Leikfélag Mosfellssveitar fagnar í ár 35 ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni  verður sýningin Allskonar Elvis, frumsýnd föstudaginn 18. febrúar.  Sýningin, sem er samin af Maríu Guðmundsdóttur, leikhópnum öllum í samstarfi við leikstjóra er unnin úr hugmyndum um kónginn sjálfan, Elvis Presley, en er þó langt frá því að vera ævisaga hans. Fjöldi manns kemur að sýningunni bæði leikarar, dansarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar eða um 50 manns. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir og um tónlistina sjá Birgir Haraldsson og Hljómsveitin 66.

 

Við hvetjum alla til að kíkja í leikhús Mosfellinga og njóta frábærrar kvöldstundar sem kitlar hláturkirtlana. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Leikfélags Mosfellssveita, www.leikmos.is

Sýningar verða sem hér segir:
FRUMSÝNING föstudaginn 18. febrúar kl. 20
2. sýning sunnudaginn 27. febrúar kl. 20
3. sýning föstudaginn 4. mars kl. 20
4. sýning föstudaginn 11. mars kl. 20
5. sýning föstudaginn 18. mars kl. 20

Miðaverð: 1.500 kr.  Miðapantanir í síma 5 66 77 88

{mos_fb_discuss:2}