdeildinni með tónlistina. Honum til aðstoðar er...
Read More