… að halda jafnvægi
Nei fokk …
Ástin er að detta
Frumsýning í Tjarnarbíói föstudaginn 9. febrúar kl. 20:30.
Ljóðrænn, fyndinn og kynþokkafullur kabarett um vegi og vegleysur ástarinnar. Með texta Elísabetar Jökulsdóttur að vopni, mun RaTaTam syngja, dansa og leika sér í gegnum margvíslega heima ástarglóðanna.
Í textum Elísabetar er löngun manneskjunnar eftir ást í forgrunni. Löngunin í að tilheyra, vera elskaður og fá að elska. Þrá og löngun líkamans í að vera uppfullur af fiðringi og spenningi fyrir annarri manneskju. Elísabet hefur þann einstaka hæfileika að fjalla um hluti sem við öll könnumst við á mannlegan og heiðarlegan hátt.
RaTaTam leikur sér með texta og ljóð hennar, innbyrðir, opnar og leikur með þau í kabarett og leikhús formi. Húmorinn, líkaminn, röddinn og ástin fær að ráða för í þeim leik.
Leikstjórn: Charlotte Bøving
Textar og ljóð: Elísabet Jökulsdóttir
Leikmynda og búningahönnun: Þórunn María Jónsdóttir
Tónlist: RaTaTamTónlistarstjórn: Helgi Svavar Helgason
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Hreyfingar: Hildur Magnúsdóttir
Leikarar: Albert Halldórsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Halldóra Rut Baldursdóttir, Laufey Elíasdóttir
Ljósmyndun: Saga Sigurðardóttir
Grafísk hönnun: Alexandra Baldursdóttir
Myndbönd: Ragnar Hansson
Framkvæmdastjórn: Gríma Kristjánsdóttir