Leikritið fjallar um fjölskyldu sem hittist í jarðarför fjölskylduföðurins. Eldri bróðirinn, sem enn býr hjá foreldrum sínum ásamt konu sinni, tekur að sér að skipuleggja jarðarförina og flytja minningarorðin. Það sem upphaflega virtist vera tiltölulega einfalt verkefni verður honum hins vegar fjötur um fót þegar alls kyns óvæntar uppákomur gera jarðarförina að algjörri matröð. Ofskynjunarlyf, óþolandi gömul frænka, hrokafullur bróðir og kvennabósi, tuðandi eiginkona og svo dularfullur gestur úr fortíð föður hans sem reynir að afhjúpa hneykslandi leyndarmál hins látna.
Alls taka um tuttugu manns þátt í uppsetningunni en sýningar eru í Bæjarleikhúsinu við Þverholt í Mosfellsbæ. Þetta er bráðskemmtileg og fyndin sýning sem enginn má láta framhjá sér fara.
Næstu sýningar eru sem hér segir:
Föstudaginn 16. mars kl. 20:00
Sunnudaginn 18. mars kl. 20:00
Föstudaginn 23. mars kl. 20:00
Sunnudaginn 25. mars kl. 20:00
Föstudaginn 30. mars kl. 20:00
Laugardaginn 31. mars kl. 17:00.
Miðaverð er 2000 krónur og miðapantanir eru í síma 566 7788. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu leikfélagsins, www.leikmos.is og facebook síðu félagsins.
{mos_fb_discuss:2}