Á síðasta ári voru reglulega haldnir viðburðir í Tjarnarbíó undir nafninu Arty Hour, en þar komu fram þeir listamenn sem voru með vinnustofu eða með verk í vinnslu í Tjarnarbíó. Á morgun verður þeirri hefð haldið áfram.

Arty Hour er haldinn á Tjarnarbarnum, aðgangur er ókeypis og að venju eru ljúffengar veitingar í boði á barnum.

Mælendur verða:

Bjartmar Þórðarson og Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, sem sýna verkið Skepnu um þessar mundir

Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson í leikhópnum Sóma þjóðar munu fjalla um síðasta verk þeirra, MP5, sem og nýtt stykki

Ragnar Ísleifur Bragason í Kriðpleir með verkið Síðbúin rannsókn

– Meðlimir Möguleikhússins, en þau setja upp verkið Eldbarnið þessa dagana