Vegna mikillar aðsóknar hefur verið bætt við einni aukasýningu á Helgi dauðans og verður hún laugardaginn 26. febrúar kl. 20.00. Aðeins verður þessi eina aukasýning og því um að gera að tryggja sér miða í tíma.Helgi dauðans er nýtt íslenskt leikrit eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Rúnars Lund og Sigurðar H. Pálssonar.

Í Helgi dauðans beinir höfundur sjónum sínum að veruleika íslenskra háskólanema sem reyna eftir fremsta megni að feta einstigið milli lærdóms og skemmtunar, þó skemmtunin verði óvart lærdómsríkari en gott þykir. Raktir eru atburðir einnar helgar á heimili þriggja ungmenna, tvíburanna Birtings og Ninnu og vinkonu þeirra Dagnýjar. Ýmsir litríkir vinir þeirra koma í heimsókn svo og óboðnir gestir. Þríeykið þarf að takast á við óþægilegar uppákomur sem reyna á vináttuna.

Helgi dauðans var frumsýnd 22. janúar sl. í húsnæði félagsins að Eyjarslóð 9. Rétt er að taka fram að sætaframboðið er takmarkað og því um að gera að tryggja sér miða í tíma, en miðasalan fer fram á vef félagsins, www.hugleikur.is. Almennt miðaverð er 1.500 kr. en 1.200 kr. fyrir námsmenn.

{mos_fb_discuss:2}