Halaleikhópurinn skipuleggur leiklestra af ýmsu tagi í vetur. Í tilefni að því sendir hópurinn eftirfarandi skilaboð til allra sem áhuga kunna að hafa:

Ertu blundandi skúffuskáld?
Áttu handrit að leikverki sem þig langar að hlusta á leiklesið ?
Handritin þurfa ekki að vera fullbúin og þau mega vera drög eða hlutar – stutt eða löng – létt eða þung.Við erum ekki að leita eftir verkum eftir snillinga, það er öllu líklegra að þú verðir snillingur meðendurtekinni reynslu við að skapa eitthvað. Því ekki að gefa þér tækifæri á að fá verkið sem blundar í þér leiklesið af leikurum á öllum aldri eftir stutt æfingaferli, leikstýrt af atvinnuleikstjórum og/eða öðrum og sýnt fyrir áhorfendur. Þar færðu tækifæri til að heyra og sjá hvernig verkið virkar á þig sem og aðra.

Ertu í stuði?
Hefurðu áhuga á að taka þátt í verkefni eins og þessu? Verkefni sem skuldbindur þig ekki í langan tíma, við stífar æfingar líkt og á fullbúnu leikriti heldur mun skemmri tíma sem þú getur gefið þér í að prófa að lesa leikrit fyrir framan áhorfendur, eftir stutt æfingaferli. Þú þarft samt að gefa þér tíma í nokkur kvöld og mögulega nokkrar helgar, en það fer eftir umfangi verksins. Það verður allt gert í samráði við þig og aðra þátttakendur 🙂 

Er þetta fyrir þig?
Svo ef þú liggur á handriti eða í þér blundar þörf til að takast á við leiklestur settu þig í samband við okkur hjá Halaleikhópnum – Leiklist fyrir alla með skilaboðum í síma.897 5007 eða  á halaleikhópurinn@gmail.com. Kíktu í kaffi til okkar á laugardagsmorgnum milli kl. 11 og 13 í Hátún 12 – inngangur nr. 3 að neðanverðu.

Sýning Halaleikhópsins á Gaukshreiðrinu í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar var valin Athyglisverðasta Áhugaleiksýning ársins árið 2008 og flutt í Þjóðleikhúsinu það ár.
Halaleikhópurinn er einnig handhafi Kærleikskúlunnar árið 2008.
Stjórn er svo með ýmislegt fleira í bígerð sem kemur í ljós seinna.

Kveðja frá stjórn Halaleikhópsins