Author: lensherra

Sannkallað leikhúsferðalag til plánetunnar Limbó

Ferðin til Limbó, í leikstjórn Arnar Alexanderssonar og Sigrúnar Tryggvadóttur, er stórskemmtileg og lágstemmd skemmtun fyrir yngstu kynslóðina. Hér er fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu endurvakið og var það gert með mikilli grandgæfni, gleði og húmor. Texti verksins er skemmtilegur og lúmskt fyndinn, líka fyrir fullorðna og greinilega búið að aðlaga hann að nútímanum. Systkinin Maggi og Malla mús eru viðkunnanlegar persónur sem leikarar leika vel og með miklum tilþrifum. Orkustig leikaranna er hátt og kemistrían þeirra á milli er frábær. Móðursýki Möllu og hetjuskapur Magga blandast frábærlega saman og býr til mikla...

Read More

Húrra fyrir Freyvangsleikhúsinu!

Freyvangsleikhúsið hefur sýnt leikritið ,Gaukshreiðrið síðan 16. febrúar og hefur aðsókn verið góð að sögn. Ég undirritaður brá mér á sýningu í gærkvöldi 8. mars og verð að segja að ég varð hrifinn, stórhrifinn. Verkið er samið upp úr bók eftir Ken Kensey og Dale Wasserman gerði leikgerð upp úr bókinni, en Karl Ágúst Úlfsson þýddi þessa leikgerð. En ,,Gaukshreiðrið“ var fyrst sýnt hér á landi á, Húsavík árið 1992 og þá í þýðingu Sonju B. Jónsdóttur og María Sigurðardóttir leikstýrði. ,,Gaukshreiðrið“ gerist á geðveikrahæli, en fjallar í raun ef til vill ekki um slíka stofnun, heldur er þetta dæmisaga úr samfélagi og viðbrögðum þess við fólki sem ekki vill eða er tilbúið...

Read More

Beint í æð í Fjallabyggð

Leikfélag Fjallabyggðar sýnir um þessar mundir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Verkið er sannkallaður flækjufótur sem kallar á að áhorfandi taki ekki augun af sviðinu og fylgist með af öllum kröftum. Leikstjóri verksins er Valgeir Skagfjörð en þetta er í fyrsta skipti sem Valgeir leikstýrir fyrir Leikfélag Fjallabyggðar. Leikarahópurinn er fjölbreyttur en alls taka 11 leikarar þátt í sýningunni á aldrinum 17 til 62 ára Þar af eru tveir sem eru að þreyta frumraun sína á leiksviðinu. Sýnt er í Tjarnarborg í Ólafsfirði og upplýsingar um sýningar er hægt að finna á...

Read More

Lísa í Undralandi hjá Leikfélagi Hornafjarðar

Leikfélag Hornafjarðar frumsýnir söngleikinn Lísu í Undralandi, laugardaginn 9. mars. Lísa leggur af stað í ótrúlegt ferðalag þar sem á vegi hennar verða ýmsar furðuverur og og hún lendir í allskonar óvæntum uppákomum. Leikstjóri er Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir og er þetta frumraun hennar sem slíkur. Alls taka 14 leikarar þátt í sýningunni en í hlutverki Lísu er Magndís Lóa Aðalsteinsdóttir. Birna Jódís Magnúsdóttir sér um leikmynd, búninga og útlitshönnun en lætur það ekki nægja þvi hún fer einnig með hlutverk Hjarta Drotningarinnar. Hafdís Hauksdóttir er tónlistarstjóri og fer einnig með hlutverk kálormsins. Ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson. Leikhópurinn er afar...

Read More

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert