Unglingaleikritið Alsæla í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur verður frumsýnt kl. 20:00 þann 9. febrúar næstkomandi á Litla sviði Borgarleikhússins. Verkið er sprottið upp af umræðum og hugsunum leikhópsins og fært í búning af leikstjóranum. Sýningin inniheldur fjölda vinsælla laga og dansatriða ásamt auðvitað meitluðum texta. Leikritið er fært í mjög sjónrænan búning og lýst í dansi og söng á táknrænan og hreinan máta.

Leikhópurinn samanstendur af 12 unglingum á aldrinum 15-19 ára. Forvarnir og fræðsla þurfa að vekja áhuga unglinga. Því eru notaðar aðferðir og leiðir sem eru á þeirra tungumáli og þau skilja. Um er að ræða jafningjafræðslu af bestu gerð sem sýnir fram á þá staðreynd að lífið hefur upp á svo margt að bjóða, ef rétt ákvörðun er tekin.

Söngstjórn er í höndum Ragnheiðar Hall, danshöfundur er Halla Ólafsdóttir og tónlistarstjóri er Valdimar Kristjónsson. Verkið verður sýnt alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga í febrúar. Miðasala fer fram í miðasölu Borgarleikhússins, á borgarleikhus.is og í síma 568-8000. Miðaverð er 1000 kr.

{mos_fb_discuss:2}