Listastundin í Tjarnarbíó: verk í vinnslu og nýjar sýningar kynntar
Nú er komið að því!
Leikárið er farið af stað af krafti og því ekki seinna vænna en að opna dyrnar og skyggnast á hvað listamenn Tjarnarbíós eru að skapa og skipuleggja.
Á Arty Hour eru kynnt verk sem verið er að setja upp í húsinu og ýmislegt annað forvitnilegt sem er að ske.
Á þrettánda slíka viðburðinum, miðvikudaginn 23. september kl. 20:00, koma eftirtaldir fram:
– Marta Nordal kynnir nýja verkið sitt, Nazanin, sem var frumsýnt á Lókal á dögunum og er nú í sýningum
– Tinna Hrafnsdóttir kynnir leikritið Lokaæfingu, eftir Svövu Jakobsdóttur, sem verður frumsýnt 4. október næstkomandi
– Franski dávaldurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Gurwann Tran Van Gie sýnir myndina Honest Experience á RIFF og verður með dáleiðslu að sýningu lokinni. Hann segir frá því verkefni
– Northern Marginal Festival er finnsk menningarhátíð og hluti hennar, stuttmyndir og heimildamyndir um jaðarmenningu í finnskri tónlist, fer fram í Tjarnarbíó
– Reykjavík International Film Festival (24. sept. til 4. okt.) fer fram að hluta í Tjarnarbíó. Á dagskránni í húsinu verða kvikmyndasýningar, tónleikar með Cory McAbee og þátttökukvikmyndasýning með The Kissinger Twins. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir kemur og segir frá
– Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna, afhjúpar áhugaverða tölfræði um sviðslistaheiminn sem hann hefur tekið saman