Leikfélag Kópavogs sýndi nýtt íslenskt leikverk Hringinn í febrúar og mars síðastliðnum. Nú hefur verið ákveðið að bjóða upp á aukasýningar í byrjun maí. Verkið er eftir Hrefnu Friðriksdóttur, leikstjóri er Hörður Sigurðarson, Sváfnir Sigurðarson leggur til tónlist og hljóðmynd og Skúli Rúnar Hilmarsson hannar lýsingu. Aukasýningar verða fim. 3. maí, fös. 4. maí og sun. 6. maí kl. 20.00.

Hringurinn segir frá Evgeníu sem lifir fábrotnu lífi og sinnir tilbreytingasnauðu starfi á opinberri stofnun. Dag einn knýja örlögin dyra hjá henni í mynd rykfallins lögfræðings. Erindi hans er að greina frá fráfalli föðurins sem hún aldrei kynntist og koma til hennar arfi. Föðurarfur Evgeníu er sannarlega óvanalegur og líf hennar tekur í kjölfarið heljarstökk með tvöfaldri skrúfu – upp frá þessu verður ekkert venjulegt í tilveru Evgeníu. En hvað er annars venjulegt!?

Fjölmargir aðrir leggja hönd á í sýningunni og þar á meðal eru 12 leikarar. Guðmann Þór Bjargmundsson sér um myndvinnslu, Rúna Sif Harðardóttir um förðun og að auki koma fjölmargir að smíði og gerð leikmyndar og leikmuna.

Miðapantanir eru í midasala@kopleik.is eða í síma 554-1985.  Nánari upplýsingar á vef leikfélagsins www.kopleik.is.

Hér má sjá myndstiklu úr sýningunni.

{mos_fb_discuss:2}