1.Fundur settur.
Fundarstjórar: Ingólfur Þórsson og Regína Sigurðardóttir
Fundarritarar: Dýrleif Jónsdóttir og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Fundarmenn kynna sig:
Leikfélagið Grímnir, Erna B. Guðmundsdóttir
Leikfélagið Grímnir, Halldóra B. Ragnarsdóttir
Leikfélagið Grímnir, Margrét Ásgeirsdóttir
Freyvangsleikhúsið, Guðrún Halla Jónsdóttir
Freyvangsleikhúsið, Ingólfur Þórsson
Halaleikhópurinn, Jón Eiríksson
Hugleikur, Ármann Guðmundsson
Hugleikur, Hrefna Friðriksdóttir
Hugleikur, Hulda B. Hákonardóttir
Hugleikur, Þorgeir Tryggvason
Leikfélag Dalvíkur, Júlíus G. Júlíusson
Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Björgvin Gunnarsson
Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Einar Rafn Haraldsson
Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Freyja Kristjánsdóttir
Leikfélag Hafnarfjarðar, Dýrleif Jónsdóttir
Leikfélag Hafnarfjarðar, Jón Stefán Sigurðsson
Leikfélag Hafnarfjarðar, Lárus H. Vilhjálmsson
Leikfélag Húsavíkur, Ása Gísladóttir
Leikfélag Húsavíkur, Regína Sigurðardóttir
Leikfélag Hörgdæla, Fanney Valsdóttir
Leikfélag Kópavogs, Huld Óskarsdóttir
Leikfélag Kópavogs, Hörður Sigurðarson
Leikfélag Mosfellssveitar, Guðrún Esther Árnadóttir
Leikfélag Mosfellssveitar, Gunnhildur Sigurðardóttir
Leikfélag Ragnæinga, Margrét Tryggvadóttir
Leikfélag Selfoss, Árni Grétar Jóhannsson
Leikfélag Selfoss, Ingvar Brynjólfsson
Leikfélag Selfoss, Sigríður Karlsdóttir
Leikfélagið Sýnir, Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson
Leikfélagið Sýnir, Hrund Ólafsdóttir
Leikklúbburinn Saga, Ingmar B. Davíðsson
Leikklúbburinn Saga, Ragna Gestsdóttir
Umf. Reykdæla, Sigríður Harðardóttir
Umf. Reykdæla, Þórvör Embla Guðmundsdóttir
Þjónustumiðstöð, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir
Þjónustumiðstöð, Vilborg Árný Valgarðsdóttir
2. Kjörbréf afgreidd.
Regína Sigurðardóttir, eini kjörnefndarmaðurinn á fundinum, fékk Emblu Guðmundsdóttur sér til aðstoðar.
3. Menningarstefna Bandalagsins.
Júlíus Júlíusson las. Engar umræður urðu.
4. Intaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá.
Guðrún Halla Jónsdóttir gerði grein fyrir stöðu mála. Leikfélag Ólafsvíkur hafði sótt um inngöngu og stjórn samþykkt umsókn þess fyrir sitt leyti. Fundurinn samþykkti. Félög sem hurfu af félagaskrá vegna árgjaldaskulda voru: Víkurleikflokkurinn (Vík í Mýrdal), Leikskólinn (Reykjavík) og Leikfélagið Lagó (Grindavík).
2. (Frh.) Atkvæðaspjöldum dreift.
Regína gerði grein fyrir stöðu mála í stjórnar- og varastjórnarkjöri.
Úr aðalstjórn áttu að ganga: Einar Rafn Haraldsson og Guðrún Halla Jónsdóttir. Formann skyldi kjósa sérstaklega og Einar Rafn hafði gefið kost á sér til áframhaldandi formennsku.
Einnig hafði Þorgeir Tryggvason tilkynnt kjörnefnd framboð sitt til formanns.
Úr varastjórn áttu að ganga: Guðrún Esther Árnadóttir og Sigríður Karlsdóttir. Guðrún Esther gaf kost á sér áfram.
5. Fundargerð síðasta aðalfundar borinn upp.
Samþykkt.
6. Skýrsla stjórnar.
Einar Rafn Haraldsson las.
Ársskýrsla stjórnar Bandalags íslenskra leikfélaga fyrir starfsárið 2004-2005
Lögð fram á aðalfundi í Stykkishólmi 7. maí 2005.
Stjórn Bandalagsins er þannig skipuð:
Einar Rafn Haraldsson, Egilsstöðum, formaður
Guðrún Halla Jónsdóttir, Akureyri, varaformaður
Lárus Húnfjörð Vilhjálmsson, Álftanesi, ritari
Hörður Sigurðarson, Reykjavík, meðstjórnandi
Júlíus Garðar Júlíusson, Akureyri, meðstjórnandi
Í varastjórn eru:
Sigríður Karlsdóttir, Selfossi
Guðrún Esther Árnadóttir, Mosfellsbæ
Margrét Tryggvadóttir, Hvolsvelli
Ármann Guðmundsson, Reykjavík
Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Reykholti
Framkvæmdastjóri Bandalagsins er Vilborg Árný Valgarðsdóttir og ritari skrifstofu er Sigríður Lára Sigurjónsdóttir.
Stjórnarfundir:
Stjórnin hefur komið saman til 4 reglulegra stjórnarfunda frá síðasta aðalfundi. Þeir hafa verið haldnir á Húsabakka, Akureyri og í þjónustumiðstöðinni í Reykjavík.
Hefðbundin málefni hafa verið til umfjöllunar, s.s. úthlutun styrkja, málefni Leiklistarskóla BÍL, fjármál BÍL, rekstur Leiklistarvefsins, ritun sögu BÍL ásamt undirbúningi að Leiklistarhátíð 2005. Allar fundargerðir stjórnarfunda er að finna í ársriti BÍL og á leiklist.is undir Bandalagið/Fundir. Á fundum eru skoðanaskipti yfirleitt lífleg og fjallað um flest þau svið er áhugaleikhúsið varða.
Leikfélögin:
Aðildarfélögin voru eftir síðasta aðalfund 66 talsins. Eftir því sem næst verður komist hafa um 36 leikfélög verið starfandi á leikárinu og hafa þau sett upp samtals 62 verkefni, þar af eru 32 íslensk og 17 erlent leikrit í fullri lengd ásamt á annan tug einþáttunga. Þess má geta að þessi talning er ekki endanleg og liggja niðurstöður um fjölda verkefna ekki fyrir fyrr en eftir að unnið hefur verið úr styrkumsóknum félaganna sem eiga að berast þjónustumiðstöðinni fyrir 10. júní n.k. Hæsti styrkur (eða 100%) fyrir verk á leikárinu 2003-2004 var 275.000 og álag frá 10% til 30% af þeirri upphæð. Vegna fækkunnar verkefna hækkaði styrkurinn úr 250.000 frá árinu áður, en heildarupphæð til úthlutunar hækkaði ekki milli ára.
Aðalfundur 2004 samþykkti eftirfarandi starfsáætlun fyrir leikárið 2004-2005:
Almenn starfsemi:
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar í samræmi við lög BÍL
Í þjónustumiðstöðinni starfar framkvæmdastjóri í fullu starfi ásamt ritara í hálfu starfi, eins og verið hefur um langt skeið. Verkefnin hafa verið þau sömu og fyrr, þ.e. ýmis konar þjónusta við aðlidarfélögin, félagasamtök, atvinnuleikhúsin og einstaklinga ásamt samskiptum við opinbera aðila. Sala á leikhúsfarða og tengdum vörum er aðaltekjulindin eins og fram kemur í ársreikningi sem lagður verður fram hér á eftir.
2. Rekstur fasteigna skv. viðhaldsáætlun
Framkvæmdir við byggingu þriggja hæða bílakjallara og fjögurra hæða verslunar- og íbúðahúsnæðis á lóð hins látna Stjörnubíós, sem staðsett er við hlið fasteignarinnar okkar, er í fullum gangi og stefnt er að því að framkvæmdum neðanjarðar verði lokið næsta haust. Á meðan á þessum hamförum stendur hefur verið ákveðið að halda að sér höndum með að mála utanhúss og sinna eingöngu bráðnauðsynlegu viðhaldi. Þessa dagana er verið að skipta um glugga á bakhlið og nýlega var þakið á handritasalnum þétt í eitt skiptið enn, en þar fór aftur að bera á leka þegar Stjörnubío var rifið.
3. Útgáfa Ársrits fyrir leikárið 2003-2004.
Ársrit fyrir leikárið 2003-2004 kom út skv. áætlun í september á liðnu ári. Það var með svipuðu sniði og fyrri ársrit og því var dreift í einu eintaki til hvers aðildarfélags svo og til þeirra opinberu aðila sem málið varðar. Ársritið er á vefsíðu bandalagsins, leiklist.is, og auðvelt fyrir hvern sem vill að prenta það út þaðan. Ritstjórn var á höndum aðalstjórnar Bandalagsins en efnisöflun og uppsetning var gerð af starfsmönnum. Fengin var utanaðkomandi aðstoð við prófarkalestur og var ritið ljósritað og bundið á ljósritunarstofu þar sem tækjakostur okkar dugði illa til verksins.
4. Starfsemi Leiklistarskóla BÍL skv. fyrirliggjandi námskeiðaáætlun.
Skólameistari mun gera grein fyrir starfsemi skólans hér á eftir undir liðnum skýrslur nefnda.
5. Viðhald vefsíðunnar leiklist.is skv. tillögum vefnefndar.
Lénsherra vefsíðunnar mun gera grein fyrir þessum lið undir skýrslur nefnda.
6. a) Leitað eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum til starfsemi áhugaleikfélaganna, skrifstofu Bandalagsins og Leiklistarskóla þess.
b) Gera þjónustusamning við Menntamálaráðuneytið.
Farið var á fund fjárlaganefndar og erindi bandalagsins um hækkuð framlög lagt fyrir og kynnt. Fyrir 3ju umræðu fjárlaga var haft sambandi við nær alla fjárlaganefndarmenn, ýmist með símhringingu eða tölvupósti og erindið áréttað. Framlög til BÍL á fjárlögum fyrir árið 2005 eru þó óbreytt frá fyrra ári. Framkvæmdastjóri og formaður áttu fund með menntamálaráðherra og aðstoðarmanni hans í mars 2005 og ræddu um framlög til BÍL, styrki til leiklstarhátíðar 2005 á Akureyri, þjónustusamninga milli ráðuneytisins og bandalagsins og fl. Ráðherra lýsti vilja sínum til að hækka framlögin á næstu fjárlögum.
Sérverkefni starfsársins:
1. Halda haustfund til undirbúnings leiklistarhátíðar sumarið 2005.
Fundurinn var haldinn á Akureyri 9. og 10. október 2004. Hann sóttu 45 manns frá 17 aðildarfélögum.
2. Halda stuttverkahátíð í samstarfi við Borgarleikhúsið haustið 2004.
Hátíðin var haldin 23. október 2004. Þar sýndu 7 leikfélög samtals 11 íslensk stuttverk.
3. Undirbúa Leiklistarhátíð á Akureyri sem halda á dagana 22.-26. júní 2005.
Formaður undirbúningsnefndar, Lárus Vilhjálmsson, og formaður kynningarnefndar, Þorgeir Tryggvason, munu gera grein fyrir þessum lið hér á eftir.
4. Stefna að útgáfu Sögu Bandalagsins 1950-2000 á leikárinu.
Verkið er á lokasprettinum. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær ritið kemur út en fjármögnun útgáfunnar er ekki hafin. Fulltrúi úr ritnefndinni, Þorgeir Tryggvason, mun gera nánari grein fyrir þessum lið hér á eftir.
Erlent samstarf:
Hugleikur fór sem fulltrúi okkar á NEATA leiklistarhátíðina í Eistlandi í ágúst 2004 með sýninguna Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttir í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Voru hátíðargestir yfir sig hrifnir og í framhaldinu bauðst félaginu að fara með sýninguna á IATA hátíðina í Monaco núna seinna í sumar. Hugleikur er annað íslenska leikfélagið til að fara á þessa hátíð en árið 1985 fór Leikfélag Hafnarfjarðar þangað, fyrst íslenskra leikfélaga.
Hátíðina í Viljandi sóttu, auk Hugleiks, starfsmenn skrifstofu BÍL og 3 stjórnarmenn. Auk þess að sjá sýningarnar á hátíðinni sóttu þau fundi NEATA sem haldnir voru á sama tíma.
Starfsfólk skrifstofu sótti norrænt skrifstofumót í Færeyjum sl. haust ásamt formanni sem einnig sat þar stjórnarfund NAR.
6 íslensk ungmenni eru búin að skrá sig í sumarskóla NUTU sem haldinn verður í Færeyjum í sumar. Meðal kennara í skólanum verður margnefnd Ágústa Skúladóttir.
Formaður BÍL situr jafnframt í stjórn NAR, Nordisk Amatör Teater Råd og NEATA, North European Amateur Theater
Alliance. Helsta verkefni stjórnar NAR er að úthluta styrkjum til áhugaleikhópa sem sækja vilja leiklistarhátíðir eða heimsækja áhugaleikfélög á öðrum Norðurlöndum.
Auk þess stendur NAR fyrir og styrkir ýmis verkefni, svo sem leiklistarhátíðir og námskeið. Á starfsárinu sótti formaður tvo fundi vegna þessa, í Lillehammer í Noregi og í Þórshöfn í Færeyjum.
Lokaorð:
Starfsemi BÍL er í föstum skorðum og samkvæmt starfsáætlun aðalfundar. Fjárhagur er viðunandi og aðsetur þjónustumiðstöðvarinnar við Laugaveg 96 orðin skuldlaus eign BÍL. Bandalagið hefur hæfa og ágæta starfsmenn og rekstur sumarskólans gengur samkvæmt áætlun. Framundan er leiklistarhátíð á Akureyri, og virðist sem framboð leikýninga þar verði viðunandi. Hins vegar er erfitt að fá kostunaraðila að hátíðinni og er það tæpast í takt við þá velmegun, sem jafnan er vitnað til. Starfsemi aðildarfélaga BÍL hefur hins vegar oft verið meiri og fleiri félög virk. Þetta vandamál er ekki bundið við áhugaleikfélög og virðist sem þörf sé á félagslegri vakningu á menningarsviðinu, a.m.k. hvað varðar þátttöku almennings í áhugastarfsemi um sviðslistir. Vonandi verður leiklistarhátíð bandalagsins á Akureyri nú í sumar hvetjandi í þá veru. Stjórn BÍL þakkar sérstaklega framkvæmdastjóra og starfsmönnum samstarfið svo og skólastjórnendum leiklistarskóla BÍL, samstarfsaðilum í Þjóðleikhúsinu og forsvarsfólki einþáttungahátíðar í Borgarleikhúsi.
Gert á Egilsstöðum 5. maí 2005
Einar Rafn Haraldsson, formaður
7. Ársreikningur.
Vilborg skýrði ársreikning. Reksturinn hafði verið svipaður frá fyrra ári. Fasteign Bandalagsins hafði hækkað í verði. Hún sagði frá athugasemdum sem ævinlega bærust frá endurskoðanda vegna stærðar lagers, en skýrði í leiðinni að nauðsynlegt væri að hafa svo stóran lager til að geta sinnt þörfum félaganna varðandi förðunarvörur. Breytingar verða gerðar á liðnum “annar rekstrarkostnaður” í framtíðinni. Blönduð starfsemi má ekki lengur vera heldur þarf búðin að vera talin fram sér, óháð skrifstofu. Þessi breyting gæti haft einhver áhrif á hversu mikið þarf að greiða í virðisaukaskatt en það ætti þó að koma í nokkurn veginn sama stað niður.
Ársreikningur 2004 í PDF-formi
8. Umræður um 6. og 7. lið.
Lárus Vilhjálmsson spurði um markaðsvirði eignarinnar.
Vilborg sagði það ekki hafa verið formlega kannað.
Reikningar samþykktir.
9. Skýrslur nefnda.
Skýrsla skólanefndar:
Gunnhildur Sigurðardóttir las.
Í skólanefnd eru auk mín Sigríður Karlsdóttir, Anna Jeppesen, Huld Óskarsdóttir og Þorgeir Tryggvason. Leiklistarskóli BÍL var settur í áttunda sinn í júní 2004, í skólanum var 51 nemandi, fleiri en nokkru sinni áður, á fjórum námskeiðum.
Þau voru: Leiklist 1, kennari Ásta Arnardóttir, framhaldsnámsekið í leikstjórn, kennari Sigrún Valbergsdóttir, sérnámskeið í leiklist, kennari Ágústa Skúladóttir og textasmiðja, kennari Þorgeir Tryggvason. Í apríl 2005 var svo haldið helgarnámskeið í bardagatækni á sviði. Það var haldið í Reykjavík, nemendur voru 9 og kennari Ine Camille Björnsten.
Í ár eru í boði þrjú námskeið; leiklist 2, kennari Árni Pétur Guðjónsson, Leikstjórn 1, kennari Sigrún Valbergsdóttir og sérnámskeið fyrir leikara, kennari Rúnar Guðbrandsson. Skólin mun starfa frá 11.-19. júní að Húsabakka í Svarfaðardal.
Á síðasta aðalfundi var í skýrslu skólanefndar sagt frá gríðarlegri aðsókn í skólann og vandamál varðandi inntökuskilyrði þegar aðsókn er svona mikil. Þá voru kynnt viðmið sem skólanefnd einsetti sér að fara eftir bæði til að til að auðvelda umsækjendum að gera sér ljóst hvort þeir uppfylli skilyrðin og einnig til að auðvelda skólanefnd að fjalla um umsóknir. Í ár er annað uppi á teningnum því að þessu sinni er ekki enn fullbókað í skólann og eru enn laus pláss á leikstjórn 1 og leiklist 2. Hins vegar er fullbókað á sérnámskeið fyrir leikara. Og það er þannig með þessi námskeið að til þess að þau standi undir sér er lágmarksþátttaka 12 nemendur. Ég vil því nota tækifærið og auglýsa eftir nemendum í skólann. Það vantar nefninlega ekki marga uppá og það væri alveg synd ef námskeiðin féllu niður þegar þó þetta margir hafa skráð sig.
Leiklistarskólinn var til umræðu á aðalfundi og haustfundi BÍL og komu þar fram margar góðar ábendingar um framtíð skólans, bæði hvað varðar ytri umbúnað svo sem húsnæðismál og einnig innra starf svo sem nám og kennslu. Slík umræða er mikill styrkur fyrir skólanefnd þó svo að ekki sé hægt að verða við öllum óskum sem fram koma. Umræða um styttri námskeið hefur skilað sér í helgarnámskeiði í apríl sem tókst mjög vel þó að aðsókn hefði mátt vera meiri og nú er fyrirhugað er að bjóða upp á fyrirlestahelgi um tækni- og hönnunarmál á komandi hausti.
Einnig hefur oft komið upp spurning um hvernig nám í skólanum skili sér inn í leikfélögin. Skólanefnd hefur rætt um það að á 10 ára afmæli skólans 2007 verði tilbúin úttekt á starfsemi skólans m.a. hvaða áhrif hann hefur haft á leiklist í landinu. Og þar sem nefndarmenn eru bjartsýnir á að slík úttekt á skólanum verði honum í vil finnst þeim tilvalið að nota hana til að kynninngar á starfsemi skólans. Umræða um hvað eigi að gera í tilefni 10 ára afmælisins hefur því verið í gangi og nú fer að koma tími framkvæmda.
Að lokum vil ég aftur minna á að það eru laus pláss í skólanum í sumar og ég skora á alla sem hér eru að hugsa nú heim í sitt félag og velta fyrir sér hvort ekki er einhver sem er að missa af frábæru tækifæri til að, (og nú vitna ég í aðalmarkmið leiklistarskólans sem tekið er úr menningarstefnu bandalagsins) að afla sér menntunar í listinni og til að þroskast í menningarlegu og faglegu tilliti.
Umræður:
– Þorgeir Tryggvason tók undir hvatningarorð Gunnhildar til almennra félagsmanna að sækja skólann. Lagði áherslu á gagnsemi leikstjórnarnámskeiða.
– Margrét Ásgeirsdóttir spurði hvort skólinn yrði áfram staðsettur á Húsabakka.
– Gunnhildur skýrði frá því að rætt hefði verið um að athuga með betra húsnæði með tilliti til stærðar og aðgengis.
– Lárus bætti við að framtíð Húsabakkaskóla væri óljós þannig að hann hvatti menn til að athuga hvort þeim dytti í hug hentugt húsnæði í sinni heimabyggð fyrir skólann, helst með betra aðgengi og minni kostnaði. Eiðar og Skógaskóli hefðu verið athugaðir óformlega.
– Ingimar Davíðsson lýsti yfir ánægju með framtakið en sagðist ekki hafa kynnst því sjálfur. Sagði gjanan skorta tíma og peninga hjá hans félagsmönnum (í Leikklúbbnum Sögu) sem væru upp til hópa ungir og blankir námsmenn. Spurning hvort hægt væri að koma á einhverju styrkjakerfi fyrir fólk sem ekki hefði þess kosta að sækja skólann, af fjárhagslegum ástæðum.
– Guðrún Halla skýrði frá 5.000 kr. mótframlagi til félaganna í ríkisstyrk fyrir að senda fólk á skólann. Benti hún einnig Sögu-fólki á menningarfulltrúa Akureyrar til að sækja um styrki. Tók undir með Togga varðandi ágæti leikstjórnarnámskeiða. Sagði þau vera erfið, en einkar nytsamleg. Líka sem leikaranámskeið.
– Hrund Ólafsdóttir sagði frá sinni miklu reynslu af skólanum. Sagðist hafa fengið þau svör, óbeint, að hún væri of hæf til að fara í háskólanám, m.a. vegna þess fjölda námskeiða sem hún hefði tekið á Bandalagsskólanum. Hún taldi námskeiðin sem hún hafi sótt hafa nýst vel, bæði fyrir hana sjálfa og félagið.
– Margrét Tryggvadóttir skýrði frá því að hún hefði fengið styrki til námskeiðanna á Húsabakka hjá sínu stéttarfélagi.
– Einar Rafn tók undir athugasemdir um ágæti leikstjórnarnámskeiðanna.
– Lárus taldi leiklistarhátíðina hafa letjandi áhrif á aðsókn að skólanum. Velti því upp að e.t.v. þyrfti að kynna skólann betur utan Bandalagsins líkt og gert var á upphafsárum hans.
– Júlíus tjáði fundinum að hann hefði tekið leikstjórnarnámskeið 3 ár í röð og sagðist vera betri maður eftir. Spurði hvort fólk óttaðist e.t.v. að verða háð skólanum. Þetta væru óneitanlega miklir peningar þegar safnaðist saman. Sagðist ekki hafa heyrt að Húsabakkaskóli yrði fjarlægður þó hætt yrði að nota hann sem barnaskóla. Þótti ekki ráð að stækka skólann.
– Gunnhildur þakkaði fyrir góðar undirtektir og umræður.
Skýrsla sögunefndar.
Þorgeir Tryggvason las.
Sögunefnd skipa þau Sigrún Valbergsdóttir, Einar Njálsson og Þorgeir Tryggvason. Nefndin hefur haft þann eftirsóknarverða starfa að lesa yfir handrit söguritara, Bjarna Guðmarssonar, jafnóðum og því vindur fram. Það er jafnframt gleðilegt að upplýsa að þeim þætti í starfi nefndarinnar er nú lokið. Bjarni er búinn að skrifa sig í gegnum þessa fimmtíu ára sögu fram til ársins 2000.
Næsta verkefni nefndarinnar er að lesa handritið í heild sinni og gera athugasemdir við það. Ætlunin er að því ferli ljúki með fundi þann 23. maí næstkomandi. Þá verður einnig hafist handa af fullum krafti við að finna og velja myndir í bókina.
Af því tilefni langar nefndina og söguritara til að hvetja þá sem eiga flottar, skemmtilegar, mikilvægar og/eða hneykslanlegar myndir sem tengjast starfsemi Bandalagsins, að gauka þeim að okkur.
Þegar Bjarni hefur unnið úr athugasemdum nefndarinnar verður handritið síðan sent í fyrsta í fyrsta prófarkalestur og í framhaldi af því kynnt stjórn Bandalagsins.
Áform um útgáfu og tímasetningu hennar er síðan í höndum þessa fundar og stjórnar.
– Vilborg benti á að frá árinu 2000 skrifaði sagan sig í rauninni sjálf í formi ársrits og á mun ítarlegri hátt hvað varðaði innra starf félaga innan hreyfingarinnar. Því ætti ekki að vera þörf á að rita söguna aftur eftir á með þessum hætti.
Skýrsla vefnefndar:.
Hörður Sigurðarson las.
Leiklistarvefurinn – Skýrsla vefnefndar
Lögð fram á aðalfundi BÍL í Stykkishólmi 7.-8. maí 2005
Um vefnefnd
Vefnefnd Leiklistarvefjarins er ekki formlega kjörið né skipað apparat en segja má að auk undirritaðs og starfsmanna Þjónustumiðstöðvar skipi nefndina þeir LárusVilhjálmsson, Ármann Guðmundsson og Þorgeir Tryggvason.
Almennt
Leiklistarvefurinn hefur átt í ýmsum erfiðleikum á liðnu ári. Það hefur þó að mestu snúið að ytri málum og hefur vonandi ekki verið mjög áberandi fyrir notendur. Fyrirtæki það sem hefur þjónustað og hýst vefinn frá upphafi hefur átt í rekstrarerfiðleikum og afleiðingin hefur verið að ýmsar nýjungar og endurbætur sem ákveðnar höfðu verið hafa ekki komist til framkvæmda. Þar á meðal má nefna endurhönnun á spjallkerfinu sem er að verða nokkuð úrelt, nýtt verslunarkerfi auk ýmissa annarra viðbóta.
Í kjölfar þessara erfiðleika hefur sú ákvörðun verið tekin að skipta um vefumsjónarkerfi og hýsanda og má búast við að þær breytingar muni eiga sér stað á næstu vikum. Gera má ráð fyrir að einhverjir erfiðleikar verði því samfara en þar sem sumarið hefur að jafnaði verið rólegasti tíminn í leiklistinni og þar af leiðandi á vefnum, vonum við að það komi lítið niður á þeirri þjónustu sem leiklistaráhugamenn eru farnir að búast við á Leiklistarvefnum.
Aðsókn
Þrátt fyrir það sem hér hefur verið rakið er samt margt jákvætt að finna frá liðnu ári hjá Leiklistarvefnum. Meðal annars má nefna að um þetta leyti á síðasta ári stóð sem hæst ritun keðjuleikrits á vefnum sem vakti töluverða athygli og heppnaðist mjög vel. Í síðustu skýrslu vefnefndar hafði undiritaður efasemdir um að búast mætti við mikilli aukningu á aðsókn eins og hefur gerst árlega frá því vefurinn var opnaður árið 2001. Þær efasemdir voru okkur til ánægju, ekki á rökum reistar því enn má sjá umtalsverða aukningu á milli ára. Hér fyrir neðan fylgja töflur og gröf sem sýna aðsókn á vefnum eftir mánuðum, annarsvegar eftir einstökum heimsóknum og hinsvegar eftir einstökum vélum.
Heimsókn á vefinn er skilgreind þegar síða á vefnum er opnuð. Einstakar vélar eru hinsvegar þær tölvur sem heimsækja vefinn. Sama tölvan getur því verið skráð með heimsókn oftar en einu sinni í mánuði en tölvan sjálf er aldrei skráð nema einu sinni. Ganga má út frá því að fjöldi einstakra tölva sé svipaður og fjöldi einstaklinga sem sækja vefinn.
Meðaltalsaukning heimsókna frá fyrra ári
2004 til 2005 = 33%
Meðaltalsaukning einstaklinga frá fyrra ári
2004 til 2005 = 50%
Þessar tölur gefa til kynna að fjöldi einstaklinga sem sækja vefinn hefur aukist en þeir sem hafa bæst við sækja vefinn ekki jafnoft og og hinir sem fyrir voru.
Efni á vefnum
Efnistök á vefnum eru í nokkuð föstum skoðrum. Fréttir berast yfirleitt frá félögum þegar um frumsýningar og stórviðburði er að ræða en þó er stundum á því misbrestur. Einnig er enn nokkuð algengt að myndefni fylgi ekki eða er ófullnægjandi.
Umfjöllun um leiksýningar hefur aldrei verið meiri og hafa ýmsir komið þar við sögu auk undirritaðs og má þar helst til telja Lárus Vilhjálmsson sem hefur verið sérlega afkastamikill á því sviði. Nokkrir aðrir hafa fjallað um leiksýningar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Umfjöllunin hefur vakið athygli og stundum deilur eins og eðlilegt er en það er okkar trú að leiklistaráhugafólk kunni að meta það að kollegar þeirra fjalli opinberlega um verk þeirra. Þeir sem standa að vefnum eru þeirrar skoðunar að umræða um starf áhugaleikfélaganna sé af hinu góða. Ef umfjöllun um sýningar er heiðarleg, fagleg og hreinskilin, eflir hún starf félaganna þegar til lengri tíma er litið.
Horft fram á við
Þrátt fyrir það sem á undan er ritað um erfiðeika á liðnu ári er ekki ástæða til að óttast um framtíð Leiklistarvefjarins. Þó að stundum mæði nokkuð á þeim sem sinna vefnum má fullyrða að hann er öflugasti og að öllum líkindum mest sótti leiklistarvefur landsins. Þó ekki liggi áreiðanlegar tölur bakvið er greinilegt á leiklistarspjallinu að aðsókn hefur aukist mjög fráleiklistaráhugamönnum sem standa utan hreyfingarinnar og er það ánægjulegt.
Full ástæða er þó til að halda vökunni og sem oftar er ástæða til að ljúka þessari skýrslu með þeirri hvatningu til félaganna og félagsmanna þeirra að vera nú duglegri að senda inn
fréttir, umfjallanir og myndir og taka þátt í því góða samfélagi sem skapast hefur á Leiklistarvefnum.
Fyrir hönd vefnefndar
Hörður Sigurðarson
Guðrún Halla spurði, varðandi talningu á heimsóknum, hvort talið sér eftir fjölda tölva sem heimsæki vefinn, ekki hve oft hver.
Hörður: Hvoru tveggja hefur verið gert, en sú aðferð er notuð þegar athugað er hve margir skoði vefinn á ákveðnu tímabili. Hann hefur miðað við mánuðinn.
Huld Óskarsóttir hrósaði umfjöllunum um sýningar sem birtar hefðu verið á vefnum. Hvatti fleiri til að skrifa um sýningar.
Ingimar lýsti yfir ánægju með vefinn. Spurði hvort búið væri að ganga frá nýju kerfi, hvaða kerfi væri að taka upp og hvað það kostaði.
Hörður auglýsti eftir fleirum til að skrifa umfjallanir. Sagði frá því að leiklistarvefurinn myndi færast yfir í kerfi sem héti Mambo. Ekki þyrfti að greiða fyrir það sem slíkt, en eitthvað þarf að greiða fyrir þjónustu og vistun.
Lárus sagði ánægjulegt að gagnrýni hefði vakið athygli. Þótti spjallkerfið erfitt og óþjált í notkun en sagði Mambo bjóða upp á skemmtilegri lausnir. Hvatti fleiri til að skrifa umfjallanir, sérstaklega úti á landi. Hvatti menn ennfremur til að taka upp stjörnugjöf.
Regína tók til máls fyrir hönd kjörnefndar: Endurtók að formaður væri í kjöri auk eins sætis í stjórn og tveggja í varastjórn. Enn hægt að tilkynna framboð.
Þorgeir og Huld kynntu vísi að veggspjalda- og leikskráasýningu. Hvöttu aðra sem hefðu slíkt meðferðis til að hengja slíkt upp í rými fyrir framan fundarsal.
Skýrslur undirbúningsnefnda
leiklistarhátíðar.
a)Skýrsla framkvæmdanefndar. Lárus Vilhjálmsson las.
Það má segja að skipulagning vegna leiklistarhátíðar á Akureyri dagana 22-26. júní hafi gengið nokkuð vel. Samstarf við Akureyrarbæ hefur verið með ágætum og búið er að binda flesta lausa enda varðandi gistingu, hátíðarklúbb, lokahóf og sýningapláss.
Það eru þó nokkur atriði sem hafa valdið vonbrigðum í skipulagningu hátíðarinnar. Þar má nefna að ekki hefur gengið vel að fá styrktaraðila til liðs við okkur og við þurfum að spyrja okkur hvernig standi á því. Eins hafa undirtektir félaganna valdið vonbrigðum. Aðeins sóttu sex íslensk félög um að taka þátt í hátíðinni og það er lítið ef litið er til þess að u.þ.b. sextíu félög eru í bandalaginu. Eins hefur ekki gengið eins vel og t.a.m. á hátíðinni 2000 að fá fólk til starfa sem sjálfboðaliðar á hátíðinni. Ég vil skora á þau félög sem eru hér á fundinum að hvetja alla í sínum röðum að sækja um. Hérna frammi liggja umsóknareyðublöð og eins á vefnum okkar.
Það er frágengið að eftirfarandi félög taka þátt í hátiðinni.
Freyvangsleikhúsið með Taktu lagið Lóa.
Leikfélag Hörgdæla með Stundarfrið.
Leikfélag Hafnarfjarðar með Birdy og Dýragarðssögu
Leikfélag Kópavogs með í Allra kvikinda líki
Hugleikur með Patataz
Leikfélag Kópavogs og Hugleikur með Memento Mori
Cirkity Gravikus frá Svíþjóð með 40% of Nothing
Jonava Leikhúsið frá Litháen með Konur
Þessi félög hafa líka áhuga á að koma með sýningar sínar en það er óstaðfest ennþá:
Leikklúbburinn Saga með Davíð Oddsson Superstar
Leikfélag Selfoss með Náttúran kallar
Eins og sést af þessari upptalningu eru þetta spennandi og skemmtilegar sýningar sem taka þátt í hátíðinni. Auk sýninganna verða uppákomur í hátiðarklúbbi og á lokakvöldi auk leiksmiðja í sviðsslagsmálum, theatersport og stompi.
Ég hvet ykkur öll til að mæta í góða veðrið á Akureyri núna í júní og taka þátt í stærsta leiklistarviðburði ársins. Leikum núna!
Lárus Vilhjálmsson
formaður framkvæmdanefndar leiklistarhátíðar
b) Skýrsla kynningarnefndar.
Þorgeir Tryggvason las.
Kynningarnefnd leiklistarhátíðar skipa þeir Þorgeir Tryggvason, Ármann Guðmundsson, og Júlíus Júlíusson. Auk þess hafa Lárus Vilhjálmsson og Vilborg Valgarðsdóttir setið fundi nefndarinnar fyrir hönd framkvæmdanefndar og Hörður Sigurðarson lénsherra hefur einnig komið þar við.
Sunnandeild kynningarnefndar hefur fundað tvisvar og lagt á ráðin um hvernig hátíðinni verði best komið á framfæri við áhugaleikhúsfólk, almenning og fjölmiðla. Til að vekja athygli á henni meðal leikfélaganna var útbúið plakat þar sem félögin voru hvött til þátttöku og það sent formönnum í nokkrum eintökum.
Næstu skref í störfum nefndarinnar eru síðan að útbúa kynningarbækling ætlaðan almenningi, og halda blaðamannafund þar sem hátíðin og dagskrárliðir hennar yrðu kynntir fyrir fjölmiðlafólki. Nefnin mun nota tækifærið hér á þessu þingi til að funda sameinuð í fyrsta sinn og leggja á ráðin um framhaldið.
Umræður:
– Júlíus spurði hvers vegna félög víðar að af landinu sæktu ekki um að koma með sýningar á hátíðina. Velti fyrir sér hvort það væri vegna þess að flestir stjórnarmenn væru að norðan eða sunnan. Sagði hátíðina vera einstakt tækifæri sem félögin hefðu til að sýna sig og sjá önnur.
– Vilborg benti á að fulltrúar að austan og vestan væru í stjórn. Hún sagðist hafa frest til 10. maí til að staðfesta hótelbókanir. Eftir það yrði að láta herbergi sem ekki liti út fyrir að þyrfti að nota, laus. Benti á dýnugistingu í íþróttahöllinni. Heildarverð fyrir svoleiðis pakka með öllu væri 15.000 kr., eða miklu ódýrara og ekki þyrfti að láta vita af því strax. Hún hvatti alla sem hefðu hugsað sér að vera á hátíðinni til að láta vita fyrir mánudag hvort þeir vildu gista á hótelinu.
– Guðrún Halla spurði hvers vegna Bandalagið væri að halda hátíð. Þótti þátttaka leikhópa og mæting á aðalfund ekki benda til þess að ástæða væri til þess. Kostnaður of mikill ef áhuginn væri ekki meiri en þetta. Hugsanlega verið að leggja í stórt verkefni sem ekki væri síðan áhugi fyrir.
– Ármanni Guðmundssyni þótti vanta mótíveríngu, eða ástæðu fyrir almenna félagsmenn til að sýna starfsemi Bandalagsins áhuga. Þótti ekki vera verið að gera nóg til að vekja áhuga manna á heildarstarfi bandalagsins. Sá áhugi ekki sjálfgefinn. Hvað er hægt að gera til að vekja áhuga almennra félagsmanna. Þróun undanfarinna ára hefur verið til fækkunar fólks og minnkandi áhuga á allri starfsemi. Fer verr ef ekkert verður að gert.
– Hrund þótti L2000 stórkostleg hátíð, þó margt mætti laga. Þótti full ástæða til að halda hátíðir á 5 ára fresti og sagðist vita af heimsóknum sínum til leikfélaga um allt land að áhugi á leiklist væri gríðarlega mikill. E.t.v. ástæða til að breyta áherslum í hvatningu til að fá fólk til að koma saman og iðka leiklist. Vildi fá skýringar frá einhverjum viðstaddra hvers vegna félög viðkomandi myndu ekki taka þátt í hátíðinni í sumar. Auðvitað ekki hægt að halda dýra hátíð ef áhugi er ekki fyrir hendi.
– Lárus tók undir með Guðrúnu Höllu og skýrði frá því að hvarflað hefði að mönnum að hætta við. Verið að leggja 3-5 milljónir undir. Spurning hvort ætti að vera að eyða fjármunum bandalagsins í þetta ef áhugi væri ekki fyrir hendi. Vildi einnig heyra frá þeim sem ekki ætluðu að taka þátt. Hvort til eru lausnir? Hvaða hvatning þyrfti að vera? U2 tónleika í tengslum við bandalagsþing? Vill heyra sjónarmið annarra félaga. Eru menn á móti hátíðinni?
– Þorgeir taldi hvatningu og kynningu út í félögin vanta. Taldi bandalagsmenn hafa sofnað á verðinum eftir tilkomu skólans þar sem hún skilaði mörgum inn í starfið til að byrja með. Hins vegar væri síðan skólasókn frá fáum félögum og yfirleitt þeim sömu sem og þátttaka í öðru starfi. Fólk þyrfti ekki ástæðu til að fara ekki á hátíð, heldur þarf ástæðu til að fara. Þótti félög sem tækju þátt alls ekki of fá og gæði sýninga á þessari hátíð mikil. Las bls. 183 úr Sögu bandalagsins.
– Vilborg benti á að leiklistarhátíð væri á starfsáætlun. Kannski betra að ræða hvort halda ætti hátíðina undir þeim lið?
– Ingimar sagði að Bandalagið hefði ekki verið hans félagsmönnum mjög ofarlega í huga þessi 5 ár sem hann væri búinn að starfa með Leikklúbbnum Sögu. Taldi leiklistarhátíðina munu auka sýnileika Bandalagsins. Þeirra fulltrúar á fundinum sáu fundarboð og auglýsingu um hátíð á netinu. Sáu hvorki fundarboð eða veggspjöld. Honum þótti sýnt að auka þyrfti bein samskipti bandalagsins við félagsmenn. Spurning um að sníða sér stakk eftir vexti og halda hátíð sem er smærri í sniðum.
– Guðrún Halla benti félögum í Sögu á að gá í póstkassa hjá fyrrverandi formanni.
– Ása Gísladóttir tók undir með Þorgeiri, um að ekki þyrfti ástæðu til að fara ekki á hátíð. Hennar leikfélag sótti um að koma til álita sem athygliverðasta áhugaleiksýning ársins, vildu ekki sækja um á hátíðina ef ske kynni að þau þyrftu líka að sýna í Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Húsavíkur starfar yfirleitt ekki á sumrin. Einhverjir einstaklingar munu þó mæta á hátíð sem gestir.
– Ármanni þótti Leiklistarvefurinn vannýttur til annars en sem frétta- og upplýsingamiðill. Ætti að notast til að koma frekari skilaboðum til félaganna. Þótti vanta greinarskrif frá formanni og stjórn á vefnum. Spurning um að senda stjórnarmeðlimi í landshluta og halda fundi og ganga eftir því að fólk mæti. Fólk veit almennt ekki nóg um Bandalagið og starfsemi þess. Þarf að leggja á sig meiri vinnu við beina kynningu við leikfélögin.
– Björgvin Gunnarsson skýrði frá því að ástæða þess að Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefði ekki sótt um að komast á hátíðina væri sú að þau voru með sýningu með 70 börnum, hljómsveit og gríðarlegri sviðsmynd, sem ekki væri hægt að ferðast með.
– Ólöf Þórðardóttir sagðist hafa rætt um upplýsingastreymi til félaga á þingi í fyrra. Aðsóknarleysi í skólann virðist ekki útskýrast af hátíð þar sem ekki væri mikil aðsókn á hana heldur og margir ætluðu að vera á báðum stöðum. Þótti samt ekki rétt láta þátttökuleysi bitna á virkum félögum sem þátt tækju í öllu starfinu. Stjórnin þyrfti að vera sýnilegri, hvatningu vantar. Sagðist ætla á á hátíð, til að skemmta sér.
– Einar Rafn þakkaði góðar ábendingar. Kvaðst ekki vilja vera ósýnilegur. Sagði frá því að stjórn og varastjórn hefðu skipt með sér félögum og að hringt hefði verið í hvern einasta formann síðastliðinn vetur. Þetta átak virðist þó ekki hafa skilað sér.
10. Drög að starfsáætlun.
Sigríður Karlsdóttir kynnti umræðuhópa sem skyldu taka til starfa eftir hádegishlé og erindi frá fulltrúa menntamálaráðuneytis.
Hádegishlé.
Fundi framhaldið kl. 13.00
Þorgeir Ólafsson frá menntamálaráðuneyti hélt stuttan fyrirlestur um vinnuferli menntamálaráðuneytisins í menningarmálum.
Fór yfir deildarskrifstofuskipan innan ráðuneytisins og menningarhluta stefnuyfirlýsingar stjónvalda frá 1999. Ekki hefur verið gefin út heildstæð stefna í menningarmálum en víðfeðmt svið heyrir undir lista- og menninarmál. Nefndir menningarmála og menningarstofnana sinna því sérstaklega en nefndarmenn ekki launaðir sérstaklega lengur. Um 600 umsóknir um fjárstyrki til safna og lista berast árlega. Stjórnsýslumál hafa verið að færast út til fagfélaganna. Í fjölþjóðasamstarfi má sjá að verksvið hvers starfsmanns innan ráðuneytisins er breiðara hér á landi en annars staðar.
Fjárlagagerð. Yfirleitt ekki farið að tillögum ráðuneytis.
Menntamálaráðuneyti hefur fengið fyrirmæli um að skera niður undanfarin 12 ár. Menningarmál eiga erfitt uppdráttar þegar ekki eru til peningar í skóla. Fyrirspurnir á Alþingi tíðkast nær eingöngu fyrir kosningar en þá fer mikið af dýrmætum tíma ráðuneytisins í upplýsingaöflun vegna alþingismanna í kosningaleik.
Ráðuneytið á langt í land með að vera með heildstæðan strúktúr á styrkjakerfi menningarmála.
Bandalag ísl. leikfélaga eru einu samtökin sem bæði fá styrki til verkefna og reksturs skrifstofu og þykir full ástæða til. Um er að ræða fjárfrekari starfsemi en t.d. starfsemi kóra. Mönnum er ljóst að það þarf að styðja vel við bakið á áhugaleiklist í landinu, jafnt sem atvinnuleikhúsunum – annað þrífst ekki án hins.
Annars er litlum fjármunum veitt til menningar- og menntamála. Samstarfssamningar eru ekki á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi íþróttir eða menningarmál.
Þorgeiri þótti vanta úttekt á starfsemi leikfélaganna með tilliti til þess hvaða afleiðingar breytingar á leiklistarlögum hafi haft. Einnig mætti skoða áhrif sameiningar sveitarfélaganna á leikfélögin. Honum þótti bagalegt að heyra að félög gætu ekki lengur ráðið til sín atvinnufólk og þótti ljóst að finna þyrfti leiðir til þess að leikfélögin gætu átt til þess fjármuni. Fyrirmæli að ofan kveða þó oftast á um að menn: „Leiti lausna sem ekki hafi í för með sér aukin ríkisútlát.“
En endurskoðun á kerfinu er í gangi. Rætt hefur verið um sviðslistasjóð eða sviðslistaskrifstofu. Ekki þykir ástæða til að hrófla við Bandalaginu í núverandi mynd, en spurning er hvort fjárlagaliðurinn ætti e.t.v. að heita sjóður. Ekki ætlunin að sameina fjárlagaliði atvinnu- og áhugaleikstarfsemi.
Ráðuneytið hefur haft svigrúm til að veita ferðastyrki, um 12-1300 þúsund á ári. Hugleikur og Leikfélag Kópavogs hafa fengið styrki nýlega. Þörfin er greinilega mikil. Spurning hvort festa ætti ferðastyrki í sessi, stofna jafnvel ferðasjóð í umsýslu stjórnar Bandalagsins til að auðvelda félögum að ferðast með sýningar, innanlands sem utan.
Fyrirspurnir:
– Vilborg spurði um forgangsröðun peninga. Styrkir til atvinnuhópa hafa hækkað mikið á undanförnum árum en áhugaleikfélögin staðið í stað. Væri ekki réttara að samræmi væri í því? Áhugaleikhúsasjóðurinn hækkaði t.d. um 2 milljónir á meðan Sjálfstæðu leikhóparnir hækkuðu um 10? (Hún taldi það sambærilega hækkun með tilliti til fjárhagslegs eðlismunar starfseminnar.)
Svar: Ráðherrar hafa ekki skýrt þetta misræmi. Reynt að ná samkomulagi á milli atvinnuleikhópa og ríkis í ýmsum málum eins og t.d. kvikmyndamálum. Atvinnumenn fengu alls ekki allt sem þeir vildu, en fengu hækkun. Það þarf mikla pólitík til að fá styrki hækkaða. Þeir sem hafa hæst fá yfirleitt mesta peninga.
– Einar Rafn sagði frá því að áhugaleikhúshreyfing norðmanna, NAT, fengi lottópeninga. Því á ekki það sama við hér? Góð hugmynd að festa ferðastyrki.
Svar: ungmenna- og íþróttahreyfingar hafa verið mjög fastheldnar á lottópeningana. Allar umræður um að eitthvað af þeim ætti hugsanlega að renna til menningarmála hefur mætt harðri andspyrnu. Ísland er eina landið í vestur-Evrópu sem ekki fær happdrættisfé til menningarmála.
– Hörður spurði út í sjóðaform á styrkveitingum. Hverjir væru kostirnir við það? Menningarsjóður félagsheimila mikilvægur fyrir ferðafé leikfélaga.
Svar: Lagaheimildir þurfa að vera fyrir fjárveitingum. Leiklistarsjóðir stæðu sterkari fótum, lagalega séð. Hins vegar er erfiðara að fá hækkanir í sjóði. Félagsheimilasjóður er staðnaður. Spurning um hvort vera ætti almennur menningarsjóður. Það er engin skýr verkaskipting til á milli ríkis og sveitarfélaga. Nýbúið er að gera menningarsamning við Austurland en við það skapast ósamræmi við aðra landshluta. Óákveðið hvort ríkið á að sjá um þessi mál eða hvort gera á samninga við sveitarfélög. Menningarmál eru einu málin sem alþingismenn hafa getað stjórnað eftir geðþótta og hentugleikum. Þarf að koma á skýru samkomulagi og verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga.
– Guðrún Halla sagði greinilegt að menn þyrftu að ræða málin við alþingismenn sinna kjördæma.
– Embla sagði að erfiðlega hefði gengið á Vesturlandi að fá menningarsamning við ríkið. Sameiningarátak er í gangi en þess er vel gætt að ekki verði dregið úr stuðningi við leikfélög í Borgarfirði. Félög verða hvert og eitt að passa upp á sitt.
Svar: Félög sem eru mörg í sama sveitarfélagi standa sérlega höllum fæti.
– Lárus sagði ástandið hafa breyst mikið við breytingar á leiklistarlögum, til hins verra. Viðræður við sveitarfélög eru víða í gangi um þetta mál.
Svar: Þorgeir hefur ekki fengið svör frá ráðherra varðandi þetta mál. Taldi menn hafa verið of bjartsýna þegar lögunum var breytt. Gekk vel þegar svipað var gert með tónlistarskóla.
– Lárus spurði hvort formlegt erindi frá bandalaginu myndi breyta einhverju?
Svar: Gera þyrfti úttekt í samstarfi ráðuneytis og BÍL. Hvaða árangri starfið skilar í hinu stóra leiklistarsamhengi.
– Embla bætti við að Samtök sveitarfélaga gætu e.t.v átt eitthvað innlegg í þá vinnu.
Umræðuhópar tóki til starfa kl. 13.45. Hópar fengu tíma til umræðna til kl. 15.30.
Fundi framhaldið kl. 15.45.
11. Kjörnefnd tilkynnti niðurstöður.
Regína kynnti eftirfarandi framboð.
Til formanns buðu sig fram: Einar Rafn Haraldsson, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Guðrún Halla Jónsdóttir, Freyvangsleikhúsinu, og Þorgeir Tryggvason, Hugleik.
Til stjórnar gáfu kost á sér: Ármann Guðmundsson, Hugleik, Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar og Þórvör Embla Guðmundsdóttir, Umf. Reykdæla.
Til varastjórnar gáfu kost á sér: Guðrún Esther Árnadóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar, Hrund Ólafsdóttir, Leikfélaginu Sýnum og Ingimar Davíðsson, Leikklúbbnum Sögu.
12. Lagabreytingar.
Fyrir fundinum lágu 2 lagabreytingatillögur. Regína las:
Tillaga I:
6. grein , stafliður a, hljóðar nú svo:
Aðalfundur er æðsta vald Bandalagsins og skal hann haldinn eigi síðar en í september ár hvert. Stjórn Bandalagsins ákveður þingstað hverju sinni. Aðalfundur skal boðaður með minnst mánaðar fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina þingstað, fundartíma og dagskrá fundarins. Fundarboði skal fylgja fundargerð síðasta aðalfundar og reikningar Bandalagsins, svo og framkomnar lagabreytingartillögur. Tillögur til lagabreytinga skulu sendar þjónustumiðstöð Bandalagsins eigi síðar en 6 vikum fyrir aðalfund. Hvert aðildarfélag hefur eitt atkvæði á aðalfundi og skal einn fulltrúi fara með atkvæðið. Heimilt er að tilnefna annan fulltrúa til vara. Allir fundarmenn hafa málfrelsi og tillögurétt. Kjörbréf til handa fulltrúanum og varamanni hans skulu staðfest af formanni eða ritara viðkomandi félags og afhent starfsfólki þjónustumiðstöðvar fyrir fundinn. Aðalmenn í stjórn Bandalagsins hafa eitt atkvæði hver.
Lagt er til að 6.a hljóði svo:
Aðalfundur er æðsta vald Bandalagsins og skal hann haldinn eigi síðar en í september ár hvert. Stjórn Bandalagsins ákveður þingstað hverju sinni. Aðalfundur skal boðaður með minnst mánaðar fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina þingstað, fundartíma og dagskrá fundarins. Fundarboði skal fylgja fundargerð síðasta aðalfundar og reikningar Bandalagsins, svo og framkomnar lagabreytingartillögur. Tillögur til lagabreytinga skulu sendar þjónustumiðstöð Bandalagsins eigi síðar en 6 vikum fyrir aðalfund. Hvert aðildarfélag hefur eitt atkvæði á aðalfundi og skal einn fulltrúi fara með atkvæðið. Heimilt er að tilnefna annan fulltrúa til vara. Allir fundarmenn hafa málfrelsi og tillögurétt. Kjörbréf til handa fulltrúanum og varamanni hans skulu staðfest af formanni eða ritara viðkomandi félags og afhent starfsfólki þjónustumiðstöðvar fyrir fundinn.
Tillaga 2:
7. grein hljóði svo – viðbætur með hástöfum:
Stjórn Bandalagsins fer með æðsta vald Bandalagsins milli aðalfunda. Hana skipi 5 menn, formaður, varaformaður, ritari og tveir meðstjórnendur. Þeir skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn, þannig að annað árið er kosinn formaður og einn stjórnarmanna, en næsta ár þrír stjórnarmenn. Formaður er kosinn sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. STJÓRNARMANN MÁ ENDURKJÓSA TVISVAR SINNUM.
Á sama hátt skal kjósa ýmist tvo eða þrjá í fimm manna varastjórn, sem kveða skal til funda í forföllum aðalmanna. VARASTJÓRNARMANN MÁ ENDURKJÓSA EINU SINNI.
STJÓRNARMAÐUR SEM SETIÐ HEFUR ÞRJÚ KJÖRTÍMABIL GETUR GEFIÐ KOST Á SÉR TIL STJÓRNARSETU AÐ NÝJU AÐ EINU ÁRI LIÐNU. ÞAÐ SAMA GILDIR UM VARASTJÓRNARMANN SEM SETIÐ HEFUR TVÖ TÍMABIL.
Kosningar skulu bundnar við uppástungur. Formaður boðar til stjórnarfunda. Halda skal minnst fjóra stjórnarfundi á ári og skulu fundargerðir sendar út til félaganna. Fundur er lögmætur ef minnst þrír aðalmenn mæta.
Þorgeir Tryggvason, flutningsmaður, talaði fyrir tillögunum. Bar fram frávísunartillögu á seinni tillögu. Þótti ekki viðeigandi að leggja hana fram á þessum fundi þar sem hann væri sjálfur í framboði til formanns.
-Einar Rafn sagðist skilja rökstuðning flutningsmanns en þótti engu að síður rétt að að tillagan yrði rædd og tekin til afgreiðslu.
-Þorgeir ítrekaði að sér þætti slæmt að láta afgreiða hana á þessum fundi. Vildi að hún yrði rædd óháð því sem væri að gerast í stjórnarkjöri.
-Hörður sagði einfalda lausn á vandanum að gera dagskrárbreytingu þannig að lagabreytingar yrðu á dagskrá eftir stjórnarkjör.
-Þorgeiri þótti verra að hin tillagan yrði afgreidd eftir stjórnarkjör.
-Lárus vildi láta ræða tillögurnar strax. Þótti betra að afgreiða strax en að geyma hana.
Tillaga um dagskrárbreytingu, þess efnis að lagabreytingartillögur yrðu á dagskrá eftir stjórnarkjör. Liður 12 verði tekinn fyrir eftir lið 15.
Tillagan samþykkt með 9 atkvæðum gegn 6. 5 sátu hjá.
13. Tillögur lagðar fyrir fundinn.
Engar tillögur lágu fyrir fundinum.
14. Starfsáætlun afgreidd.
Tillaga að starfsáætlun stjórnar og aðildarfélaga Bandalags íslenskra leikfélaga leikárið 2005-2006:
Almenn starfsemi:
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar í samræmi við lög BÍL
2. Rekstur fasteigna skv. viðhaldsáætlun
3. Útgáfa Ársrits fyrir leikárið 2004-2005
4. Starfsemi Leiklistarskóla BÍL skv. námskeiðaáætlun
5. Rekstur vefsíðunnar leiklist.is skv. tillögum vefnefndar
6. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum til starfsemi áhugaleikfélaganna, þjónustumiðstöðvar Bandalagsins og Leiklistarskóla þess.
7. Halda áfram samstarfi við Þjóðleikhúsið með Athyglisverðustu áhugasýningu ársins
Sérverkefni starfsársins:
1. Halda alþjóðlega leiklistarhátíð á Akureyri dagana 22.-26. júní 2005
2. Stefna að útgáfu Sögu Bandalagsins 1950-2000 á leikárinu
3. Halda stuttverkahátíð í samstarfi við Borgarleikhúsið fyrri hluta árs 2006
Hópur 1. Margrét Ásgeirsdóttir.
Innan hópsins kom fram athugasemd um hvers vegna hópurinn fjallaði ekki um starfsáætlun í heild sinni.
Hópurinn gerði engar athugasemdir við liði 1, 2, 3, eða 5 á starfsáætlun.
Miklar umræður urðu um lið 4, skólann. Skólanefnd leiti skipulega til formanna félaganna eftir úttekt á því hverju það hefur skilað fyrir félögin að senda fólk í skólann. Úttekt á því hverju skólinn hefur breytt fyrir félögin.Menn voru almennt sáttir við námskeiðsáætlun eins og hún lítur út.
Hópur 2. Dýrleif Jónsdóttir:
Í hópnum voru: Huld Óskarsdóttir, Guðmundur Lúðvík Þorvaldssson, Jón Stefán Sigurðsson, Ingimar Davíðsson og Halldóra B. Ragnarsdóttir.
Liður 6. Félögin hafi sjálf meira samband við sveitarstjórnir, alþingismenn, menningarsjóði og þrýsti á um styrkveitingar. Halda áfram að þrýsta á um aukin framlög til reksturs þjónustumiðstöðvar. Reynt verði að fá framlagt húsnæði frá menntamálaráðuneyti fyrir skólann.
Liður 7. Hópurinn var nokkuð sammála um að AÁÁ gæti verið góð auglýsing og vekti umtal. Æskilegt væri öll valnefndin sæi allar sýningar á staðnum. Spurning um að leita eftir ferðastyrkjum fyrir nefndina.
Sérverkefni 3: Hópurinn stakk upp á að gengið yrði til samstarfs við Borgarleikhúsið um að bandalagið fái einn dag á ári í húsinu, en ekki hafa hann endilega eyrnamerktan stuttverkahátíð.
Hópur 3. Hrund Ólafsdóttir:
Leiklistarhátíð: Búið að ákveða að halda hana og ánægja með það í hópnum. Ekki þótti nógu gott að ekki væri meira úrval af sýningum á hátíðinni. Félögin þyrftu að hafa hátíðina í huga strax við upphaf leikárs og setja upp ódýrari og ferðavænar sýningar. Ein ástæða fyrir þáttökuleysi eflaust sú að mörg félög starfa ekki á sumrin, sérstaklega félög af landbúnaðarsvæðum. Er rétt að hafa hátíðina fastan lið á 5 ára fresti? Félög séu meðvituð um samstarf. Ákveða alltaf sama stað. Af hinu góða að fólk sæki hátíðina þó menn séu ekki með sýningar.
Umræða um formannatappann, margfræga. Hvernig væri hægt að gera hátíðina aðgengilega og sýnilega fyrir hinn almenna félaga. Spurning um að samræma hátíðartíma við orlofsviku sumarhúsanna? Gera hana fjölskylduvænni? Láta berast meira hvað sé á dagskrá annað en sýningar. Félög hafi tengilið við bandalagið í stjórnum sínum.
Saga bandalagsins. Ánægja með verkefnið. Mælt með að allir eignist eintak.
Stuttverkahátíð: Rétt að hafa hana að vori. Lágmark eitt og hálft ár á milli hátíða. Vinnureglur valnefndar þyrftu að vera skýrari. Tilkynna þarf þátttöku miklu fyrr til að hægt sé að hætta við hátíð ef þátttaka er ófullnægjandi.
– Lárus sagði gaman að heyra margar góðar hugmyndir. Sagðist hafa fengið martröð um stuttverkahátíð. Þótti reynslan af hátíðinni ekki góð. Þótti réttara að félögin á höfuðborgarsvæðinu héldu svona stuttverkahátíð sjálf þar sem þátttaka utan af landi væri í mýflugumynd.
– Gunnhildur ræddi um hugmyndir varðandi skólann.
Spurning um að nota skýrslu til að knýja á um frekari styrki til skólans frá menntamálaráðuneyti, í kringum 10 ára afmæli skólans. Góð hugmynd að leita til formanna félaganna eftir árangursmati. Gjarnan hefur verið farið eftir því sem hefði verið rætt á fundum, hlerað utan úr hreyfingunni, eða komið fram í könnunum eftir skóla. M.a. hafa verið sett á námskrá námskeið sem síðan hefur ekki náðst þátttaka á, þrátt fyrir að áhugi hafi virst vera.
– Þorgeir sagðist hrifinn af hugmyndinni um samstarfið við Borgarleikhúsið. Telur stuttverkahátíð hafa verið á misskilningi byggða. Stuttverkaformið ekki form sem félög almennt væru að stunda. Gott að hafa samstarf við Borgarleikhúsið, dagur áhugaleikhúss í því húsi er góð hugmynd.
– Einar Rafn sagðist sammála því.
– Hörður: Þótti stuttverkahátíð ekki sniðug, en samstarf við Borgarleikhúsið gott og ekki rétt að henda því út úr starfsáætlun að óathuguðu máli.
Einar Rafn setti fram breytingatillögu á starfsáætlun. 3. liður sérverkefna hljóði svo:
Halda áfram samstarfi við Borgarleikhúsið
Það sem eftir stendur falli út.
Breytingartillaga borin undir atkvæði.
Samhljóða samþykkt.
– Hörður ræddi Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins. Sá sýningu síðasta árs, varð yfir sig hneykslaður og fúll yfir vali nefndarinnar og skrifaði langhund á Leiklistarvefinn. Sagðist svo sem hafa séð verri sýningar en þessa en þótti móðgun
að sú sýning hafi verið valin athyglisverðust. Hann sá sjálfur margar betri og athygliverðari sýningar þennan vetur sem hefðu átt betur heima þarna. Sagði eðlilegt að skiptar skoðanir væru um valið en þótti þetta alls ekki eðlilegt val.
– Einar Rafn sagði frá því að hann skrifaði pistil á vefin um þessa sýningu og þótt hún alls ekki vera athyglisverðasta áhugasýning þess árs en hafði á tilfinningunni að Þjóðleikhúsfólkið hefði aðra sýn á hvað væri athyglivert í áhugaleikhúsi. Áréttaði að tala þyrfti við Þjóðleikhúsfólkið og reyna að ná samstöðu um málið.
– Þorgeir sagði að iðulega hefðu sýningar sem fyrir valinu orðið verið til sóma. Þarf að tala um þetta við nýjan Þjóðleikhússtjóra. Hann minnti einnig á að bandalagið hefði sjálft valið hafa ekki puttana í valinu á sínum tíma. Getum ekki bæði sleppt og haldið. Vilji atvinnumanna virðist stundum standa til þess að áhugaleikhús sé á ákveðinn hátt sem hefur ekkert að gera með leiklist.
– Lárus sagði síðustu AÁÁ ekki hafa verið einkennandi fyrir góða leiklist í okkar röðum. Vill að verk séu metin að gæðum, en ekki einhverju öðru undarlegu. Vildi ræða eitt mál varðandi Leiklistarhátíð. Á L2000 var verðlaunaafhending. Spurði hvað mönnum þætti um það. Frakvæmdanefnd væri ekki viss um hvort svoleiðis á að vera. Vildi vita hvað mönnum þætti.
– Hörður minnti á að þetta hefði verið rætt á haustfundi og ákveðið að hafa verðaunaveitingar. Gott að menn skuli hafa skoðun á AÁÁ. Vill ekki að bandalagið hafi með valið að gera beint. Það skiptir máli hvaða mat Þjóðleikhúsið leggur á áhugaleikhús. Ef eitthvað er bogið við það mat þarf að athuga hvernig á því stendur. Stjórn skrifaði bréf og fór fram á viðræður um þessi mál á 10 ára afmæli verkefnisins. Ekki barst svar við því erindi. Honum þótti rétt að ræða málin við nýjan þjóðleikhússstjóra.
– Vilborg áréttaði að búið væri að ákveða að hafa verðlaun og hver þau yrðu og of seint væri að fara að breyta því. Hún sagði frá því að Hlín Agnarsdóttir frá Þjóðleikhúsinu yrði á hátíðakvöldverði. Um að gera að ræða við hana málin.
– Guðrún Halla lýsti ánægju með tillögurnar. Húsnæðismál skólans, heyrði í manni sem er núna að stjórna skóla vestur í Dölum á vegum UMFÍ. Ekki vitlaust að skoða hvort við kæmumst inn þar. Hún tók fram að Skógaskóli væri samt flottur.
– Hrund þótti rétt að fundurinn ákvæði formlega með ályktun að eitthvað yrði gert í sambandi við Þjóðleikhúsmálið. Hún sagði mikið að gerast í Þjóðleikhúsinu og taldi að formlegt erindi myndi skila betri árangri. Leiklistarhátíðin: spyr um hvað sé fyrirhugað annað en sýningar á hátíðinni. Skemmtanir í klúbb og þvíum líkt. Sagði frá því að leikfélagið Sýnir yrði með jaðarhátíð á sama tíma, fjöllistir og ýmislegt fleira.
– Þorgeir svaraði sem formaður kynningarnefndar. Sagði einmitt næsta verk að taka saman pistil um sýningar og aðra viðburði á hátíðinni og senda öllum félögum.
– Huld sagðist hafa svefntruflanir vegna leiklistarhátíðar. Sagðist hafa leikið alls staðar nema í Samkomuhúsinu og hafði áhyggjur af vöntun á “blackbox” sýningarrými þar sem flestar eða allar sýningar á hátíðinni kölluðu á þannig rými. Síðast þegar hún lék í Ketilhúsinu var þar myndlistarsýning og ekki mátti snerta veggina.
– Lárus sagðist hafa talið upp sýningar og leiksmiðjur í skýrslu framkvæmdanefndar fyrr á fundinum. Dagkrá klúbbs kemur í ljós síðar. Þótti rétt að hafa hátíðina betur mótaða áður en farið farið að kynna dagskrá formlega. Það er á hreinu að hátíðin hefur bæði Húsið og Ketilhúsið til umráða. Að öðru leyti verður að miða sýningar við aðstæður. Félög sem sóttu um vissu að hverju þau gengju með sýningarrými.
– Ólöf minnti á að til umræðu væri tillaga að starfsáætlun, ekki innra skipulag leiklistarhátíðar.
Ingvar Brynjólfsson gerði breytingartillögu á 7. lið starfsáætlunar.
Við núverandi lið bætist: Að stjórn BÍL hefji þegar í stað gerð áætlunar um að komast að forsendum fyrir vali á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins.
– Hörður sagðist efnislega sammála tillögunni en þótti þetta of nákvæmt til að hafa í starfsáætlun. Nóg að fram kæmi í fundargerð vilji væri til að gera þetta.
Breytingatillaga borin undir atkvæði.
Felld.
Tillaga að starfsáætlun borin undir atkvæði.
Samþykkt.
15. Stjórnarkjör.
Frambjóðendur til formanns, stjórnar og varastjórnar kynna sig.
Frambjóðendur í varastjórn:
– Guðrún Esther Árnadóttir, Leikfélagi Mosfelssveitar: þótti hafa verið skemmtilegt að vinna með þessari stjórn. Kvaðst vera til í að halda áfram.
– Hrund Ólafsdóttir, Leikfélaginu Sýnum: sagðist hafa ákveðið að verða við áskorunum að bjóða sig fram. Sagðist hafa áhuga á að kynnast betur störfum stjórnar. Gaman að fá að koma inn í það starf, taldi sig hafa mikið að segja um áhugaleikhúsið í landinu af ýmsum ástæðum.
– Ingimar Davíðasson, Leikklúbbnum Sögu: búinn að starfa með áhugaleikhúsi í 5 ár, hlutfallslega lengi miðað við lífaldur. Hefur einnig starfað með atvinnu- og framhaldsskólafélögum. Sagðist hafa litla þekkingu á innra starfi bandalagsins en þótti frábært starf sem innan þess væri unnið og starfsemi leikfélaganna mikilvægt. Taldi reynsluleysi og ungan aldur sinn geta orðið til þess að hann kæmi trúlega með með nýja sýn á málin. Augýsti eftir nýju leikfélagi til að starfa með þar sem hann væri að verða of gamall í Leikklúbbinn Sögu.
Frambjóðendur í aðalstjórn:
– Ármann Guðmundsson, Hugleik: er í varastjórn, og hefur starfað sem ritari skrifstofunnar. Hefur hugmyndir sem hann vill koma að í stjórn.
– Embla Guðmundsdóttir, Umf. Reykdæla: var í varastjórn 1997-99 og kom aftur inn í fyrra. Hefur áhuga á að framgangur bandalagsins verði sem mestur. Vill að stjórnarmenn dreifist um landið. Reynsla af sveitarstjórnarstörfum, telur hana geta nýst bandalaginu.
– Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar: býður sig fram af einskærum áhuga á því að fá að sitja í stjórn bandalagsins. Hefur áhuga á félagsstörfum, yfirhöfuð. Hefur mikla reynslu af félagsmálum og stjórnunarstörfum. Búin að starfa með leikfélaginu í 3 ár.
Fambjóðendur til formanns:
– Einar Rafn Haraldsson, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs: búinn að vera 47 ár í leikhússtarfi. Kosinn í stjórn bandalagsins árið 1992 vegna góðrar fundarstjórnar. Búinn að vera formaður frá 1995. Hefur aldrei áður fengið mótframboð en þótti það heilbrigðismerki samtaka þegar margir byðu sig fram til stjórnarstarfa. Margt hefur gerst í hans stjórnartíð. Tengsl við útlönd styrkst. Formaður bandalagsins hefur verið formaður NAR og Ísland hefur haft áhrif í samstarfinu. Tekist hefur vel að koma sjónarmiðum stjórnar á framfæri.
– Guðrún Halla Jónsdóttir, Freyvangsleikhúsinu: sagðist vera búin að sitja í stjórn í 12 ár. Hefur setið alla stjórnarfundi frá þeim tíma, nema hvað hún hafi misst af hálfum stjórnarfundi og einu þingi. Telur sig hafa það sem til þarf til að vera formaður. Hefur oft gengið í störf formanns. Er að láta undan þrýstingi til framboðs. Hyggst sitja í 2 ár.
– Þorgeir Tryggvason, Hugleik: hefur starfað með fjölda leikfélaga um allt land. Hefur gengið í öll störf í leikhúsi. Hefur starfað fyrir bandalagið á ýmsan hátt, verið ritari skrifstofu, í varastjórn og í ýmsum nefndum. Hefur verið í pontu mikið á fundum og meira til gagns en ógagns. Telur sig hafa þekkingu reynslu og metnað. Þarf að vinna í ýmsu, styrkjamál þarf að setja á oddinn. Hefur sérstakann metnað til þess að fleiri nýti sér þá kosti sem bjóðast í alþjóðlegu samstarfi. Vill að fleiri sækist eftir að fara á hátíðir. Eins eru alls kyns möguleikar á menntun erlendis. Alþjóðlegt samstarf þarf að felast í fleiru en fundarsetum.
Fundarhlé.
Fundi framhaldið 8.5.2005 kl. 10.00.
15. Stjórnarkjör, framhald.
Fundarstjóri kynnti framboð til formanns. Kosning.
Atkvæði féllu þannig:
Einar Rafn Haraldsson, 4 atkvæði
Guðrún Halla Jónsdóttir, 11 atkvæði
Þorgeir Tryggvason, 4 atkvæði
Ógilt: 1 seðill
Guðrún Halla Jónsdóttir var réttkjörinn formaður.
Fundarstjóri kynnti framboð til eins sætis í stjórn. Kosning.
Atkvæði féllu þannig:
Ármann Guðmundsson, 4 atkvæði
Embla Guðmundsdóttir, 12 atkvæði
Ólöf Þórðardóttir, 4 atkvæði
Embla Guðmundsdóttir var réttkjörin í stjórn.
Fundarstjóri kynnir framboð í varastjórn. Auk þeirra sem áður voru kynntir bauð Ólöf Þórðardóttir sig fram. Kosning.
Atkvæði féllu þannig:
Guðrún Esther Árnadóttir, 12 atkvæði
Hrund Ólafsdóttir, 17 atkvæði
Ingimar Davíðsson, 16 atkvæði
Ólöf Þórðardóttir, 15 atkvæði
Hrund Ólafsdóttir, Ingimar Davíðsson og Ólöf Þórðardóttir voru réttkjörin í varastjórn.
16. Kosin kjörnefnd og félagslegir endurskoðendur.
a) Tillaga að nýrri kjörnefnd:
Jón Eiríksson, Regína Sigurðardóttir, Ingólfur Þórsson og Huld Óskarsdóttir til vara.
Samþykkt.
b) Tillaga að því að félagslegir endurskoðendur verði áfram: Anna Jórunn Stefánsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir og Júlía Hannam til vara.
Samþykkt.
12. Lagabreytingar.
Fundarstjóri las upp lagabreytingartillögu 1.
Sjá tillögur hér að ofan.
Þorgeir Tryggvason talaði fyrir tillögu 1. Þótti augljóst að stjórnarmenn ættu ekki að fara með atkvæði. Félög ættu að bera fulla ábyrgð á ákvörðunum og stjórn ætti síðan að breyta eftir þeim. Miklu breyti að stjórn hafi hátt hlutfall atkvæða. Stjórn gæti haft samræmdar og aðrar skoðanir en félögin. Þetta fyrir komulag geri ennfremur að verkum að 5 félög innan bandalagsins hafi 2 atkvæði. Þetta fyrirkomulag fríar leikfélögin ábyrgð á ákvarðanatöku á aðalfundum.
Ólöf studdi tillöguna, en setti fram breytingartillögu:
Við tillögu I bætist setningin: Stjórn hafi eitt atfkvæði sem formaður fer með í umboði stjórnar. Henni þótti stjórn hafa of mikið vald á aðalfundum eins og staðan væri en þótti rétt að hún hefði eitt atkvæði.
Fundarstjóri las breytingartillöguna.
Guðrún Halla, nýkjörinn formaður, þakkaði fundarmönnum kosningu sína. Sagðist vera á móti báðum tillögum. Taldi menn sitja í stjórn fyrir öll leikfélög, ekki bara sitt. Taldi einnig nauðsynlegt að stjórn hefði völd til að koma í veg fyrir að fráleitar hugmyndir væru samþykktar á aðalfundum.
– Þorgeir: að sjálfsögðu á stjórn að hafa hagsmuni heildarsamtakanna í huga. En stundum fara hagsmunir félaganna ekki saman innbyrðis og hver stjórnarmaður talar út frá sinni sannfæringu. Stjórnarmenn eru félagar í leikfélögunum sínum. Telur og mikil völd og ábyrgð stjórnar vera eina ástæðu fyrir sinnuleysi félaganna þegar kemur að því að senda fulltrúa á fundi. Stjórn á ekki að hafa vit fyrir félögunum, félög eiga að hafa vit fyrir sér sjálf.
– Huld studdi tillöguna. Þótti fráleitt að stjórn hefði atkvæðisrétt. Ljóst að félög með stjórnarmann hafi 2 atkvæði. Aðalfundur ráði. Samþykkti ekki rökstuðning um að stjórn eigi að geta fellt mál sem upp koma á aðalfundum.
– Lárus var andvígur breytingunni, lítur á sig sem einstakling í stjórn en ekki fulltrúa síns félags á aðalfundum. Taldi attkvæði stjórnarmanna geta komið í veg fyrir ákvarðanir sem hefðu í för með sér meiri fjárútlát en stjórn réði við. Taldi að breytingin myndi hugsanlega fæla fólk frá trúnaðarstörfum.
– Þorgeir tók fram að sér þætti þetta með að sum félög hefðu tvö atkvæði vera aukaatriði. Grundvallaratriði væri að félögin taki sínar ákvarðanir sjálf. Í þessu fælist grundvallarmunur á félögum og félagasamtökum. Sagðist ekki muna dæmi þess a tillögur aðalfundi hefðu stefnt bandalaginu í voða. Stjórnarmenn geti alveg eins gert mistök og aðrir aðalfundarmenn.
-Ingimar sagðist sjá rök bæði með og á móti tillögunni. Þótti óhæft að stjórnamenn væru valdalausir. Samt slæm staða að þeir fari með 25% atkvæða. Sammála tillögu Ólafar.
– Ólöf sagðist ekki telja að stjórnarmenn sætu í stjórn vegna atkvæðaréttar á aðalfundum og því undarlegt að ætla að brottnám hans myndi fæla menn frá trúnaðarstörfum. Félög kjósa stjórnina. Mál stoppa að sjálfsögðu sjálfkrafa í stjórn ef ekki eru til peningar til þeirra eða þau eru óframkvæmanleg að öðru leyti.
– Einar Rafn tók fram að til að samþykkja lagabreytingu þyrfti tvo þriðju hluta atkvæða. Á þessum fundi gæti stjórnin nánast fellt hana ein, ef hún væri einhuga.
Dagskrártillaga um að ganga strax til atkvæða borin upp. Samþykkt með 11 atkvæðum.
Lagabreytingartillaga I frá Þorgeiri borin undir atkvæði.
Samþykkir: 8
Andvígir: 10
Tillagan felld.
Lagabreytingartillaga með viðbót Ólafar borin undir atkvæði:
Samþykkir: 9
Andvígir: 9
Tillagan felld.
Lagabreytingartillaga 2:
Ingólfur las.
Þorgeir talaði fyrir tillögu 2 og sagðist með þessu vera að leggja til að hámarkstímalengd til setu í stjórn og varastjórn, í einum rykk, sé 10 ár. Taldi það vera hæfilega lengd á stjórnarsetu. Hann taldi þaulsætni stjórnarmanna til vansa fyrir samtökin. Æskilegt að hreyfanleiki sé meiri, fleiri hafi reynslu af að sitja í stjórn og viti um hvað þeir eru að tala.
– Einar Rafn: gerist stjórnarmenn of þaulsætnir eiga menn að bjóða sig sig fram á móti sitjandi stjórn. Óþarfi að setja slíkt í lög samtakanna.
– Jón Eiríksson sagðist ekki vilja samþykkja þessa breytingu. Sagðist þekkja dæmi þess að svipuð lög stæðu félögum fyrir þrifum.
– Þorgeir samþykkti að best væri að menn hikuðu ekki við að bjóða sig fram gegn sitjandi stjórnarmönnum. Þau undur
gerðust á aðalfundi 1991 og þóttu mikil tíðindi. Hefur ekki gerst síðan fyrr en í dag. Telur það ekki vera vegna almennrar ánægju með störf stjórnar. Ítrekaði að menn þyrftu ekki að hætta stjórnarstörfum endanlega eftir tímabilið, nóg að menn tækju sér eins árs hlé.
– Ingimari þótti þessi tillaga bera merki forræðishyggju og vera lýðræðishamlandi. Félaganna að sjá til þess að hagur
bandalagsins sé tryggður með mannabreytingum í stjórn. Taldi æskilegra að reyna að mælast til þess að menn bjóði sig fram gegn sitjandi stjórn.
– Hrund þótti tillagan ekki bera merki forræðishyggja. Vissi til þess að svipuð ákvæði hefðu gefið góða raun í sumum félögum. Fleiri hafi reynslu af stjórnarstörfum. Tillöguna þyrfti að samþykkja.
– Ólöf studdi tillöguna, þótti hamlandi þegar menn sætu of lengi. Menn kunna ekki við að bjóða sig fram á móti sitjandi stjórnarmanni. Ef breytingin reynist til vandræða er lítið mál að breyta til baka.
– Lárus var hissa á tillögunni. Sá ekki ástæðu til að breyta lögum. Hugmyndir utan úr hreyfingunni koma inn til stjórnar, hún er ekki einangruð. Tekur fram að leikfélagið sem hann er í væri dautt ef viðlíka hömlur væru á stjórnarsetu þar sem þar er fámennur hópur sem gefur sér tíma í slíkt.
– Embla tók undir með Lárusi, hafði reynslu af því að svona hömlur hafi verið settar, gekk ekki til lengdar. Fáir hafa áhuga
á heildarstarfi bandalagsins. Fólk sem vill starfa, starfi.
– Þorgeir: reynslusögur af þessu fyrirkomulagi margar og mismunandi. Best væri að þetta gengi þannig fyrir sig að hreyfing á stjórn væri sjálfvirk, en ástandið virðist ekki vera þannig í dag. Ekki verið að tala um neitt mjög stutta setu og fólk geti komið inn aftur.
– Einari Rafni þótti nóg talað. Lagði til að þegar verði gengið til atvæða.
Fellt þar sem aðeins einn var eftir á mælendaskrá sem þegar hafði verið lokað.
– Ármanni þótti vafasamt að líkja saman bandalaginu og leikfélögum þar sem bandalagið væri miklu stærri og fjölmennari samtök. Studdi tillöguna. Spurði ennfremur hvernig menn ættu að meta hvernig stjórnarmenn væru búnir að standa sig. Almenningur innan samtakanna hafi ekki forsendur til að vita hvernig einstaklingar standa sig í stjórn.
Tillaga 2 borin undir atkvæði.
Meðmælir: 5
Andvígir: 12
Tillagan felld.
17. Árgjald.
Guðrún Esther las upp tillögu frá stjórn:
Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga leggur til að árgjöld aðildarfélaga verði áfram kr. 30.000 fyrir leikárið 2005-2006. Félög sem setja upp tvær styrkhæfar sýningar á leikárinu borgi eitt og hálft gjald eða 45.000 og félög sem setja upp þrjár sýningar eða fleiri borgi tvöfalt gjald eða kr. 60.000. Félög sem setja ekki upp styrkhæfa sýningu á leikárinu borgi hálft árgjald eða kr. 15.000.
Samþykkt samhljóða.
18. Önnur mál.
Árni Grétar Jóhannsson, fulltrúi bandalagsins í stjórn NUTU flutti stuttan pistil um þau samtök. Nú á bandalagið fulltrúa í stjórn NUTU (Nordisk Ungdoms Teater Udvalg) í fyrsta sinn í langan tíma. NUTU stendur fyrir leiklistarskóla á hverju sumri fyrir 16-25 ára. Árni fór fyrst til Noregs í skólann í fyrra og fer í sumar til Færeyja, með 6 manna hóp. Skipulagið er þannig að fyrst eru teknir 5 dagar í námskeið, þá 2 dagar í ferð um svæðið, og svo 5 dagar í námskeið. Upplýsingabæklingur lá frammi á fundinum og upplýsingar mátti einnig finna á Leiklistarvefnum.
Þorgeir spurði hvort hópurinn væri dreifður, þ.e. frá öllum landshornum.
Svar: hópurinn nokkuð dreifður.
Guðrún Halla spurði hvort umsóknarfrestur væri liðinn.
Svar: nei. 5 skráðir, mega vera 10. Kostnaður er kr. 20.000 utan ferða. Umsóknarfrestur rennur út á þriðjudag (10. maí). Árni sagði þetta vera góðan skóla, taldi upp kennara sem verða þetta árið. M.a. er Ágústa Skúladóttir frá Íslandi.
Ármann hélt áfram að ræða atkvæðisréttarmál. Þóttist hafa séð að í flestum tilfellum væri samræmi á milli atkvæða félagsmanna á aðalfundum og stjórnarmanna frá sama félagi.
Þorgeir lýsti ánægju með að bandalagið væri farið að nýta sér NUTU-samstarfið. Það hefði ræst úr því þrátt fyrir að það hefði upphaflega stefnt í að verða skelfilegt batterí. Um að gera að senda fólk til að nýta sér það sem er í boði. Hvatti fundarmenn til að senda unga fólkið í sínum félögum af stað. Honum þóttu námskeið og viðburðir eiga að vera meira áberandi á vefnum. Stakk upp á að settir yrðu varanlegir hlekkir í vinstri dálki á forsíðu vegna þeirra námskeiða og hátíða sem fyrir dyrum stæðu á hverjum tíma. Hafðir virkir á meðan umsónarfrestur á þá viðburði er. Undarlegt að enginn skuli hafa nýtt sér leikstjórnarnám í Klaipeida. Kennsla fer fram á ensku.
Hugmynd: listi yfir félög sem sækja um að koma til greina sem Athygliverðasta áhugaleiksýning ársins verði birtur viku til
hálfum mánuði fyrir þing. Menn hafa ævinlega gaman af að spá í spilin varðandi valið, fyrirfram, en það er erfitt ef menn vita ekki nákvæmlega hverjir sækja um.
Vilborg bað menn að leggja greiðslur fyrir þátttöku á þinginu inn á reikning bandalagsins. Minnti á að umsóknarfrestur í skólann rynni út á þriðjudag (10. maí), enn væru laus pláss. Einnig þyrfti að tilkynna ef menn hyggðust panta hótelpláss á Akureyri á hátíðinni, sama dag. Reiknað er með að á hátíðinni verði 230-250 manns. Í litlu húsunum þarf að sýna 2 sýningar á hverju verki.
Las upp hverjir hefðu tekið að sér hvaða verkefni á hátíðinni:
Ingimar Davíðsson – Tæknimál, sér um að taka saman þau tæki sem til eru á svæðinu.
Gunnhildur Sigurðardóttir – Leiksmiðjur
2 sviðsmenn hafa boðið sig fram
Hörður Sigurðarson – Leiðsögumaður Litháa
Gísli B. Gunnarsson – Leiðsögumaður Svía
Ármann Guðmundsson – Opnunarhátíð
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Fanney Valsdóttir – Upplýsingamiðstöð
Þorgeir Tryggvason – Gagnrýni og hátíðarklúbbur
Dýrleif Jónsdóttir – Fjáröflun á lokasprettinum
Annars vantar fólk á alla pósta. M.a. vantar í skipulagningu á lokahófi.
Tilraun til að veita einhvers konar bandalagsgrímu mistókst. Innsendar upptökur 22, vantar margar.
Júlíus tók að sér að sjá um skipulagningu lokahófs.
Þorgeir sagði frá því að Hjalti St. Kristjánsson úr Hugleik vildi gjarnan vera starfsmaður. Sagðist til í að selja klúbbstjórastarf. Sagði frá skemmtilegu atriði frá lokahófi úti í Eistlandi þar sem leikhópar voru látnir herma eftir sýningum hvers annars.
Guðrún Halla sagði nánar frá örlögum grímutilraunarinnar. Útskýrði hugmynd að tilraun sem fram kom á haustfundi. Upptökur skiluðu sér seint og tók of langan tíma að láta þær ganga á milli stjórnar- og varastjórnarmanna. Borin von að hægt væri að hafa verðlaunaafhendingu á hátíðinni. Fram hafa komið ýmsar hugmyndir til að auðvelda ferlið. Ein þeirra hreinlega sú að hafa valnefnd og fólk sæki um? Þetta virkaði allavega ekki eins og þetta var sett fram upphaflega.
– Vilborg tók fram að innsendar upptökur giltu sem fylgigögn með styrkumsóknum, og vildi að þær verði varðveittar á skrifstofunni en ekki sendar aftur heim til félaganna eins og gert hefur verið.
– Lárus benti á að upptökur séu líka misjafnar að gæðum. Taldi ekki hægt að dæma gæði leiks eða sýninga af slæmum upptökum.
– Ármann sagði stundum líta út fyrir að menn leggðu sig fram um að gera vondar upptökur. Menn yrðu að vanda betur það sem þeir væru að gera. Ekki hafa hnakka áhorfenda meirihlutann af mynd.
Þorgeiri þótti þetta undarleg hugmynd. Skildi ekki samhengi við alvöru-Grímuna. Ef fara ætti eitthvað í það mál þótti honum sýnt að í flokknum leikskáld ársins ættu þau leikskáld einnig að koma til greina sem skrifuðu fyrir áhugaleikhús. Þau væru jafnrétthá í leikskáldafélaginu og engin ástæða til að útiloka þau. Vildi vita hvað væri í pípunum hjá bandalaginu og/eða leiklistarsambandinu varðandi þetta mál.
Júlíus svaraði því til að tilraunin hefði átt að athuga framkvæmdaatriði um hvort hægt væri að láta ákveðinn hóp fólks sjá allar sýningar innan bandalagsins. Athuga með hvaða hætti það væri hægt? Þess vegna var tilraunin gerð.
Lárus sagði hugmyndina hafa fengið góðar undirtektir á haustfundi og því hafi verið samþykkt að gera þetta. Tók undir með Þorgeiri varðandi leikskáld. Bandalagið, fulltrúi í Leiklistarsambandinu og Leikskáldafélagið ættu að þrýsta á um þetta.
Ingimar þakkaði fyrir sig og sína kosningu. Var bjartsýnn á að hátíðin yrði góð. Bað hópa sem yrðu á svæðinu að skoða hvað þeir gætu komið með af tæknibúnaði og láta sig vita sem fyrst.
Þorgeir Tryggvasom bar fram tillögu að ályktun:
Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga, haldinn í Stykkishólmi 7. og 8. maí 2005, felur stjórn bandalagsins að fá því framgengt við aðstandendur Grímunnar að íslensk leikrit frumflutt í áhugaleikhúsinu komi til álita við val á Leikriti ársins til jafns við þau sem frumflutt eru í atvinnuleikhúsinu.
Vilborg spurði hvort þetta hefði verið rætt í Leikskáldafélaginu.
Þorgeir svaraði því til að það hefði verið rætt fyrir formannaskipti í félaginu en eftir ætti að ræða þau við nýjan formann.
Tillaga samþykkt.
Halldóra B. Ragnarsdóttir þakkaði fundarmönnum fyrir komuna fyrir hönd Leikfélagsins Grímnis.
19. Næsti aðalfundur.
Ekkert félag hefur boðist til að halda næsta aðalfund.
Fundarstjórar þökkuðu fyrir sig og gáfu fráfarandi formanni orðið.
Einar Rafn þakkaði starfsmönnum fundarins fyrir vel unnin störf. Sagði frá breytingum á lögum í norrænu samstarfi. Íslendingar fá nú hærri ferðastyrk frá NAR en áður. Færeyjar voru teknar inn í samstarfið á síðasta fundi sem fullgilt þjóðland. Höfðu áður verið þriðjungafélag á móti Grænlandi og Álandseyjum. Fyrir liggur tillaga um að lögum NAR verði breytt á þann veg að formenn og varaformenn landssambanda geti einir setið í stjórn NAR. Einar hvatti nýja stjórn til að sinna þessu starfi vel og mæltist til þess að að sá aðili sem tæki við tali skandinavísku.
Einar þakkaði starfsmönnum skrifstofu og stjórnarmönnum fyrir samstarfið. Vonaðist til að Leiklistarskóli bandalagsins yrði metinn að verðleikum sem það flaggskip samtakanna sem hann er.
Þakkaði Leikfélaginu Grímni góðan viðurgjörning og gestrisni og óskaði mönnum góðrar ferðar heim.
Fundi slitið.