Sökum mikillar eftirspurnar hefur leikhópurinn Aldrei óstelandi ákveðið að bæta við aukasýningu Á Fjalla-Eyvindi næstkomandi laugardag, 12.nóvember kl 20:00. Leiksýningin Fjalla-Eyvindur var frumsýnd í Norðurpólnum í janúar 2011. Sýningin hlaut einróma lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Grímunnar 2011 sem besta sýning ársins og í kjölfarið var henni boðið á alþjóðalegu leiklistarhátíðina Lokal. Fjalla-Eyvindur er ein af perlum íslenskra leikbókmennta og er byggð á hinni kunnu þjóðsögu um útilegumanninn Fjalla-Eyvind og kvonfang hans Höllu.

Fjalla Eyvindur er ein magnaðasta ástarsaga íslensks leiksviðs og fjallar um stórar ástir og miklar fórnir, flókið samband karls og konu sem talar jafn mikið til okkar í dag og það gerði fyrir hundrað árum síðan. Þetta er óvenjuleg og einstök leikhúsupplifun í hráu rými.

„Ég sá eitt sinn í draumi tvær mannverur, eina lögmál var ást þeirra. Þau voru hvort annars spegill. Í þeim spegli gat ekkert dulist.“

Miðasala í síma 561-0021 eða á midasala@nordurpollinn.com

{mos_fb_discuss:2}