Nú stendur yfir hátíðin artFart. Hátíðin er samstarf ungra sviðslistamanna á Íslandi og er skipulögð af sambandi ungra sviðslistamanna, en skipuleggjendur hátíðarinnar í ár eru þau Ásgerður G. Gunnarsdóttir, Karl Ágúst Þorbergsson og
Sigurður Arent Jónsson. Hátíðin stendur yfir dagana 28.júlí. – 19. ágúst. Verkin verða sýnd í húsnæði leiklistardeildar Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu (gamla nemendaleikhúsinu) og í Tjarnarbíói. Hátíðin hófst með frumsýningu á dansverkinu "Moment Seen", í Tjarnarbíói sem var samstarfsverkefni 6 dansara frá Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð. Um 15 verk verða sýnd og þáttakendur eru um 70 talsins
Hátíðin var fyrst haldin í fyrrasumar í húsi Ó Jónsson og Kaaber verksmiðjunnar við Sæbraut. Í henni tóku þátt 8 hópar sem samanstóðu af 19 leiklistar-og dansnemum og mættu tæplega 1000 manns á sýningarnar. Móttökurnar voru vonum framar og minntist Ragnheiður Skúladóttir á hátíðina sem eitt af áhugaverðustu listaatburðum ársins í ársuppgjöri Víðsjár.
Hátíðin hefur hlotið styrki þetta árið fráReykjavíkurborg, Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og auk þess hefur Listaháskóli Íslands styrkt hátíðina með því að lána þátttakendum húsnæði til æfinga og sýninga.
Í ár verður bryddað upp á nýjungum því auk nýrra dans-og leiksýninga verða málfundir um tilraunir í sviðslistum undir stjórn Karls Ágústs og vinnustofur í samstarfi við Reykjavík Dance Festival sem verður stjórnað af einum fremsta dansara og danshöfundi Íslands á erlendum vettvangi, Ernu Ómarsdóttur.
ArtFart er sviðslistahátíð sem hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun meðal ungs listafólks innan sviðslistanna auk þess sem hún stuðlar að tilraunamennsku í íslenskri sviðslist. Aðstandendur spyrja sig hver sé staða sviðslista innan samfélagsins. Hvert er gildi hennar? Hefur sviðslistin glatað mætti sínum eða hefur aldrei verið meiri þörf á henni? Getum við skapað nýtt leikhús, leikhús sem skýtur rótum sínum í samtímanum og blómstrar eða er það dæmt til að veslast upp í skugga stuðlabergsins?
Miðaverð er 500 kr á allar sýningar nema á Heteróhetjur er miðaverð 1500 kr.
Miðasölusími: 8217987
Athugið að ekki er tekið við kortum.
Dagskrá hátíðarinnar í ár er svohljóðandi:
Þriðjudagur 7. ágúst
kl 20:00
Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole
Tragíkómískt leikverk um ástarsamband knattspyrnuhetjanna Ashley Cole og William Gallas.
Miðvikudagur 8. ágúst
kl 18:00 – 21:00
Sigurður Arent: Mótmælir!
Nýtt einstaklingsverk sem fjallar á hispurslausan hátt um hræðslu okkar allra við að standa út úr en jafnframt viðbjóðinn sem við höfum á meðalmennskunni.
kl 19:30
Skemmtið ykkur!
Saga Sigurðardóttir
Dillandi dansverk
kl 21:00
Best
Ásgerður Gunnarsdóttir, Vigdís Eva Guðmundsdóttir og Melkorka S. Magnúsdóttir
Dansverk samið eftir 43 ára dansþjálfun
Fimmtudagur 9. ágúst
kl. 20:00
Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole
Föstudagur 10. Ágúst
kl. 20:00 og 22:00
Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole
Laugardagur 11. ágúst
kl. 20:00
Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole
kl. 22:00
Leyndarmál í lungunum?
Hannes Óli Ágústsson
Nýr stuttleikur umdir áhrifum frá Galdra-Lofti
Videóverk hefjast:
OB hópurinn
Eva Rún Snorradóttir: ...og þá yrði ég hamingjusöm
Karl Ágúst Þorbergsson: Vinnan mín
Sunnudagur 12. ágúst
kl. 20:00
Málfundur: Tilraunir í listum-Af hverjum er öllum skítsama?
kl. 22:00
Skemmtið ykkur!
Saga Sigurðardóttir
Mánudagur 13. ágúst
kl. 20:00
Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole
kl. 22:00
Leyndarmál í lungunum?
Hannes Óli Ágústsson
Þriðjudagur 14. ágúst
kl. 20:00 og 22:00
Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole
Miðvikudagur 15. ágúst
kl. 20:00
Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole
kl. 22:00
Leyndarmál í lungunum?
Hannes Óli Ágústsson
Fimmtudagur 16. ágúst
kl. 20:00 – 22:00
Októberhópurinn
k-tína
gjörningakvöld
Föstudagur 17. ágúst
kl. 20:00
Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole
22:00
GO&CO
fusionconfusion
sýning byggð á grískri goðsögu um uppruna ástarinnar í heiminum og hvernig henni farnast í nútímanum.
Laugardagur 18. ágúst
kl. 21:00
Bubbi kóngur
Hannes Óli Ágústsson og Vignir Rafn Valþórsson
Sýningin er rökrétt framhald á uppsetningu Herranætur árið 1969 og greinir frá hinum valdagráðuga kóngi í hinni nýju heims-og þjóðarmynd okkar tíma.