Tvær aukasýningar verða á Sjónleik Áhugaleikhúss atvinnumanna, Ódauðlegt verk um draum og veruleika, sem er fjórða í röð fimm Ódauðlegra verka um mannlegt eðli og tilvist. Af því tilefni verður endursýnt Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna á ensku en verkið er annað í röð Ódauðlegu verkanna og var sýnt á dögunum á sviðslistahátíðinni Keðju hér í Reykjavík.

Verkin fimm eru rannsókn á áráttuhegðun mannkyns og ófullkomleika. Þau feta sig inn í augnablikið þar sem maðurinn stendur berskjaldaður frammi fyrir guði og viðurkennir vanmátt sinn. Hvert verk um sig tekur á eiginleikum, þáttum eða áráttum í mannlegri hegðun og tilvist og varpa nýju ljósi á þekktar staðreyndir. Fyrri verk eru Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi (2005), Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna (2009) og Ódauðlegt verk um stríð og frið (2010).

Sýningarnar verða sem hér segir:
Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 21 Ódauðlegt verk um draum og veruleika
Þriðjudaginn 30. nóvember. kl.20 Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna
Þriðjudaginn 30. nóvember. 21.30 Ódauðlegt verk um draum og veruleika

Sjónleikurinn er sýndur í Útgerð Hugmyndahúss háskólanna, Grandagarði 16 (í sama húsi og fiskimarkaður Íslands, gengið inn um Norðurgafl hússins)

{mos_fb_discuss:2}