Fimmtudaginn 30. apríl sýnir Áhugaleikhús atvinnumanna sitt fjórða örverk um áráttur kenndir og kenjar. Örverkin sem öll eru kennd við mánuðinn sem þau eru flutt í, eru stuttar hugleiðingar um mannlega tilvist í Reykjavík dagsins í dag og eru hvert um sig frumsýnd síðasta fimmtudag í mánuði allt árið 2010. Apríl er sagður grimmastur mánaða og hugleiðir leikhópurinn þá grimmd sem fellst í áfellisdómum yfir þeim sem leiddu þjóðina til falls. Í stað þess að einblína á dóminn hefur leikhópurinn einsett sér að veita fyrirgefningunni rými.

Áhugaleikhús atvinnumanna býður fólki að taka þátt í einskonar friðþægingarathöfn sem felst í játningu eða bón um fyrirgefningu í beinni útsendingu á netinu. Athöfnin fer fram í Útgerðinni, nýju gjörningarými Hugmyndahúss háskólanna við Grandagarð 16, kl. 12.30 fimmtudaginn 30.apríl en sýningunni er varpað beint á netið á slóðina www.herbergi408.is.

Ef fólk liggur með eitthvað þungt á hjartanu og hefur þörf til þess að biðjast fyrirgefningar gefst hér gullið tækifæri til skrifta í votta viðurvist. Leikarar Áhugaleikhúss atvinnumanna munu ríða á vaðið með játningarnar og leiða athöfnina. Athöfnin er öllum opin og er ókeypis aðgangur. Hægt er að skoða fyrri örverk leikhússins á www.herbergi408.is eða á www.ahugaleikhus-atvinnumanna.com.

Leikstjóri.Steinunn Knútsdóttir
Leikarar:
Aðalbjörg Árnadóttir
Arndís Egilsdóttir
Árni Pétur Guðjónsson
Hannes Óli Ágústsson
Orri Huginn Ágústsson
Ólöf Ingólfsdóttir
Jórunn Sigurðardóttir
Lára Sveinsdóttir
Magnús Guðmundsson
Marta Nordal
Sveinn Ólafur Gunnarsson

{mos_fb_discuss:2}