Sýning Leikfélags Hofsóss á Enginn með Steindóri eftir Nínu Björk Jónsdóttur í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur hefur fengið mjög góðar viðtökur leikhússgesta. Því hefur verið ákveðið að bæta við einni aukasýningu að kvöldi síðasta vetrardags, miðvikudaginn 18. apríl kl. 21:00.

Miðaverð er kr. 2500 fyrir fullorðna, kr. 2000 fyrir ellilífeyrisþega og kr. 1000 fyrir börn 6-14 ára. Miðapantanir eru í síma 893-0220.

Sjá má umsagnir um verkið á Facebooksíðu félagsins undir Leikfélag Hofsóss – Enginn með Steindóri.

{mos_fb_discuss:2}