Vegna lítillar þátttöku fellur einþáttungahátíðin niður sem við ætluðum að halda í tengslum við aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga helgina 1.-4. maí.

Þátttaka í aðalfundi er lítil og því var nauðsynlegt að leita nýrra samninga við staðarhaldara hjá Félagsheimilinu Árgarði og gistiheimilinu að Bakkaflöt.
Það er komin ný dagskrá og miðast hún við tvær gistinætur og fæði laugardag og sunnudag (til og með hádegis). Koma á föstudagskvöldið er frjáls en við búumst við að fólk mæti í Bifröst á sýninguna Viltu finna milljón? hjá Leikfélagi Sauðárkróks kl. 20.30 og komi að Bakkaflöt þegar henni lýkur eða um kvöldið eftir hentugleikum ef fólk fer ekki á sýninguna. Þátttökugjaldið er nú kr. 16.000.

Þar sem þetta getur mögulega breytt ferðaáætlunum fólks viljum við biðja þá sem þegar hafa skráð sig vinsamlegast að staðfesta komu sína og láta aftur vita hvort þeir ætla á Viltu finna milljón? fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 23. apríl. Opið verður fyrir nýskráningar til sama tíma.

 

Dagskráin er þá á þessa leið:

Föstudagur 2. maí
20.30 Viltu finna milljón? í Bifröst á Sauðárkróki
Leikfélag Sauðárkróks býður fundargestum 50% afslátt af miðaverði (miðinn kostar kr. 1.000.-) á sýninguna í Bifröst á Sauðárkróki.

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn í Félagsheimilinu Árgarði, Skagafirði dagana 3. og 4. maí 2008

Laugardagur 3. maí
08.00 Morgunverður
09:00 Aðalfundur settur í Félagsheimilinu Árgarði
12:00 Hádegisverður
13:00 Framhald aðalfundar
17:00 Fundarhlé
20:00 Hátíðarkvöldverður – Skemmtidagskrá og samvera

Sunnudagur 4. maí
08.00 Morgunverður
09:00 Framhald aðalfundar og fundarslit
13:00 Hádegisverður og heimferð

Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2007-2008. Endilega takið með ykkur eintök ykkar leikfélaga.
Dagskrá aðalfundarins er í lögum BÍL sem fylgdu útsendu fundarboði.

Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum.
Þið sem enn eigið eftir að sækja um gerið það fyrir 24. apríl en þá verður lokað á umsóknir.

Umsóknareyðublöð má nálgast á forsíðu www.leiklist.is.

Þátttökugjald er 16.000 krónur á mann.
Innifalið er:
Gisting í 2ja-3ja manna herbergjum í 2 nætur í uppbúnum rúmum að Bakkaflöt
Morgunverður, hádegisverður, kaffi og meðlæti og hátíðakvöldverður laugardaginn 3. maí.
Morgunverður og hádegisverður sunnudaginn 4. maí.

Athugið að opið verður fyrir skráningar til kl. 12.00 miðvikudaginn 23. apríl.