Þá er komið að hinu árlega vali Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins. 10 verk hafa sótt um að koma til greina að þessu sinni.

Valið verður að venju tilkynnt á hátíðarkvöldverði á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga, sem að þessu sinni verður haldið á Hallormsstað. Helmingur verkanna sem í ár koma til greina er frumsaminn.

Við minnum á umræðuþráðinn neðst í fréttinni, og hvetjum menn til að tjá sig um málið.

Sýningarnar sem sótt var um að kæmu til greina í ár eru:

Stúdentaleikhúsið
Examinasjón í leikgerð og leikstjórn Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar.

Hugleikur og Leikfélags Kópavogs
Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Leikfélag Fljótsdalshéraðs
Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar.

Leikfélag Siglufjarðar
Láttu ekki deigan síga, Guðmundur eftir Eddu Björgvinsdótturog Hlín Agnarsdóttur í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar.

Leikdeild Ungmennafélagsins Vöku í samstarfi við Ungm.fél. Baldur og Ungm.fél. Samhygð

Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare í leikstjórn Gunnars Sigurðssonar.

Hugleikur
Epli og eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar.

Leikdeild Ungmennafélagsins Íslendings
Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backmann í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur.

Halaleikhópurinn
Batnandi maður eftir og í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar.

Leikfélags Hornafjarðar
Fiðlarinn á þakinu eftir Joseph Stein og Jerry Bock í leikstjórn Ingunnar Jensdóttur.

Skagaleikflokkurinn
Salka Valka eftir Halldór Laxness í leikstjórn Ingu Bjarnason.

 

{mos_fb_discuss:3}