Stanley er fremur framtakslaus ungur maður, sem virðist áður hafa unnið fyrir sér sem píanóleikari. Hann lifir þó á vissan hátt við ákveðið öryggi þar sem hann býr í herbergi í niðurníddu gistihúsi í litlum bæ við sjávarsíðuna í Bretlandi, dekraður af eiginkonu gistihúseigandans. Skyndilega er honum kippt af afli út úr þessari veröld, þegar tveir dularfullir menn birtast til að „refsa“ honum fyrir glæpi sem óljóst er hverjir eiginlega eru. Eiginkona gistihúseigandans vill áköf halda afmælisveislu fyrir Stanley, en veislan breytist smám saman í sannkallaða martröð…
Með hlutverk Stanleys fer Ingvar E. Sigurðsson en aðrir leikarar í sýningunni eru Kristbjörg Kjeld, Erlingur Gíslason, Eggert Þorleifsson, Björn Thors og Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er sem fyrr segir Guðjón Pedersen, höfundur leikmyndar er Gretar Reynisson og búningahöfundur er Helga I. Stefánsdóttir. Ólafur Ágúst Stefánsson sér um lýsingu og Kristinn Gauti Einarsson um hljóðmynd. Aðstoðarleikstjóri er Stefán Hallur Stefánsson. Þýðinguna gerði Bragi Ólafsson.
{mos_fb_discuss:2}