Vegna mikillar eftirspurnar verða aukasýningar á Verksmiðjukrónikuni 27. og 28. desember. Leikritið gerist á Akureyri um 1940. Verkafólk í verksmiðjunum stendur í verkfallsbaráttu, bretar eru komnir og miklar breytingar verða í bænum. Karlmenn eru uggandi yfir þeim áhrifum sem hermenn hafa  t.d. á ungu stúlkurnar og bretaþvottur er ekki öllum að skapi, margar skemmtilegar og sérstakar persónur líta þarna dagsins ljós.

Leikritið byggir á ýmsum atburðum sem höfundar verksins, Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir og Saga Jónsdóttir hafa lesið eða heyrt um en margt er fært í stílinn. Leikritið er ekki sagnfræðileg  heimild. 

Miðapantanir í s. 666-0170 og 666-0180 á milli 16:00 og 18:00 alla daga.

Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu félagsins https://www.facebook.com/profile.php?id=100000717182991&fref=ts