Amadeus eftir Peter Shaffer verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins laugardaginn 21. október kl. 20.00. Leikstjóri er Stefán Baldursson

Verkið fjallar um samband  Wolfgang Amadeus Mozart og Antonio Salieri, hirðtónskáld Austuríska keisarans á síðari hluta átjándu aldar. Verkið byggir á sögusögnum um dulafullan dauða Mozarts og þátt Salieri í honum. Salieri kvelst af afbrýði út í hinn unga snilling. Afbrýðin dregur hann til andstyggilegra aðgerða til að koma Amadeusi á kné og loks í dauðann. En hvor þeirra sigrar að lokum?

Leikarar:
Hilmir Snær Guðnason: Salieri 
Víðir Guðmundsson: Mozart
Birgitta Birgisdóttir: Konstansa
Ellert Ingimundarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Pétur Einarsson, Theódór Júlíusson:
Halldór Gylfason, Sigrún Edda Björnsdóttir, Gunnar Hansson, Orri Huginn Ágústsson.
 
Leikstjórn: Stefán Baldursson
Tónlist: W.A Mozart og A.Salieri
Þýðing: Valgarður Egilsson og Katrín Fjeldsted
Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Sýningastjórn:   Anna Pála Kristjánsdóttir